Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 94
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR70 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 AÐ MÍNU SKAPI SÓLVEIG SAMÚELSDÓTTIR SÖNGKONA Thelma, Brynja, Chopin og Aida LÁRÉTT 2 drykkur 6 í röð 8 flan 9 stansa 11 2 eins 12 japla 14 bragðbætir 16 skóli 17 rotnun 18 kærleikur 20 gangþófi 21 yfirbragð. LÓÐRÉTT 1 vond 3 rykkorn 4 páfagaukur 5 þrá 7 þokast 10 for 13 meðal 15 krydd 16 blástur 19 golf áhald. LAUSN OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14 STÓR HUMAR RISARÆKJUR HÖRPUSKEL TUNFISKUR SALTSÍLD KRYDDSÍLD TÓNLIST Góð tónlist er að mínu mati sú tónlist sem hefur góð áhrif á mig. Það getur jafnt verið endurreisnartónlist, píanókonsert eftir Chopin, ballaða með George Michael, fönk eða óperuaríur. Allt eftir því í hvaða skapi ég er þann daginn. Undanfarið hef ég mest hlustað á kvikmyndatónlist frá sjöunda og áttunda áratugnum í tengslum við nýju plötuna mína, Melodiu. BÓK Ég vildi óska að ég gæti nefnt eitthvað menningarlegt afþreyingarefni, en því miður gefst mér afar sjaldan tími til að lesa. Það eru helst skólabækurnar sem hafa fengið athygli mína undanfarið, en ég er í kennaranámi við Listaháskóla Íslands. Sú síðasta sem ég gluggaði í heitir „Stefnur og straumar í uppeldissögu“. Annars langar mig mikið í góðar bækur í jólagjöf og hef til dæmis áhuga á sögu Thelmu Ásdísardóttur; Myndinni af pabba. BÚÐ Ég er algjör ísæta og væri ekki samkvæm sjálfri mér ef ég nefndi ekki einhverjar af ísbúðum landsins. Verslunin Brynja á Akureyri býr til einn besta ís sem ég hef smakkað. Ég get ekki farið norður án þess að kaupa mér ís í Brynju og helst fleiri en einn. Svo er það að sjálfsögðu Ísbúðin á Hagamel. Þessar tvær eru alveg toppurinn í mínum huga. BÍÓMYND Það er eins með bíómyndir og bækur að ég hef ekki gefið mér tíma undanfarið til að fara í bíó eða horfa á sjónvarp. Það vill oft verða svo þegar börn eru komin í spilið að maður endar á barna- myndunum og hef ég ákveðið að fara með börnin á Litla kjúllann fyrir jól. Væri líka til í að sjá heimildarmyndina um mörgæsirnar „La marche de l‘empereur“. Ég sá sýnt úr henni og það var mjög skondið. BORG Í fyrra fór ég í menningarreisu til Vínarborgar með skólafélögum úr Lista- háskólanum og þar fórum við á nokkrar óperusýningar og tónleika. Merkasta afrekið var þó fyrsta skiptið til Bandaríkjanna þegar ég heimsótti New York og Chicago. Það var mjög skemmtileg upplifun en ég sá söngleikinn Aidu á Broadway og kíkti í nokkur af hæstu háhýsum heimsins. An- nars er Reykjavík alltaf í uppáhaldi. Þar býr fjölskyldan mín og flestir vinir mínir. VERKEFNI Það sem stendur hæst þessa dagana er nýútkomin sólóplata mín Mel- odia, sem ég vann í samstarfi við Samma bróður. Svo er ég að leggja lokahönd á próf og verkefnaskil í Listaháskólanum þannig að jólagjafakaup, bakstur og jólakortaskrif hafa alveg setið á hakanum, enda er ég ákveðin í að stressa mig ekki um of fyrir þessi jól og láta góða skapið halda sér. LÁRÉTT: 2 kakó, 6 lm, 8 ras, 9 æja, 11 kk, 12 maula, 14 krydd, 16 ma, 17 fúi, 18 ást, 20 il, 21 stíl. LÓÐRÉTT: 1 slæm, 3 ar, 4 kakadúi, 5 ósk, 7 mjakast, 10 aur, 13 lyf, 15 dill, 16 más, 19 tí. HRÓSIÐ ...fá hönnuðirnir María Ólafs- dóttir og Sunneva Vigfúsdóttir sem hannað hafa smekklegan kvenfatnað úr íslensku loðskinni en fötin eiga að gera konum kleift að klæða af sér íslenska veðráttu með stæl. Það virðist hafa kastast í kekki milli rithöfundarins Stefáns Mána og útgáfufélagi hans, Eddu. Rit- höfundurinn er ómyrkur í máli hvað samstarfið varðar og telur sig ekki njóta sannmælis. Fyrir þessi jól kom út bókin Túristi sem Stefán Máni vill meina að sé hálfgert olnbogabarn í öllu jólabókaflóðinu. „Þetta var bók sem þeir hjá Eddu vildu ekki gefa út en létu til leiðast svo að þeir misstu mig ekki,“ segir Stefán. Hann bendir á að bókin hafi nán- ast ekkert verið auglýst og útgáf- an hljóti því að hafa fengið harka- leg viðbrögð frá rithöfundum hjá þeirri útgáfu en Túristi fjallar ein- mitt um heim bókmenntanna hér á landi. