Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 26

Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 26
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR BT Smáralind kl. 15-16 BT kringlan kl. 16-17 BT Kringlan kl. 17-18 BT Smáralind kl. 18-19 Hljómar betur! 1.899 2.999 Sumt fólk er þannig að það er hreinlega mannbætandi að tala við það. Þannig er það með Kristbjörgu Krist- mundsdóttur, jurtagræðara og jógakennara. Af hennar fundi fer maður allur léttari og bjartsýnni á lífið og tilveruna. Hún vinnur enda við að gefa af sér og létta samferðafólki sínu gönguna um lífsins refilstigu. Við hittumst á Kaffi Hljómalind á horni Laugavegar og Klappar- stígs. Þetta er lítið og heimilslegt kaffihús í eldgömlu íbúðarhúsi þar sem allt er með gömlu sniði, innréttingar og húsmunir; það liggur við að maður hafi það á tilfinningunni að vera kominn í heimsókn til eldgamallar frænku, já eða frænda. Gestirnir eru hins vegar ekki mjög gamlir; obbinn af þeim ungt fólk; margt með fartölvuna uppi við á vafri um veröldina. Innri eldmóður Hljómalind er lífrænt kaffihús, þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Það smellpassar við Kristbjörgu, sem lifir í nánara samneyti við náttúruna en vel flestir og hefur gert frá barnsaldri. Hún er fín- gerð, alúðleg kona með hlýlega nærveru og lætur ekki mikið fyrir sér fara. Þegar hún fer hins vegar að tala um hugðarefni sín, geislar hún af einhverum innri eldmóð og talar þá eiginlega með öllum líkamanum. Þá ljóma augun og lífsgleðin leynir sér ekki. Hún afþakkar kaffi en þiggur engifer- drykk. Hvað annað? Jurtirnar kalla á hana Í meira en tvo áratugi hefur Krist- björg fengist við að búa til og selja blómadropa sem hún kallar nú íslenska náttúrudropa enda vinn- ur hún þá úr íslenskum jurtum. Og í raun er það ekki hún sem leit- ar jurtirnar uppi heldur kalla jurt- irnar á hana, segir hún. „Oft veit ég ekki nákvæmlega hvað ég er að fara að gera,“ útskýrir hún skæl- brosandi og viðurkennir að þetta hljómi kannski undarlega í eyrum fólks. „Svo er bara eitthvað sem kallar á mig, það getur verið fjall eða jökull eða bara einhver staður og þá fer ég þangað og finn alltaf eitthvað sem ég get notað. Það er bara eins og náttúran togi í mig,“ bætir hún við og fórnar höndum í vanmætti við að reyna að útskýra þetta flókna samband. Eins og að vera ástfangin Ég kemst ekki hjá því að spyrja hvernig það sé að vera í svona nánu sambandi við náttúruna. „Þetta er bara eins og að vera ástfangin,“ svarar hún að bragði skellihlæjandi og hláturinn er smitandi. Svo verður hún alvar- legri á svip. „Þetta er eitthvað sem gerist innra með manni, maður fyllist af orku og hugurinn snýst bara um þetta. Og þá get ég ekki verið í Reykjavík, heldur verð ég að fara og hitta fjöllin og jöklana. Bara verð.“ Og hún lýsir því hvernig hún flækist oft um á sumrin, helst fjarri mannabyggðum, og sefur iðulega úti undir beru lofti í góðum svefnpoka. Nær náttúrunni er vart hægt að komast. Hefur sterka skynjun Hún segist oft hafa setið úti í nátt- úrunni þegar hún var yngri og spjallað við blómálfa, dísir og alls kyns verur. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væru ekki sýnilegar verur,“ segir hún og augnaráðið verður eilítið fjarrænt þegar hún rifjar þetta upp. „Ég lærði hins vegar fljótt að tala ekki mikið um þetta því þetta þótti ekki alveg í lagi,“ bætir hún við sposk á svip. Hún vill ekki viðurkenna að þetta sé einhvers konar skyggni- gáfa; það að vera skyggn geti þýtt svo margt að hennar viti. „Þú getur séð og þú getur heyrt og þú getur skynjað og ég hef alltaf haft mjög sterka skynjun,“ útskýrir hún. Ákvörðunin vísar veginn Auk þess að búa til náttúrudropa hefur Kristbjörg kennt jóga í fjöldamörg ár; er lærður Kripalu- jóga kennari frá í Bandaríkjunum, fór síðar í framhaldsnám til Ind- lands 1994 og kynnti sér þarlend jógafræði. Hún ákvað þó í haust að taka U-beygju eins og hún kall- ar það, taka sér frí frá jógakennsl- unni og helga sig náttúrudropun- um og fyrirtækinu kringum þá, en það heitir einfaldlega eftir henni: Kristbjörg Elí ehf. Hún segir raunar að jurtirn- ar hafi kallað á sig að gera þetta, hjálpað sér að taka þessa ákvörð- un. „Það er svo merkilegt með svona ákvarðanir sem maður er búinn að velta lengi fyrir sér, að þegar maður tekur ákvörðunina að þá er eins og hún vísi manni veginn. Þannig að það versta sem maður gerir er að taka ekki ákvörðun“, segir hún og brosir sannfærandi. Skaparinn og sköpunarverkið En það er fleira sem hjálpar henni á lífsins leið en náttúran og innri skynjun. Hún finnur sterkt fyrir návist almættisins og telur sig trúaða á sinn hátt. „Ég er mjög trúuð,“ segir hún af einlægni, „en ekki í kirkjulegum skilningi,“ bætir hún við hugsi. „Í mínum augum er aðeins einn guð, við köllum hann mismunandi nöfnum, við dýrkum hann á mismunandi hátt, en hann birtir sömu lögmálin alls staðar. Hann er skaparinn og við erum sköpunarverkið. Þetta er einhver æðri kraftur sem við skynjum og útskýrum á mismunandi hátt.“ Almættið leysir vandann Kristbjörg biður daglega til almættisins um hjálp og leiðsögn og er ekki í minnsta vafa um að á hana sé hlustað. Sem dæmi nefnir hún að fyrir nokkru tókst henni að koma náttúrudropunum sínum í nokkrar heilsuverslanir vestur í Kaliforníu. „Ég er í útrás eins og hinir bissnessmennirn- ir,“ segir hún hlæjandi. Og til þess að koma þessu í kring þurfti hún heldur betur að leysa ýmsar þrautir. „Ég vaknaði í marga daga að morgni og þurfti að leysa eitthvert vandamál fyrir klukkan tvö, og ég vissi ekkert hvernig ég átti að fara að því. Og eina leiðin sem ég sá var að leggjast á hnén og biðja algóðan guð að leiðbeina mér,“ segir hún brosandi út að eyrum því það brást ekki að fyrir klukkan tvö var lausnin komin. Og svona leystust vandamálin hvert af öðru á hverjum degi í öllu þessu ferli. Ekki gleyma að anda Senn líður að jólum og framundan er líklega einhver mesta annavika ársins; ofan á dagleg störf er fólk á þönum að undirbúa hátíðarn- ar. Því er ekki úr vegi að spyrja Kristbjörgu um góð ráð til að tak- ast á við stressið. „Það er auðvitað fyrst og fremst að hafa Lífsbjörg- ina alltaf í vasanum,“ segir hún og hlær sínum innilega hlátri. „Lífsbjörgin er svona skyndi- hjálpar blómadropar, sem hægt er að grípa til þegar mikið liggur við og þá eru settir þrír dropar undir tunguna og það svo endurtekið af og til þangað til það versta er gengið yfir,“ útskýrir hún. „Síðan er að anda, þegar við erum spennt þá gleymum við oft að anda; það er bara að draga andann djúpt að sér,“ og hún sýnir mér þetta með leikrænum tilburðum, „og svo anda frá sér spennunni. Anda að sér ró og anda frá sér spennu.“ Ég er ekki frá því að þetta svín- virki og kveð Kristbjörgu með þökkum fyrir skemmtilega og fræðandi stund. Náttúran togar í mig > SUNNUDAGUR MEÐ SIGURÐI ÞÓR Í mínum augum er að- eins einn guð, við köllum hann mismunandi nöfn- um, við dýrkum hann á mismunandi hátt, en hann birtir sömu lögmál- in alls staðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.