Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 32

Fréttablaðið - 15.12.2005, Side 32
MÓTMÆLI Lögreglumenn og suður- kóreskir mótmælendur tókust á annan daginn í röð í Hong Kong í gær þar sem fundur Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar WTO fer fram. Átökin í tengslum við fundinn eru þó langtum minni en orðið hafa á síðustu fundum stofnunarinnar. Rétt eins og í fyrradag hófst gærdagurinn á friðsamlegri kröfugöngu gegn áformum WTO um að draga úr viðskiptahindr- unum á þjónustu á milli landa en skömmu síðar létu Suður-Kór- eumennirnir til skarar skríða. Margir höfðu vafið plastfilmu utan um höfuð sér til að verj- ast úða lögreglumanna en aðrir skýldu andliti sínu með klútum. Rauðklæddir mótmælendurnir virtust hafa skipulagt aðgerðir sínar vel því þeir æddu að lög- reglunni í bylgjum og hörfuðu svo undir dynjandi trumbuslætti. „WTO er hinn illi öxull. Við erum harðákveðin í að berjast þar til WTO hefur verið knésett,“ sagði To Sung-hoon, kennari frá Seúl í samtali við AP-fréttastofuna. Lögregla virtist sömuleið- is vera vel undir átökin búin. Óeirðalögreglumenn, gráir fyrir járnum, slógu skjaldborg utan um mótmælendur og sprautuðu ertandi úða í andlit þeirra sem gerðust of aðgangsharðir. Alfred Ma, formælandi lögreglunnar í Hong Kong, þvertók, í viðtali við blaðamann breska blaðsins Inde- pendent, fyrir að um piparúða væri að ræða, eins og í fyrstu var talið, heldur sagði hann efnið einungis valda vægri ert- ingu. Engu að síður blinduðust nokkrir mótmælendur um tíma. Ma sagði ennfremur að ákveðið hefði verið að handtaka engan til að koma í veg fyrir að ólgan yxi enn frekar. Suður-Kóreumenn óttast mjög að eftir afnám viðskiptahindrana, svo sem tolla og niðurgreiðslna, muni þarlendir hrísgrjónabænd- ur ekki geta keppt við innflutta framleiðslu. „Ef WTO heimilar innflutning á hrísgrjónum og öðrum matvælum munu allir hinna 3,5 milljóna bænda í land- inu deyja,“ hefur AP-fréttastofan eftir einum þeirra. Suður-kór- esku bændurnir hafa raunar látið til sín taka áður á WTO-fundum. Einn þeirra framdi sjálfsmorð á fundi stofnunarinnar í Cancun árið 2003 til að leggja áherslu á málstað sinn. Á WTO-fundinum var ætlunin að reka endahnútinn á svonefnda Doha-samningalotu en markmið hennar er að jafna samkeppn- isgrundvöll milliríkjaviðskipta sem mest með því að afnema tolla og niðurgreiðslur eins og frekast er kostur. Lítill árangur virðist hins vegar ætla að verða á fundinum þar sem ríkustu þjóð- ir heims eru tregar til að draga úr stuðningi við landbúnað og iðnað. Þeir sem gagnrýna WTO segja að öll stefna stofnunarinnar mót- ist af hagsmunum stórfyrirtækja og ríku landanna í heiminum. Formælendur hennar benda á móti á að þriðja heiminum sé mestur hagur í sem frjálsustum viðskiptum því þá geti ódýrar vörur framleiddar þar keppt við óhagkvæmari framleiðslu Vesturlanda. sveinng@frettablaðið.is Handalögmál á WTO-fundi Í gær kom enn til átaka á milli lögreglu og mótmæl- enda á fundi WTO í Hong Kong. Ertandi úða var sprautað á fólkið en enginn var þó handtekinn. HARÐVÍTUG ÁTÖK Í HONG KONG Rauðklæddir mótmælendur tókust á við svartklædda lögreglumenn í gær. Ertandi úði streymdi í stríðum straumum og urðu margir frá að hverfa til að láta þurrka óþverrann úr augum sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR32

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.