Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 81
FIMMTUDAGUR 15. desember 2005 57
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Með plötunni Jólaskraut vildu
útgefendurnir gera gömul og
góð jólalög af plötunum Jól alla
daga og Í hátíðarskapi aðgengileg
nýrri kynslóð Íslendinga án þess
endilega að reyna að slá þau út í
flottheitum. Vinsælir flytjendur
og skemmtikraftar voru fengnir
til að feta í fótspor Helgu Möller
og allra hinna og má vel una við
útkomuna.
Jónsi kemst vel frá hinu sígilda
Jól alla daga og einnig frá Gleði-
leg jól (allir saman), sem þó er
ekki næstum því eins skemmtilegt
lag. Heiða syngur Aðfangadags-
kvöld og Minn eini jólasveinn,
bæði gullfallega, og Birgitta nær
Heima um jólin mjög vel. Útgáfa
Nylon af Hátíðarskapi er einnig
ljúf og þægileg. Friðrik Örn sýnir
góða takta í Allt það sem ég óska
og sérstaklega í Ég verð heima um
jólin. Sannarlega góður söngvari
þar á ferð.
Helst fannst mér Sveppi ekki
passa inn í þetta einvalalið söngv-
ara. Þrátt fyrir að syngja lög sem
reyna lítið á takmarkað raddsviðið
þá er röddin hans því miður bara
svo langt frá því að vera hljóm-
fögur.
Jólaskraut er yfirhöfuð fín
jólaplata með eftirminnilegri
frammistöðu hjá Friðriki Ómari
og Heiðu. Þessi gripur á örugg-
lega eftir að koma fólki í réttu
stemninguna. Freyr Bjarnason
Vel heppnað jólaskraut
SVEPPI, NYLON, JÓNSI, HEIÐA, BIRGITTA
OG FRIÐRIK ÓMAR: JÓLASKRAUT
NIÐURSTAÐA:
Jólaskrautið á örugglega eftir að koma fólki í
réttu stemninguna mitt í allri jólaösinni. Friðrik
Örn stendur upp úr en fast á hæla hans kemur
Heiða. Sveppi hefði mátt missa sín.
Áttunda plata söngkonunnar Mary
J. Blige, The Breakthrough, kom
nýverið út. Platan hefur að geyma
sautján lög, þar á meðal dúett með
Bono þar sem þau taka U2-lagið
One. Einnig syngur Blige dúett
með Jay Z á plötunni.
Fyrsta plata Blige, What´s the
411, kom út fyrir þrettán árum.
Síðan hefur hún hlotið þrenn
Grammy-verðlaun og selt plötur
sínar í milljónum eintaka. Hefur
hún verið nefnd díva hiphop- og
sálartónlistarinnar í Bandaríkj-
unum. ■
Áttunda plata Mary J. Blige
MARY J. BLIGE
Söngkonan vinsæla hefur gefið út sína
áttundu plötu.
Ævintýrið um Augastein er að
sjálfsögðu sýnt í Tjarnarbíói
en ekki í Þjóðleikhúsinu eins og
ranglega var fullyrt hér í Frétta-
blaðinu í gær. Ævintýrið verður
sýnt klukkan 16 í dag, klukkan 17
á laugardag og klukkan 14 og 16 á
sunnudag. Þetta verða einu sýn-
ingarnar í ár. Nánari upplýsingar
má fá á vefsíðu leikfélagsins Á
senunni, www.senan.is.
Leiðrétting
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI