Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 26
 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR26 Total 90 TF Gerfigrasskór úr mjúku UL-1000 gerfileðri með phylon dempun. Nýtt reimakerfi = engin tunga = betri boltastjórnun. Stefnuvirkir takkar ásamt snúningsflötum = stöðugleiki og auðveldar hliðarhreyfingar St. 32-38,5 leiðb. verð kr. 4.990.- St. 39+ leiðb. verð kr. 5.990.- 4-4-2 - Útilíf - Sportver - Toppmenn - Ozone - Fjölsport - Íþróttabúðin Total 90 IC Innanhússskór úr UL-1000 gerfileðri. Mjúk Phylon dempun. Sama reimakerfi og 90 TF. Hrágúmmísóli og snúningsfletir = gott grip og auðveldar hreyfingar St. 32-38,5 leiðb. verð kr. 4.990.- St. 39+ leiðb. verð kr. 5.990.- 4-4-2 - Útilíf - Sportver - Toppmenn - Ozone - Fjölsport - Íþróttabúðin Jólin eru syrgjendum erfið segir prestur sem hefur hjálpað fólki að glíma við sorgina í tvo áratugi. Hann segir mikilvægt að setja syrgjendum engin tíma- mörk því sorgin gerir það ekki. „Jólahátíðin er sá tími þegar fólk kemur saman með þeim sem það elskar mest og þykir vænst um. Ef það er svo höggvið skarð í þann hóp þá verður tómarúmið aldrei jafn mikið og á jólunum. Það verður svo áberandi að sá eða sú sem við sökn- um er horfinn frá,“ segir Halldór Reynisson, prestur og verkefnis- stjóri fræðslusviðs á Biskupsstofu. „Þar að auki er mikið af alls konar hefðum á þessum tíma og það getur verið til þess að minna fólk á þann sem það saknar. Svo eiga jólin líka að vera svo góður og gleðileg- ur tími. En þegar eitthvað bjátar á í lífi manns þá magnast vanlíðanin frammi fyrir ljósadýrðinni, gleðinni og kætinni sem er allt í kringum mann. Þar að auki þykir mörgum skammdegið erfitt og svo ef einhver harmur bætist þar við getur þetta orðið fólki nokkuð þungt,“ segir presturinn og hvetur menn til að lýsa upp skammdegið. Hann hefur þó ráð til syrgjenda og aðstandenda þeirra. „Það er hollt, bæði fyrir syrgjendur og þá sem umgangast þá, að minnast þess að eigi tjaldar sorgin til einnar nætur, svo ég vitni nú í skáldið Hannes Pétursson. Í raun á sorgin sér engin tímamörk. Og ég veit dæmi þess að sumir hafi aldrei upplifað gleðileg jól eftir fráfall náins ástvinar, jafn- vel þó áratugir hafi liðið. Eins verða syrgjendur að fá að vita af því að það sé eðlilegt að fara í gegnum allt til- finningalitrófið við erfiðan missi. Sú tilfinning er meira að segja ekki óal- geng að syrgjanda finnist hann vera að ganga af vitinu.“ Eigi tjaldar sorgin til einnar nætur HALLDÓR REYNISSON PRESTUR Halldór segir dæmi þess að fólk hafi ekki getað upplifað gleðileg jól vegna ástvinamissis jafnvel þó áratugir hafi liðið. Þó að tvö ár séu liðin frá því að Torfhildur Rúna Gunn- arsdóttir missti eiginmann sinn er hún ein af þeim syrgjendum sem kvíða jólunum. Tíminn einn og sér virðist ekki lækna sárin því jólin verða erfiðari með hverju árinu sem líður. „Ég var alltaf frekar lífsglöð mann- eskja en ég finn það núna þegar jólin nálgast að það færist yfir mig þungi sem engin leið er að losna við,“ segir Torfhildur Rúna. Maður hennar lést fyrir tveimur árum og var jarðsunginn fimm dögum fyrir jól. „Fyrstu jólin var ég bara í hálf- gerðu móki. Ég var ekki með sjálfri mér og gerði mér varla grein fyrir því sem var að gerast. Jólin í fyrra voru erfið en mér finnst sem þessi jól ætli að verða enn erfiðari, svo skrýtið sem það nú er. Þess vegna hélt ég að það væri eitthvað að hjá mér en ég verð bara að átta mig á því að þetta tekur allt sinn tíma. Það er svo skrýtið að það er eins og að eitthvað hafi komi yfir mig og brynjað mig gagnvart sársauk- anum svona fyrst. Svo líður tíminn og allt í einu er maður berskjald- aðri og þá finn ég fyrir því þegar kvikan opnast við minnsta tilefni. Þá finnst mér ég vera alveg ein þó ég sé í raun umkringd fólki. Mér hefur verið sagt það af þeim sem hafa reynslu af þessu að þetta líði hjá og ég vona það svo sannarlega því það er afleitt að láta sér líða svona. En þeir segja það líka að það getur tekið eitt ár en það getur líka tekið tuttugu,“ segir hún. Upplifir aðventuna með hálfu hjarta Torfhildur var það sem við mynd- um segja jólabarn. Hún naut þess manna mest að taka þátt í jólahaldi og vildi helst hafa fullt hús af fólki um jólin. En það er af sem áður var. „Ég finn ekki þessa gleði sem ég fann hér áður. Í raun finnst mér aðventa svo stórkostlegur tími; allir sálm- arnir, ljósin og maður sér að fólk er að gera svo mikið saman. Þetta veitir mér frekar sársauka núna enda vorum við vön að gera svo margt saman á þessum tíma. Ég hef til dæmis ekki enn treyst mér til þess að skrifa jólakortin. Ég reyndi að gera það en það vantaði nafnið hans og ég fann ekki fyrir nærveru hans eins og áður þegar við gerðum þetta saman og létt- leikinn skein í gegnum skrifin.“ En það er ekki aðeins í einstaka athöfnum þar sem minningin hellist yfir. Aðventan var sem sam- eiginleg upplifun þeirra þar sem þau urðu að taka margar ákvarð- anir varðandi jólahaldið og þau nutu þess að ræða þá hluti og velta þeim fyrir sér, segir Torfhildur. „Annars sakna ég nærveru hans mest. Að sitja heima í stofu við kertaljós og tala við hann um það hvernig við ætlum að hafa hlutina um jólin. Við áttum nefnilega svo vel saman, ég sagði oft að við hefð- um bætt hvort annað upp. Hann var rólegur og jarðbundinn en ég svoddan óþekktarangi,“ segir hún og brosir við. Erfitt að standa frammi fyrir syrgjendum Eitt af því sem syrgjendur þurfa að glíma við eru misjöfn viðbröð fólks í kringum sig. „Ég hafði aldrei leitt hugann að því hvernig það er að vera syrgjandi í þessu samfélagi fyrr en ég lendi í þessu sjálf. Það er mjög skrýtið. Fyrst eftir andlátið er maður umvafinn fólki og svo kemur allt í einu tímabil sem maður er ber- skjaldaður og finnst sem maður sé alveg aleinn. Margt af því fólki sem var að hringja og kom til að huga að manni hverfur í sitt dag- lega amstur sem er bara eðlilegt. Mörgum þykir erfitt að standa frammi fyrir syrgjendum því það veit ekki hvernig það á að hegða sér. Ég tók eftir þessu jafnvel hjá kunningjafólki mínu. Svo hugsa margir sem svo að á einhverjum ákveðnum tíma eigi sorgin að vera á bak og burt en það er bara ekki þannig. Þess vegna gætu einhverj- um þótt sem svo að ég ætti að vera komin yfir þetta þar sem tvö ár eru liðin frá því að hann dó. En börnin eru hins vegar ekk- ert að velkja vöngum yfir þessu og þess vegna geta þau verið hinn besti félagsskapur á svona stund- um. Þau eru svo eðlileg og segja bara það sem þeim býr í brjósti.“ Jólabarnið horfið En hvernig myndi hún helst vilja hafa jólin núna? „Ef ég hugsaði bara um sjálfa mig myndi ég kjósa að vera bara ein í sumarhúsi í Skál- holti yfir jólin en ég er viss um að ættingjarnir yrðu ekki ánægð- ir með það ef ég léti mig bara hverfa.“ Þessi óskajól Torfhildar eru mjög ólík þeim sem hún hélt þegar jólabarnið í henni réði ríkj- um. En trúin lifir góðu lífi innra með henni. „Jesús Kristur er mitt haldreipi í þessu. Þegar söknuð- urinn bærist í brjósti er gott að biðja til hans og minnast þess að með bæninni kemur ljósið, líkt og segir í lagi Páls Óskars Hjálmtýs- sonar og Brynhildar Björnsdóttur. Ég veit hreinlega ekki hvernig ég færi að án þess að trúa. Hún felur líka með sér þá trú mína að við finnumst aftur.“ Treystir sér ekki til að skrifa jólakortin TORFHILDUR RÚNA GUNNARSDÓTTIR Jólin færa Torfhildi Rúnu frekar harm en gleði eftir að maður hennar féll frá fyrir tveimur árum. Jólabarnið í henni er horfið en trúin lifir góðu lífi innra með henni. Ráð fyrir syrgjendur um jólin Svandís Íris Hálfdánardóttir, hjúkrunar- fræðingur á Líknardeild Landspítalans, hefur tekið saman nokkur ráð fyrir syrgjendur sem ættu að létta þeim raunirnar um jólin en það tímabil er allflestum þeirra einna erfiðast. Þau eru meðal annara: Einbeitið ykkur að því að gera það sem þið treystið ykkur til. Ekki hugsa um hvað þið „ættuð“ að gera. Veitið sjálfum ykkur leyfi til að gera ekki neitt. Þegar þið sem fjölskylda hafið ákveðið hvernig þið ætlið að haga hátíðunum látið þá aðra vita. Þegar jólin nálgast reynið þá að tjá einhverjum sem þið treystið tilfinningar ykkar, áhyggjur og þakklæti. Þiggið alla hjálp sem býðst. Frídagar verða oft til þess að tilfinning um missi margfaldast. Leyfið ykkur að finna fyrir þeim tilfinning- um sem koma. Hugsið fyrirfram hvernig þið ætlið að bregðast við þegar fólk óskar ykkur gleðilegra jóla. Ef til vill gerir það ykkur gott að þiggja matarboð hjá ættingjum eða vinum á hátíðunum. Ef þið ákveðið að halda matarboð heima hugleiðið þá hvort ástæða sé til að breyta aðeins út af venjunni, til dæmis hafa annað í matinn en venjulega. Hugleiðið að fækka jólakortum í ár. Það er ekki nauðsynlegt að senda kort, sérstaklega ekki fólkinu sem þið hittið um hátíðirnar. FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.