Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 8

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 8
Laugardagur 24. desember 2005, Hellisheiði. Fyrstu jólin haldin í bústaðnum. Isuzu D-Max, Crew Cab (4 dyra), sjálfskiptur, 3.0 l. dísil. Fáir bílar hafa sannað sig eins vel við íslenskar aðstæð- ur og Isuzu. Þessi sterki og þrautseigi bíll er nú kominn í nýjan og glæsilegan búning. Hann vekur athygli hvert sem hann fer en virðist alltaf passa inn í umhverfi sitt, sama hversu gróft það er. D-Max var valinn Pick-up ársins 2005 af “4x4 Magazine” og hlaut gullverðlaun tímaritsins “What Van” 2004. Komdu til okkar og kynnstu nýjum Isuzu D-MAX. Staðalbúnaður í D-MAX: Vökva- og veltistýri, tveir öryggisloftpúðar, rafdrifnar rúður, útvarp og geislaspilari, snúningshraðamælir, samlæstar hurðir með fjarstýringu, stokkur á milli framsæta, höfuðpúðar í aftursæti, fimm þriggja punkta bílbelti, loftkæling, ABS hemlakerfi, álfelgur, brettakantar, kastarar í framstuðara, leðurklætt stýrishjól, rafstýrðir útispeglar. �������������� ����������� ��������� � ������������ ��������������������� �������� www.jpv.is ������������� ����� framúrskarandi vel úr garði gerð,������������ �������������� augnayndi frá einni síðu til annarrar� ���������������������������� ������������������� ���������� ������������������������������ ������������������������������� �… verulegur fengur að þessari miklu bók.� � ��������������������������� ���������� 18. desember 2005 SUNNUDAGUR MENNTAMÁL Menntaráð Reykja- víkurborgar hefur ákveðið að auka fjárveitingar Þróunarsjóðs til nýsköpunar- og þróunarverkefna í skólum borgarinnar um þrjátíu milljónir króna. Styrkjafé menntaráðs hækkar því úr um 45 milljónum króna í 75 milljónir. Við úthlutun styrkja verður lögð sérstök áhersla á nokkur mál sem menntaráð hefur ákveðið. Á grunnskólastigi er auglýst sérstaklega eftir verkefnum sem varða þróun á fleiri verkefnum fyrir bráðgerð börn við þeirra hæfi, þróun á tungumálakennslu fyrir börn á leikskólastigi og þróun á verkefnum þar sem kenn- arar sem hafa náð góðum árangri í starfi, svokallaðir forystukenn- arar, geti miðlað reynslu sinni og þekkingu til annarra skóla. Styrkjum verður úthlutað á leikskólastigi sérstaklega til verk- efna sem lúta að fjölmenningu og þróunarvinnu sem leiðir til aukins samstarfs á milli leik- og grunnskóla. Stefán J. Hafstein, formaður menntaráðs, segir hækkunina endurspegla þann vilja ráðsins að hvetja kennara og skólastjórn- endur til að auka fjölbreytni og nýsköpun í skólastarfinu. - æþe Menntaráð Reykjavíkurborgar leggur til þrjátíu milljónir: Nýsköpunarverkefni styrkt STEFÁN J. HAFSTEIN Er formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. ATVINNULÍF „Okkur er gert að senda trúnaðarupplýsingar til Bænda- samtakanna en þar sitja menn frá Mjólkursamsölunni og Osta- og smjörsölunni, sem eru okkar keppi- nautar á markaðnum,“ segir Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, en fyrirtækið hefur mót- mælt reglum um meðferð trúnaðar- upplýsinga í íslenskum mjólkuriðn- aði. Telja þeir víst að lögin stangist á við eðlilega viðskiptahætti og samkeppnislög. Ólafur segist hafa rætt þetta við Guðna Ágústsson landbúnað- arráðherra og hann hafi beðið um formlegt bréf þess efnis. „Það er alveg með ólíkindum hvað þessi lög eru úr sér gengin og víðáttu- vitlaus. Að við sem einkafyrirtæki og það eina í mjólkuriðnaði sé gert að upplýsa andstæðinga okkar um trúnaðarupplýsingar og sölutölur um fyrirtækið er alveg glórulaust með öllu.“ Ólafur segir ennfremur að Mjólka muni ekki greiða svokallað verðtilfærslu og verðmiðlunargjald sem kveðið er á í búvörulögum að lagt skuli á hvern lítra mjólkur. „Að sama skapi er það barn síns tíma vegna þess að við erum einkafyrir- tæki og fáum ekki krónu úr þessum sjóðum. Greiðum við þá erum við í raun að niðurgreiða rekstur sam- keppnisaðila okkar og það er fjarri lagi að við tökum þátt í því. Við munum ekki greiða þetta gjald og fara alla leið fyrir dómstóla ef þess gerist þörf.“ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að málið verði tekið til athugunar í ráðuneytinu. „Við munum fara yfir þetta erindi og skoða lögfræðilega hvort ástæða sé til breytinga á reglum,“ segir Guðni. „Ég hef þó ekki mikla trú á því að til þess þurfi að koma.“ Guðni segir Bændasamtökin hafa ákveðið aðhald og upplýsingaöflun með höndum. „Ég sé ekki að það eigi að þurfa valda vandræðum,“ segir Guðni. Hann kveðst ennfrem- ur ekki sjá að halda þurfi upplýs- ingum sem um ræðir leyndum. albert@frettabladid.is Trúnaðarupplýsingar til samkeppnisaðila Lög skylda einkafyrirtækið Mjólku til að láta af hendi trúnaðarupplýsingar til Bændasamtakanna en þar sitja meðal annars aðilar frá helstu keppinautum þeirra. Landbúnaðarráðherra telur ekki að til breytinga þurfi að koma. FRAMKVÆMDASTJÓRI MJÓLKU Ólafur M. Magnússon undrast reglur þær er í gildi eru í mjólkuriðnaðnum. Flestar séu þær barn síns tíma og ekki sé gert ráð fyrir einkaaðilum á þeim markaði eins og staðan sé í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.