Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 68
15. desember 2005 FIMMTUDAGUR44
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ingimar Sigurðsson
Kópavogsbraut 1b, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn
15. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjúkrunarheimil-
ið Sunnuhlíð í Kópavogi, sími 560 4100.
Guðrún Kristinsdóttir Helgi Stefánsson
Alexander Ingimarsson Edda Ástvaldsdóttir
Guðmundur S. Ingimarsson
Birna Rún Ingimarsdóttir Friðþjófur Thorsteinsson Ruiz
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
María Erla Kjartansdóttir
Vogatungu 85a, Kópavogi,
lést 7. desember sl.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
16. desember kl. 15.00.
Kjartan Árnason Edda Ólafsdóttir
Helga Aðalbjörg Árnadóttir Finnur Frímann
ömmubörn, systkini og fjölskyldur þeirra.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Magnús Kolbeinsson
Stóra - Ási, Borgarfirði,
sem lést þann 5. desember síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn
17. desember kl. 11.00.
Þórunn Andrésdóttir
Andrés Magnússon Martha Eiríksdóttir
Kolbeinn Magnússon Lára Kristín Gísladóttir
Jón Magnússon
Halla Magnúsdóttir Hreiðar Gunnarsson
og barnabörn.
timamot@frettabladid.is
Hafsteinn Jóhannsson bind-
ur ekki bagga sína sömu
hnútum og samferðamenn
hans. Flestum stundum ævi
sinnar hefur hann varið í
siglingar eða bátasmíðar og
komst hann meðal annars í
heimsfréttirnar þegar hann
sigldi umhverfis jörðina á
241 degi á heimasmíðuðu
skútunni sinni Eldingu. Ferð-
in hófst í ágúst 1990 og lauk
í apríl 1991. Ekki hafa aðrir
Norðurlandabúar leikið
afrek Hafsteins eftir. Hann
hefur nú búsetu í Noregi en
er á Íslandi þessa dagana.
„Mér var gefinn bátur
og er að standsetja hann,“
segir Hafsteinn, sem býr í
bátnum á meðan á dvölinni
hér stendur. Hann veit ekki
hversu langt stoppið verður
en fjölmörg verkefni bíða.
„Þegar þessu er lokið fer ég
til Spánar og sigli Sóma 900
báti til Noregs.
Það verður tveggja mán-
aða túr. Svo þarf ég að koma
hingað og sigla þessum báti
til Noregs og að því loknu
tekur við árssigling á Eld-
ingu.“ Í þá siglingu ræðst
Hafsteinn ásamt ungum
norskum vini sínum. „Hann
ætlaði að kaupa bátinn af
mér en hafði ekki efni á
honum þannig að hann verð-
ur að hafa mig með. Strák-
urinn kaupir nýtt segl og
ræður ferð.“
Það kemur ekki á óvart að
Hafsteini líður best á sjón-
um. „Þá er maður laus við
allt vesen því það er aldrei
vesen á sjó,“ segir hann.
Spurður um hvað hann hugsi
annað en báta svarar hann:
„Bara um hvert verður farið
næst.“
Hafsteinn Jóhannsson
er lítið fyrir afmælisstúss
og ætlar að verja deginum
við hefðbundna vinnu. „Ég
held aldrei upp á afmæli,
hef aldrei staðið í svoleiðis
veseni. Ég hefði ekki munað
eftir afmælinu ef þú hefðir
ekki minnt mig á það,“ segir
hann blaðamanni.
Á æskuárunum var sjald-
gæft að hann fengi afmæl-
isgjafir vegna nálægðar
afmælis hans við jólin. „Það
var bara beðið með það allt
saman,“ segir Hafsteinn,
sem ver jólunum í ár um
borð í bátnum góða sem hann
gerir nú upp af kappi. ■
ANDLÁT
Anna Pedersen Ingebretsen lést
í Stavern, Noregi, miðvikudaginn
7. desember.
Guðríður Svala Káradóttir, frá
Presthúsum í Vestmannaeyjum,
lést á Landspítala háskólasjúrka-
húsi í Kópavogi, þriðjudaginn 13.
desember.
Guðrún Ruth H. Barker, lést á
heimili sínu, mánudaginn 14.
nóvember. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey.
Ómar Hlíðkvist Jóhannsson,
Ásbúð 31, Garðabæ, lést sunnu-
daginn 11. desember.
Þorsteinn Þorsteinsson, Skóla-
vegi 27, Vestmannaeyjum, lést á
krabbameinsdeild Landspítalans
við Hringbraut föstudaginn 9.
desember.
Þórunn Viðarsdóttir, Eyjabakka 8,
Reykjavík, lést á Landspítala Foss-
vogi, föstudaginn 9. desember.
JARÐARFARIR
13.00 Helgi Loftsson, Krumma-
hólum 57, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík.
13.00 Ingimar Sigurðsson járn-
smiður, Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi, verður jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju.
13.00 Katrín Sveina Pétursdóttir,
frá Engidal, verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju.
13.00 Ómar S. Zóphóníasson,
Fögruhlíð 5, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
14.00 Steinunn Hafstað, hótel-
stýra, verður jarðsungin frá
Hafnarfjarðarkirkju.
15.00 Fanney Andrésdóttir, frá
Þórisstöðum, Gufudals-
sveit, verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu.
15.00 Helgi Jósefsson Vápni,
Mávahlíð 13, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju.
HAFSTEINN Á ELDINGU Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn árið 1993, tveimur árum eftir að Hafsteinn hafði lokið siglingunni umhverfis jörðina.
HAFSTEINN JÓHANNSSON SIGLINGAKAPPI: ER SJÖTUGUR
Aldrei vesen á sjónumIndriði Pálsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, er 78 ára.
