Fréttablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 16
BELGRAD, AP Dómstóll í Belgrad
dæmdi á mánudaginn fjórtán
Serba í fangelsi fyrir stríðsglæpi
í stríðinu á Balkanskaga árið
1991.
Serbarnir eru sakaðir um
að hafa myrt um 200 króatíska
stríðsfanga. Átta Serbanna fengu
hámarksdóm, eða tuttugu ár í
fangelsi. Hinir fengu dóma á bil-
inu fimm til fimmtán ár.
Dómurinn þykir sögulegur
þar sem réttarhöldin voru talin
prófsteinn á hvort serbneska
réttarkerfið gæti tekið á voða-
verkum sem framin voru í þessu
hörmulega stríði. ■
Sögulegur dómur yfir stríðsglæpamönnum í Serbíu:
Fjórtán í fangelsi
Beint flug til hinnar fögru miðaldaborgar
Beint flug: Pétursborg í Rússlandi eða Tallinn í Eistlandi. Páskar í apríl 2006.
Frá Akureyri og Keflavík. Hin stórkostlega Pétursborg í Rússlandi eða miðaldaborgin
Tallinn í Eistlandi. Flogið beint til Tallinn og keyrt þaðan til Pétursborgar.
Tallinn
Tallinn hefur breyst í nútímaborg með alþjóðlegu yfirbragði á síðustu 10 árum.
Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar
og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingar frá 11-15 öld. Þá setja
markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimsminjalista
UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Í Tallinn er hægt að gera
góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlífið
fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni
Pétursborg
Pétursborg er borg mikilfengleika og glæsileika, borg með glæsta fortíð, einskonar
minnismerki um liðna tíð. Borgin hefur verið kölluð Feneyjar norðursins vegna
margra síkja sem í henni eru. Rúmlega þrjá aldir eru liðnar síðan Pétur mikli byrjaði
á því að reisa þessa stórkostlegu borg. Borgin hefur einhverjar fallegustu byggingar
Evrópu. Fyrir áhugafólk um sögu og menningu er Pétursborg gullnáma.
Frá Keflavík: Pétursborg Tallinn
8-15. apríl uppselt uppselt
15-20. apríl 59.050 kr. 57.500 kr.
Pétursborg í Rússlandi
eða Tallinn í Eistlandi
Beint flug:
Frá Akureyri: Pétursborg Tallinn
12-16. apríl 57.700 kr. 55.500 kr.
13-17. apríl uppselt uppselt
Innifalið: Flug, skattar, hótel, rúta og íslenskur fararstjóri
16 15. desember 2005 FIMMTUDAGUR
ÆTTINGJA MINNST Ástvinir Króatanna
stóðu fyrir utan dómsalinn og héldu á
myndum af ástvinum sínum. MYND/AP
NAUTAKJÖT Verð á ungnautakjöti
hefur hækkað í ár miðað við sama
tíma í fyrra, heldur meira þó í
heildsölu en til neytenda. Slát-
urleyfishafar greiddu bændum
345 krónur á kílóið í desember
í fyrra en greiða nú 400 krónur
fyrir kílóið. Ungnautakjöt kostar
nú 1.298 krónur kílóið en kostaði
1.149 krónur í fyrra hjá Ferskum
kjötvörum.
Í Fréttablaðinu í gær kom
fram að skortur væri á innlendu
nautakjöti og að stórir söluaðil-
ar ættu ekki nautakjöt í hakk og
hamborgara. Snorri Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands kúabænda, segir að aukin
samkeppni og eftirspurn sé eftir
nautakjöti. Salan hafi aukist um
1,9 prósent á síðustu tólf mánuð-
um. Kúabændur hafi framleitt
3.600 tonn af nautgripakjöti síð-
ustu tólf mánuði og það sé 1,5
prósenta aukning frá fyrra ári.
„Þetta er nánast einsdæmi
í aukningu á nautakjöti,“ segir
hann og telur fráleitt að skyr-
drykkja valdi skorti á nautakjöti.
„Við myndum ekki geta aukið
framleiðsluna ef við værum á
sama tíma að halda í gripi vegna
skyrsölunnar en það er góð kenn-
ing. Það er mikil eftirspurn eftir
skyndibita. Íslenska þjóðin er að
flýta sér og skyndibitastaðirnir
koma sér fyrir víða. Nautakjötið
kemur þar sterkt inn og við kapp-
kostum að framleiða allt sem við
getum fyrir fólkið í landinu.“
- ghs
Eftirspurn eftir ungnautakjöti hefur aukist :
Verð hefur hækkað
SNORRI SIGURÐSSON Eftirspurn eftir nauta-
kjöti hefur aukist gríðarlega á síðustu tólf
mánuðum og er kannski þess vegna víða
skortur. Snorri Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands kúabænda, segir
framleiðsluna hafa aukist um 1,5 prósent
á einu ári.