Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 15. desember 2005
Húsgögn og gjafavara
Skeifan 3A við hlið
Atlantsolíu 108 Reykjavík
Sími: 517 3600 • Fax: 517 3604
mylogo@mmedia.is
www.local1.is
20% afsláttur
af öllum ljósum og
gjafavörum fram til jóla
Víst fylgir það jólum þörfin
að hafa allt skínandi hreint á
heimilinu.
Ætlir þú að gera hreint fyrir jólin
er ekki seinna vænna að hefjast
handa. Þá er um að gera að ganga
skipulega til verks og virkja alla á
heimilinu.
Best er að skipta heimilinu upp
í hluta og gera hreingerninguna á
nokkrum dögum.
Byrjaðu á þeim hluta heimil-
isins sem kámugir litlir fingur
eyða síður stundum og endaðu
á barnaherbergjunum nokkrum
dögum fyrir jól. Geymdu eitt her-
bergi eða svæði á heimilinu sem
getur verið birgðastöð fyrir drasl
fram að jólum. Þar inni má geyma
pappakassa og þar má dreifa
glimmeri yfir pakka en hvergi
annars staðar. Þetta herbergi er
svo þrifið síðast.
Ef þú ert komin(n) í tímaþröng
skaltu sleppa því að þrífa skápa að
innanverðu. Komist þú upp með
að þurfa ekki að horfa á óhrein-
indin á aðfangadag þá geta þau
þrif beðið. Gleymdu samt ekki
silfrinu í borðstofuskápnum sem
væntanlega þarf að pússa.
Umfram allt skaltu ekki fara
offari. Jólin verða alveg jafn góð
þó svo að nokkur rykkorn leynist
hér og þar.
Jólahrein-
gerningin
Hátíðarskapið kemur með
fallegu skrauti, góðri tónlist og
ljúfum jólailmi.
Þó svo að heimilið sé alskreytt og
jólatónar hljómi úr útvarpinu þá
getur stundum vantað upp á jóla-
skapið. Þá grípa margir til þess að
baka og fylla húsið af jólalegum
ilmi. Samt er hægt að fá jólalega
lykt án þess að þurfa að leggjast í
stórbakstur. Klassíska ráðið er að
stinga negulnöglum í mandarínu
og dreifa um húsið. Annað ráð og
ilmríkara er að setja negulnaglana
í skál sem þolir vel hita og setja
skálina yfir kerti. Innan skamms
leitar ilmurinn út um allt. Einnig
er lítið mál að skera niður nokkra
eplabáta og hita á pönnu með kanil,
bragðast vel og ilmar vel.
Ilmurinn úr
eldhúsinu...
Alíslensk glös með þjóðlegum
myndum eru meðal nýjunga á
markaðnum.
Nýju glösin sem ganga undir nafn-
inu Fjölskyldan mín eru sköpuð til
að brjóta upp hversdagsleikann
á heimilinu, að sögn hönnuðanna,
Ingibjargar Hönnu Bjarnadótt-
ur og Dagnýjar Kristjánsdóttur.
Myndirnar minna á fortíðina,
sveitina, húsdýrin og þjóðbúning-
ana. „Við vildum huga að þeim
rótum sem þjóðin er sprottin úr,“
segja listakonurnar ungu. Saman
skipa þær hönnunarfyrirtækið
Stella sem sérhæfir sig í grafík á
gler og postulín. Glösin frá Stella
þola uppþvottavélar.
Fjölskyldan mín
Glösin eru skreytt þjóðlegum myndum og
umbúðirnar minna á íslenska torfbæinn.
Lítið mál er að gefa heimilinu góðan ilm án
þess að þurfa að demba sér í jólabakstur.