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir þeim,“ bætir rithöfundurinn við og er augljóslega mjög sár yfir þessari meðferð. Þá segir Stefán Máni farir sínar ekki sléttar hvað þýðingu skáld- sögunnar Svartur á leik varðar en hún er tilnefnd til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaun- anna. „Þeir eru hættir við að þýða hana sem getur þýtt að hún verði alls ekki tilnefnd,“ segir Stefán Máni en bókin seldist mjög vel á sínum tíma og verður að öllum lík- indum kvikmynduð innan tveggja ára. Rithöfundurinn útilokar ekki rót- tækar aðgerðar og segir ekki lokum fyrir það skotið að hann hætti hjá Eddu. „Þetta gengur ekki til lengdar og þeir verða að hífa upp um sig buxurnar ef þeir ætla ekki að klúðra þessu endan- lega,“ lýsir Stefán yfir. Kristján B. Jónasson, þróunar- stjóri hjá Eddu útgáfu, var mjög leiður yfir því í hvernig farvegi þetta mál væri nú komið en sagði fullkomlega eðlilegar skýringar á þessu öllu. „Bókin Túristi hefur ekki fengið góða dóma eða viðtök- ur yfir í það heila,“ útskýrir hann og segir að þeir hafi mætt ákveðn- um mótbyr. „Það breytir því ekki að ég hef fulla trú á Stefáni Mána og tel að hann eigi öll sín bestu verk eftir,“ segir hann. Kristján viðurkennir á hinn boginn að þýðingin á bókinni Svartur á leik sé erfiðleikum bund- in. „Þegar aðrar bækur hafa verið tilnefndar til þessara verðlauna hafa útgáfusamningar verið fyrir hendi og menn því getað samnýtt þá. Svo er ekki í þessu máli og því verður Edda að standa allan straum af kostnaðinum við þýð- inguna,“ segir Kristján en telur af og frá að þeir séu búnir að loka á alla möguleika heldur verði leitað STEFÁN MÁNI: ÓSÁTTUR VIÐ EDDU ÚTGÁFU Segir hana draga lappirnar í þýðingu Svartur á leik KRISTJÁN B. JÓNAS- SON „Bókin Túristi hefur ekki fengið góða dóma eða viðtökur í það heila,“ segir Kristján. STEFÁN MÁNI Er reiður yfir þeirri meðferð sem nýjasta bókin hans, Túristi, hefur fengið. Hann útilokar ekki að hætta hjá Eddu útgáfu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Hong Kong 2 Stanley Tookie Williams 3 Theo Walcott 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9 Vegleg forkeppni fyrir Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í byrjun næsta árs. Að sögn Jónatans Garðarssonar, talsmanns keppninnar, er þetta gert vegna þess að á næsta ári verða tut- tugu ár liðin síðan Icy-tríóið steig á sviðið í Björgvin og flutti lagið Gleðibankinn. „Ríkisjónvarpið fagnar einnig fjörutíu ára afmæli og því var ákveðið að gera keppnina sem veglegasta,“ segir hann. Alls voru send inn 226 lög til val- nefndar og heldur Jónatan að aldrei hafi borist jafnmörg lög. „Valnefnd, skipuð fimm aðilum frá FÍH, FTT og RÚV, sjá um að velja lögin en nöfn þeirra verða ekki gefin upp,“ útskýrir Jónatan en leyndin trygg- ir þeim frið fyrir hvers kyns áreiti. Keppnin á næsta ári verður með óvenjulegu sniði en um er að ræða þrjár forkeppnir þar sem átta lög berjast um fjögur laus sæti hverju sinni. Fyrsta keppnin verður 21. janúar og sú síðasta tveim vikum seinna. „Tólf lög keppa því pott- þétt í lokakeppninni 18. febrúar en við verðum einnig með svokallað „Wildcard“ sem þýðir að við getum tekið lög inn sem eiga kannski fylli- legt erindi inn í keppnina,“ útskýrir Jónatan og því er ekki öll von úti hjá þeim sem koma vel út úr atkvæða- greiðslunni en lenda ekki í fjórum efstu sætunum. Margir góðkunningjar keppn- innar komust áfram í gegnum nið- urskurðinn og má þar nefna Önnu Mjöll Ólafsdóttur, Eyjólf Kristjáns- son og Þorvald Bjarna Þorvalds- son. Jónatan segir hópinn þó vera góða blöndu af reynsluboltum og nýgræðingum. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu fjölbreytt lögin voru.“ Nú tekur við blóðug barátta hjá lagahöfundum að finna flytjendur fyrir lagið en endanlegri útgáfu verður að skila fyrir 15. janúar. „Það vilja auðvitað allir að söngv- arinn eða söngkonan syngi bara þeirra lag.“ Að sögn Jónatans hefur ekkert verið ákveðið hvort þessi keppni verði hér eftir árviss atburður en það ráðist auðvitað mikið af því hvernig til tekst. „Það hefur verið rætt að halda forkeppni af þessu tagi á tveggja til þriggja ára fresti,“ sagði hann. freyrgigja@frettabladid.is Lagahöfundar berjast JÓNATAN GARÐARSSON Er ánægður með þann fjölda sem sendi inn lög fyrir for- keppni söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. FRÉTTABLAÐIÐ / E.ÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.