Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 15.12.2005, Blaðsíða 81
FIMMTUDAGUR 15. desember 2005 57 [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Með plötunni Jólaskraut vildu útgefendurnir gera gömul og góð jólalög af plötunum Jól alla daga og Í hátíðarskapi aðgengileg nýrri kynslóð Íslendinga án þess endilega að reyna að slá þau út í flottheitum. Vinsælir flytjendur og skemmtikraftar voru fengnir til að feta í fótspor Helgu Möller og allra hinna og má vel una við útkomuna. Jónsi kemst vel frá hinu sígilda Jól alla daga og einnig frá Gleði- leg jól (allir saman), sem þó er ekki næstum því eins skemmtilegt lag. Heiða syngur Aðfangadags- kvöld og Minn eini jólasveinn, bæði gullfallega, og Birgitta nær Heima um jólin mjög vel. Útgáfa Nylon af Hátíðarskapi er einnig ljúf og þægileg. Friðrik Örn sýnir góða takta í Allt það sem ég óska og sérstaklega í Ég verð heima um jólin. Sannarlega góður söngvari þar á ferð. Helst fannst mér Sveppi ekki passa inn í þetta einvalalið söngv- ara. Þrátt fyrir að syngja lög sem reyna lítið á takmarkað raddsviðið þá er röddin hans því miður bara svo langt frá því að vera hljóm- fögur. Jólaskraut er yfirhöfuð fín jólaplata með eftirminnilegri frammistöðu hjá Friðriki Ómari og Heiðu. Þessi gripur á örugg- lega eftir að koma fólki í réttu stemninguna. Freyr Bjarnason Vel heppnað jólaskraut SVEPPI, NYLON, JÓNSI, HEIÐA, BIRGITTA OG FRIÐRIK ÓMAR: JÓLASKRAUT NIÐURSTAÐA: Jólaskrautið á örugglega eftir að koma fólki í réttu stemninguna mitt í allri jólaösinni. Friðrik Örn stendur upp úr en fast á hæla hans kemur Heiða. Sveppi hefði mátt missa sín. Áttunda plata söngkonunnar Mary J. Blige, The Breakthrough, kom nýverið út. Platan hefur að geyma sautján lög, þar á meðal dúett með Bono þar sem þau taka U2-lagið One. Einnig syngur Blige dúett með Jay Z á plötunni. Fyrsta plata Blige, What´s the 411, kom út fyrir þrettán árum. Síðan hefur hún hlotið þrenn Grammy-verðlaun og selt plötur sínar í milljónum eintaka. Hefur hún verið nefnd díva hiphop- og sálartónlistarinnar í Bandaríkj- unum. ■ Áttunda plata Mary J. Blige MARY J. BLIGE Söngkonan vinsæla hefur gefið út sína áttundu plötu. Ævintýrið um Augastein er að sjálfsögðu sýnt í Tjarnarbíói en ekki í Þjóðleikhúsinu eins og ranglega var fullyrt hér í Frétta- blaðinu í gær. Ævintýrið verður sýnt klukkan 16 í dag, klukkan 17 á laugardag og klukkan 14 og 16 á sunnudag. Þetta verða einu sýn- ingarnar í ár. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu leikfélagsins Á senunni, www.senan.is. Leiðrétting 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.