Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 32
MÓTMÆLI Lögreglumenn og suður- kóreskir mótmælendur tókust á annan daginn í röð í Hong Kong í gær þar sem fundur Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar WTO fer fram. Átökin í tengslum við fundinn eru þó langtum minni en orðið hafa á síðustu fundum stofnunarinnar. Rétt eins og í fyrradag hófst gærdagurinn á friðsamlegri kröfugöngu gegn áformum WTO um að draga úr viðskiptahindr- unum á þjónustu á milli landa en skömmu síðar létu Suður-Kór- eumennirnir til skarar skríða. Margir höfðu vafið plastfilmu utan um höfuð sér til að verj- ast úða lögreglumanna en aðrir skýldu andliti sínu með klútum. Rauðklæddir mótmælendurnir virtust hafa skipulagt aðgerðir sínar vel því þeir æddu að lög- reglunni í bylgjum og hörfuðu svo undir dynjandi trumbuslætti. „WTO er hinn illi öxull. Við erum harðákveðin í að berjast þar til WTO hefur verið knésett,“ sagði To Sung-hoon, kennari frá Seúl í samtali við AP-fréttastofuna. Lögregla virtist sömuleið- is vera vel undir átökin búin. Óeirðalögreglumenn, gráir fyrir járnum, slógu skjaldborg utan um mótmælendur og sprautuðu ertandi úða í andlit þeirra sem gerðust of aðgangsharðir. Alfred Ma, formælandi lögreglunnar í Hong Kong, þvertók, í viðtali við blaðamann breska blaðsins Inde- pendent, fyrir að um piparúða væri að ræða, eins og í fyrstu var talið, heldur sagði hann efnið einungis valda vægri ert- ingu. Engu að síður blinduðust nokkrir mótmælendur um tíma. Ma sagði ennfremur að ákveðið hefði verið að handtaka engan til að koma í veg fyrir að ólgan yxi enn frekar. Suður-Kóreumenn óttast mjög að eftir afnám viðskiptahindrana, svo sem tolla og niðurgreiðslna, muni þarlendir hrísgrjónabænd- ur ekki geta keppt við innflutta framleiðslu. „Ef WTO heimilar innflutning á hrísgrjónum og öðrum matvælum munu allir hinna 3,5 milljóna bænda í land- inu deyja,“ hefur AP-fréttastofan eftir einum þeirra. Suður-kór- esku bændurnir hafa raunar látið til sín taka áður á WTO-fundum. Einn þeirra framdi sjálfsmorð á fundi stofnunarinnar í Cancun árið 2003 til að leggja áherslu á málstað sinn. Á WTO-fundinum var ætlunin að reka endahnútinn á svonefnda Doha-samningalotu en markmið hennar er að jafna samkeppn- isgrundvöll milliríkjaviðskipta sem mest með því að afnema tolla og niðurgreiðslur eins og frekast er kostur. Lítill árangur virðist hins vegar ætla að verða á fundinum þar sem ríkustu þjóð- ir heims eru tregar til að draga úr stuðningi við landbúnað og iðnað. Þeir sem gagnrýna WTO segja að öll stefna stofnunarinnar mót- ist af hagsmunum stórfyrirtækja og ríku landanna í heiminum. Formælendur hennar benda á móti á að þriðja heiminum sé mestur hagur í sem frjálsustum viðskiptum því þá geti ódýrar vörur framleiddar þar keppt við óhagkvæmari framleiðslu Vesturlanda. sveinng@frettablaðið.is Handalögmál á WTO-fundi Í gær kom enn til átaka á milli lögreglu og mótmæl- enda á fundi WTO í Hong Kong. Ertandi úða var sprautað á fólkið en enginn var þó handtekinn. HARÐVÍTUG ÁTÖK Í HONG KONG Rauðklæddir mótmælendur tókust á við svartklædda lögreglumenn í gær. Ertandi úði streymdi í stríðum straumum og urðu margir frá að hverfa til að láta þurrka óþverrann úr augum sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.