Sigfús A. Schopka fiskifræðingur
er 62 ára.
Kristinn Svavarsson tónlistarmað-
ur er 58 ára.
Herbert Guðmundsson, tónlistar-
maður og íssali, er 52 ára.
Birgir Þór Bieltvedt, kaupsýslu-
maður í Danmörku, er 38 ára.
Ármann Þorvaldsson, yfirmaður
hjá KB banka í Bretlandi, er 38 ára.
Jón Atli Jónsson rithöfundur er
33 ára.
Katla Margrét
Þorgeirsdóttir
leikkona er 35 ára.
Gísli Örn Garð-
arsson leikari er
32 ára.
Það var á þessum degi árið 1791 sem mannrétt-
indahluti stjórnarskrár Bandaríkjanna, þekktur
undir heitinu „Bill of rights“, varð að lögum.
Þegar stjórnarskrá Bandaríkja Norður-Amer-
íku var samþykkt árið 1789 þóttu réttindi á borð
við trúfrelsi, prentfrelsi og friðhelgi einkalífs-
ins svo sjálfsögð að þau voru ekki sett inn í
stjórnarskrána. Þeir sem voru andstæðir því að
stjórnarskráin yrði samþykkt sögðu að mann-
réttindi væru ekki hluti af henni vegna þess að
ráðamenn vildu afnema frelsi íbúanna. Fylgjend-
ur stjórnarskrárinnar sem kölluðu sig sambands-
sinna sögðu að áður en þing landsins kæmi
saman yrði búið að bæta mannrétt-
indaákvæðum við stjórnarskránna.
Þegar þingið kom saman voru
flestir þingmanna sammála um að
það þyrfti að bæta mannréttinda-
ákvæðum inn í stjórnarskrána. Þeir
voru líka sammála um að ákvæð-
unum yrði ekki bætt við upprunalegan texta
stjórnarskrárinnar heldur yrði þeim bætt við sem
stjórnarskrárbreytingu. Þetta var gert til að koma
í veg fyrir að öll ríkin þyrftu að samþykkja alla
stjórnarskrána upp á nýtt, en það hefði verið mikil
fyrirhöfn og tekið langan tíma.
James Madison, sem síðar varð forseti Banda-
ríkjanna, var fenginn til að skrifa uppkastið að
ákvæðunum.
Um sumarið 1789 lagði hann uppkastið fyrir
þingið og hans tillaga var að tólf mannréttinda-
ákvæðum yrði bætt við stjórnarskrána.
Það var svo í september sama ár sem þingið
samþykkti uppkastið. Tíu þeirra hlutu
samþykki ríkjanna. New Jersey var
fyrst ríkja til að samþykkja ákvæðin
og önnur ríki fylgdu í kjölfarið.
Hinn 15. desember 1791 urðu
svo mannréttindaákvæði bandarísku
stjórnarskrárinnar að lögum.
ÞETTA GERÐIST > 15. DESEMBER 1791
FREEMAN DYSON (1923-)
FÆDDIST ÞENNAN DAG
„Það er betra að vera
rændur en að lifa í ótta.“
Freeman Dyson er breskur eðlis-
fræðingur.
MERKISATBURÐIR
1891 James Naismith kynnir
körfubolta til sögunnar.
1939 Kvikmyndin Gone with the
Wind frumsýnd í Bandaríkj-
unum.
1945 Bandaríski hershöfðinginn
Douglas MacArthur fyrir-
skipar að ríkistrú Japana,
shinto, skuli aflögð.
1961 Dómstóll í Ísrael dæmir
Adolf Eichmann, nasistafor-
ingja úr síðari heimstyrjöld-
inni, til dauða fyrir sinn þátt
í helförinni gegn gyðingum.
1995 Bosman-reglan, sem segir
að íþróttamenn innan evr-
ópska efnahagssvæðisins
geti leikið með hvaða liði
sem er innan þess, verður
að veruleika.
Jólakvíði er efni fundar EA-
samtakanna í Kórkjallara
Hallgrímskirkju klukkan 18
í dag. EA-samtökin heita í
raun Emotions Anonymous
og á fundum ræða félags-
menn um tilfinningar sínar.
„Við tölum um allt sem hvíl-
ir á okkur og þetta snýst um
að hjálpa hverju öðru til að
segja sannleikann,“ segir
Kristbjörg Árnadóttir, einn
félagsmanna. Samtökin hafa
nú verið starfrækt á Íslandi í
um þrjú ár.
Að sögn Kristbjargar
berst vaxandi hópur fólks við
mikinn jólakvíða, fólk sem til
dæmis hefur misst ástvini á
liðnu ári, hefur skilið, glímir
við fjárhagsörðugleika, sjúk-
dóma eða fjölskylduvanda
af einhverjum toga. Um 25
manns hafa sótt jólakvíða-
fundina undanfarin tvö ár
en það eru talsvert fleiri en
sækja reglulega fundi EA-
samtakanna sem haldnir
eru á hverjum fimmtudegi
í Kórkjallaranum. „Það eru
aldrei rauðir dagar hjá okkur
því tilfinningarnar fara
aldrei í frí,“ segir Kristbjörg.
Allir eru hjartanlega vel-
komnir á fundinn í kvöld.
HALLGRÍMSKIRKJA Fundir EA sam-
takanna eru haldnir í Kórkjallara
kirkjunnar.
Tilfinningarnar
fara aldrei í frí
HAFSTEINN JÓHANNSSON SIGL-
INGAKAPPI Hefur aldrei haldið upp
á afmælið sitt og hefði ekki munað
eftir sjötugsafmælinu, sem er í dag,
ef blaðamaður hefði ekki minnt
hann á það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.