Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 16
BELGRAD, AP Dómstóll í Belgrad dæmdi á mánudaginn fjórtán Serba í fangelsi fyrir stríðsglæpi í stríðinu á Balkanskaga árið 1991. Serbarnir eru sakaðir um að hafa myrt um 200 króatíska stríðsfanga. Átta Serbanna fengu hámarksdóm, eða tuttugu ár í fangelsi. Hinir fengu dóma á bil- inu fimm til fimmtán ár. Dómurinn þykir sögulegur þar sem réttarhöldin voru talin prófsteinn á hvort serbneska réttarkerfið gæti tekið á voða- verkum sem framin voru í þessu hörmulega stríði. ■ Sögulegur dómur yfir stríðsglæpamönnum í Serbíu: Fjórtán í fangelsi Beint flug til hinnar fögru miðaldaborgar Beint flug: Pétursborg í Rússlandi eða Tallinn í Eistlandi. Páskar í apríl 2006. Frá Akureyri og Keflavík. Hin stórkostlega Pétursborg í Rússlandi eða miðaldaborgin Tallinn í Eistlandi. Flogið beint til Tallinn og keyrt þaðan til Pétursborgar. Tallinn Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingar frá 11-15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimsminjalista UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Í Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlífið fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni Pétursborg Pétursborg er borg mikilfengleika og glæsileika, borg með glæsta fortíð, einskonar minnismerki um liðna tíð. Borgin hefur verið kölluð Feneyjar norðursins vegna margra síkja sem í henni eru. Rúmlega þrjá aldir eru liðnar síðan Pétur mikli byrjaði á því að reisa þessa stórkostlegu borg. Borgin hefur einhverjar fallegustu byggingar Evrópu. Fyrir áhugafólk um sögu og menningu er Pétursborg gullnáma. Frá Keflavík: Pétursborg Tallinn 8-15. apríl uppselt uppselt 15-20. apríl 59.050 kr. 57.500 kr. Pétursborg í Rússlandi eða Tallinn í Eistlandi Beint flug: Frá Akureyri: Pétursborg Tallinn 12-16. apríl 57.700 kr. 55.500 kr. 13-17. apríl uppselt uppselt Innifalið: Flug, skattar, hótel, rúta og íslenskur fararstjóri 16 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR ÆTTINGJA MINNST Ástvinir Króatanna stóðu fyrir utan dómsalinn og héldu á myndum af ástvinum sínum. MYND/AP NAUTAKJÖT Verð á ungnautakjöti hefur hækkað í ár miðað við sama tíma í fyrra, heldur meira þó í heildsölu en til neytenda. Slát- urleyfishafar greiddu bændum 345 krónur á kílóið í desember í fyrra en greiða nú 400 krónur fyrir kílóið. Ungnautakjöt kostar nú 1.298 krónur kílóið en kostaði 1.149 krónur í fyrra hjá Ferskum kjötvörum. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að skortur væri á innlendu nautakjöti og að stórir söluaðil- ar ættu ekki nautakjöt í hakk og hamborgara. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda, segir að aukin samkeppni og eftirspurn sé eftir nautakjöti. Salan hafi aukist um 1,9 prósent á síðustu tólf mánuð- um. Kúabændur hafi framleitt 3.600 tonn af nautgripakjöti síð- ustu tólf mánuði og það sé 1,5 prósenta aukning frá fyrra ári. „Þetta er nánast einsdæmi í aukningu á nautakjöti,“ segir hann og telur fráleitt að skyr- drykkja valdi skorti á nautakjöti. „Við myndum ekki geta aukið framleiðsluna ef við værum á sama tíma að halda í gripi vegna skyrsölunnar en það er góð kenn- ing. Það er mikil eftirspurn eftir skyndibita. Íslenska þjóðin er að flýta sér og skyndibitastaðirnir koma sér fyrir víða. Nautakjötið kemur þar sterkt inn og við kapp- kostum að framleiða allt sem við getum fyrir fólkið í landinu.“ - ghs Eftirspurn eftir ungnautakjöti hefur aukist : Verð hefur hækkað SNORRI SIGURÐSSON Eftirspurn eftir nauta- kjöti hefur aukist gríðarlega á síðustu tólf mánuðum og er kannski þess vegna víða skortur. Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, segir framleiðsluna hafa aukist um 1,5 prósent á einu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.