Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 39

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 39
ATVINNA SUNNUDAGUR 18. desember 2005 3 Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is Frá leikskólum Kópavogs Eftirfarandi stöður eru lausar við leikskóla Kópavogs, nú þegar eða um áramót. Um er að ræða heilar stöður og hluta stöður. • Álfatún: Leikskólakennari og starfsmaður í eldhús • Dalur: Deildarstjóri og leikskólakennari • Núpur: Matráður og leikskólakennari • Rjúpnahæð: Deildarstjóri, leikskóla- kennari og þroskaþjálfi • Grænatún: Sérkennslustjóri • Urðarhóll: Sérkennslustjóri • Kópasteinn: Leikskólakennari • Smárahvammur: Leikskólakennari v/ sérkennslu • Efstihjalli: Leikskólakennari og leik- skólakennari v/ sérkennslu • Álfaheiði: Leikskólakennari • Fífusalir: Deildarstjóri og leikskóla- kennari • Arnarsmári: Leikskólakennari • Fagrabrekka: Sérkennslustjóri Upplýsingar um leikskólana er að finna á heima- síðu Kópavogs www.kopavogur.is en þar er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð ( Job.is). Nánari upplýsingar um stöðurnar veita leik- skólastjórar viðkomandi leikskóla. Fáist ekki leikskólakennarar í störfin verða ráðnir starfsmenn með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendur. Fræðsluskrifstofa Kópavogs Áhugaverð störf í boði Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Þjónustu- og rekstrarsvið fer með þjónustu, innkaupamál, upplýsinga- tækni og rekstur. Nýstofnaðar þjónustumiðstöðvar í hverfum heyra undir sviðið, innkaupa- og rekstrarskrifstofa, skrifstofa þjónustu- og upplýsingatækni, upplýsingatæknimiðstöð og símaver. Sjúkraliði / starfsmaður vanur umönnun Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarður óskar eftir sjúkraliða eða starfsmanni vönum umönnun í 62,5% starf á dagdeild aldraðra Þorrasel, Þorragötu 3. Í starfinu felst öll almenn þjónusta við gesti dagdeildarinnar. Vinnutími er frá kl. 09.00 til 14.00 virka daga. Þorrasel er dagdeild fyrir 40 aldraða einstaklinga þar sem fram fer skapandi og skemmtileg starfsemi. Góð vinnuaðstaða í fallegu umhverfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veita: Droplaug Guðnadóttir í síma 562 2571, netfang: droplaug.gudnadottir@reykjavik.is og Björg Einarsdóttir í síma 561 2828, netfang: bjorg.einarsdottir@reykjavik.is ÞJÓNUSTU- OG REKSTRARSVIÐ Orkuveita Reykjavíkur er sjálfstætt þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri vistvænni orku sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur tekur mið af skynsamlegri nýtingu orkulinda og fyrirtækið er til fyrirmyndar í umgengni á eigin umráðasvæðum og vinnur þar að uppgræðslu lands og friðun dýralífs. Það er stefna Orkuveitu Reykja- víkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Orkuveita Reykjavíkur óskar að ráða öflugan einstakling í stöðu deildarstjóra í Áætlanadeild Framleiðslusviðs. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 3 07 25 12 /2 00 5 Í deildinni starfa verk- og tæknifræðingar, sem hafa sérþekkingu á búnaði og tækjum hluta þeirra veitna sem tilheyra Framleiðslusviði. Þeir annast fjárhagsáætlanagerð, skipuleggja verkefni og stýra þeim. Þeir eru tæknilegir samstarfsmenn rekstrarmanna við úrlausn ýmissa verkefna, t.d. vélbúnaðar, rafmagns og stýrivéla. Starfsmenn deildarinnar hafa frumkvæði að framtíðarþróun kerfa Framleiðslusviðs með skipulagningu fjárfestinga, sem leiða til hagkvæmari og betri rekstrar og til að mæta þörfum viðskiptavina sem best. Deildarstjóri þarf að hafa háskólamenntun í véla- eða rafmagnsverkfræði eða sambærilega menntun. Hann þarf að hafa reynslu í stjórnun. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi eru mikilvæg og þar sem deildarstjórinn þarf að hafa samskipti við marga, bæði innan Orkuveitunnar og utan, eru samskiptahæfileikar dýrmætir. Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hafa Helga Jónsdóttir (helga@img.is) og Sigrún Ýr Árnadóttir (sigrun@img.is) hjá Mannafli-Liðsauka. Umsóknarfrestur er til og með 22. desember. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að leggja inn umsókn á heimasíðu Mannafls-Liðsauka: www.mannafl.is og sendið jafnframt ferilskrá og yfirlit yfir umsagnaraðila. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum svarað. Öflugur stjórnandi Starfs- og ábyrgðarsvið: Menntunar- og hæfniskröfur:

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.