Fréttablaðið - 18.12.2005, Síða 34
18. desember 2005 SUNNUDAGUR34
Árbæjarútibú flytur
Opnum nýtt og glæsilegt útibú að Kletthálsi 1
þann 19. desember.
410 4000 | landsbanki.is
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
07
03
12
/2
00
5
Það skúffuskáld sem að þessu
sinni mun opna hirslur sínar fyrir
lesendur Fréttablaðsins er Bjarki
Bjarnason frá Hvirfli í Mosfels-
dal. Hann er framhaldsskólakenn-
ari og söguritari en nýlega kom út
bók hans og Magnúsar Guðmunds-
sonar sagnfræðings um Mosfells-
bæ, þar sem saga byggðar þar í
sveit er rakin. Bjarki er hverri
þúfu kunnugur þar um slóðir
enda hefur hann leiðsagt fólki um
heimahaga sína um alllangt skeið.
„Ég varð snemma skúffuskáld,“
segir Bjarki íbygginn. „Orti um allt
og ekki neitt, nokkurs konar einnota
vísur sem voru fluttar við ákveðin
tækifæri en síðan stungið niður í
skúffu. Til dæmis er hér ein limra
sem fengið hefur sinn stað í skúff-
unni en hún á sér þá forsögu að ég
kynntist eitt sinn konu sem átti
útungunarvél og einhver hafði á
orði að hún væri „að hanna hænur“:
Konan hún rekur kjúklingabú
og kann sko til verka,
sú eðla frú.
Nú hannar hún hænu
og hanana vænu,
svo étum við hana og
hana-na-nú!“
Um 1980 lá leið Bjarka í Íþrótta-
kennaraskólann á Laugarvatni
en þar fundust þá fyrir nokkrir
hagmæltir piltar sem hann komst
í andlegt samband við. „Við kváð-
umst á allan veturinn og ortum
vísur á milli þess að við stungum
okkur kollhnís og syntum bringu-
sund,“ útskýrir skúffuskáldið. „Í
skólanum var kynjaskipt heima-
vist, stúlkur bjuggu á annari hæð-
inni en piltar á hinni. Skólayfirvöld
tóku treglega í að blanda karla- og
kvennavistum saman og þá var ort:
Kvöl er að mega ei kvenna
njóta
er kvölda tekur og vindar
þjóta.
En æðstu boðorð má ei brjóta
þótt bólgni scrotum milli fóta.“
Mikil menningarverðmæti lágu
eftir þessa skáldhneigðu pilta á
Laugarvatni og reyndu menning-
arfrömuðir að varðveita þau um
aldur og ævi. „Þetta var tekið
saman síðar í ljóðakverið T-gínu
sem gefið var út af fyrirtækinu
Molaprenti. Það er nú orðið fágætt
og aðeins til á betri bæjum,“ segir
Bjarki stoltur.
En áfram hélt skáldagyðjan að
blása Bjarka brag í brjóst við hin
ýmsu tækifæri og þegar skondin
þjóðfélagsmál skutu upp kollin-
um gat skúffuskáldið ekki orða
bundist. „Árið 1988 gerðist sá ein-
kennilegi atburður í Reykjavík að
brjóstmynd Tómasar Guðmunds-
sonar skálds hvarf af stalli sínum
í Austurstræti. Málið þótti allt hið
torkennilegasta í fyrstu en síðan
kom á daginn að einhverjir gleði-
menn höfðu numið höfuð skáldsins
á brott og haft það heim með sér í
teiti. Ég orti í orðastað þeirra:
Nóttin ljúf og hausinn laus,
líflegt er mitt brúsabús.
Tómas þarf að taka á bak,
Tommi er fús að fara í hús.
Eftir þetta var borgarskáldið
útlægt gert úr Reykjavík og höfði
Tómasar komið fyrir á bernsku-
slóðum hans austur í Grímsnesi.“
Brotið var blað á ferli skúffu-
skáldsins þegar hann ákvað að
gefa út ljóðabókina Fjörbrot fyrir
rúmum áratug. Ekki sveik hann
aðeins skúffuna um ljóðin heldur
sneri hann einnig baki við brag-
fræðinni. Bjarki þylur úr bókinni
og verður alvarlegri ásýndar:“
sagt er
að hjartað sé á stærð
við hnefa eigandans
sumir læra aldrei
að kreppa hnefann
þeir hafa stórt hjarta
sem vill springa
og blæða út...
---
kanntu að kreppa
hnefann þinn
elsku hjartans
vinurinn?
Þegar Bjarki er kominn í þennan
ham verður ekki aftur snúið. Hann
fer að tala um skáldin sem eru
honum hugleikin og berast böndin
að Snorra Hjartarsyni. „Ævistarf
hans á ljóðasviðinu kemst fyrir
í einni náttborðsskúffu elleg-
ar hanskahólfi eða eigum við að
segja hjartahólfi?“ spyr Bjarki og
virðast nú kennarinn og skáldið
komnir upp í honum. „Snorri er
feikilega fágaður ljóðasmiður og
átti á sínum tíma þátt í að endur-
skapa ljóðformið sem lent hafði í
nokkrum ógöngum. Ein af perlum
hans heitir Kvöld og er svona:
Á grunnsævi kvölds
flæðir gullinn straumur
um þéttriðin net
nakinna trjánna
og fyllir þau ljóskvikum fiskum
Bráðum kemur rökkrið
undir brúnum seglum
og vitjar um aflann
Við skiljum við skúffuskáldið en
ljóst er að skáldskapurinn vellur
um Bjarka frá hvirfli til ilja.
Konan með
útungunarvélina
SKÚFFUSKÁLDIÐ } BJARKI BJARNASON FRÁ HVIRFLI Í MOSFELSDAL