Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 44
Atlir Freyr Steinþórsson, þulur og dagskrárgerðar- maður á Rás 1, mun vera á vakt í útvarpinu um jólin. Þar mun hann gegna því geysimikilvæga hlutverki að óska landsmönnum gleði- legra jóla. Atli segir að ástæða þess að hann hafi verið feng- inn til þess að gegna þessu starfi hafi einfaldlega verið sú að hann átti þessa vakt. Hann segist ekkert hafa reynt að koma sér undan þeirri skyldu. ,,Alls ekki, það er mjög gaman að fá að taka þátt í því að skapa jólahald. Jólaklukkurnar, jólakveðjan og síðan mess- an eru ákveðnar hefðir sem er gaman að skrifa sig inn í. Mér finnst þetta því bara frábært,“ segir Atli glaður í bragði. Hann segir að fjölskyld- an sín hafi tekið ágætlega í þetta og gert ýmsar ráð- stafanir eins og að koma með jólamatinn til hans. ,,Síðan verður ekkert úr því en mér skilst að það sé hlaðborð þarna. Ég hélt líka alltaf að þulurinn væri eini maðurinn á öllu Íslandi sem væri að vinna. Ég hélt að ég yrði eins og kallinn með skeggið sem sat einn uppi á fjallstindi í Ástríki og þrautunum tólf. Svo er það bara bull, því það verður fullt af tæknimönnum, hús- vörðum og fleirum í húsinu. Það verður fámennt en góð- mennt,“ segir Atli gallvask- ur. Atli hefur verið að vinna uppi á RÚV síðan í sumar og kallar sig því örverpið í þulaflokknum. Hér á árum áður var það Jóhannes Ara- son sem sá um þetta mikil- væga starf og finnst Atla merkilegt að fá að gegna því sama starfi. ,,Það er ótrúlega merkilegt að vinna með öllu þessu góða fólki. Ragnheiður Ásta hefur til dæmis unnið hér heila mannsævi, síðan 1961,“ segir Atli en hann er ein- ungis 21 árs gamall. ,,Mér finnst ótrúlega gaman að heyra Ragnheiði ausa úr viskubrunni sínum.“ Atli hefur mikinn áhuga á fjölmiðlum og útvarpi og ætlar sér að halda áfram að starfa á þeim vettvangi. Hann segist vel geta hugsað sér að stimpla sig inn í huga landsmanna sem þulurinn sem óskar landsmönnum gleðilegra jóla klukkan 18 á aðfangadagskvöldi. ,,Það væri ekkert verra. Eigum við ekki að segja að það sé svona langtímamarkmið,“ segir Atli jólaþulur að lokum. steinthor@frettabladid.is Verður jólaþul- urinn í ár Atli Freyr Steinþórsson segist stoltur að því að fá að vera þulurinn sem óskar landsmönnum gleðilegra jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við óskum eftir að ráða vana bréfbera til starfa. Um er að ræða störf við útburð á blöðum og pósti á höfuðborgarsvæðinu fyrri hluta dags. Lengd vinnutíma er samkomulagsatriði. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða. Mjög góð laun í boði! Kröfur: - Reynsla af útburði á pósti - Stundvísi - Áreiðanleiki - Hæfni í mannlegum samskiptum Nánari upplýsingar veitir Hildur Þórisdóttir í síma 585 8300. Einnig er hægt að senda inn umsókn á umsoknir@posthusid.is Ertu vanur bréfberi? Þú gætir haft 30–40%hærri laun Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða-, bréfa- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um tvö þúsund manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. H im in n o g h af / S ÍA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR Frá Smáraskóla • Umsjónarkennnari óskast í 7. bekk frá áramótum og út skólaárið. Um er að ræða 100% starf. Laun skv. Kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og KÍ. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Upplýsingar veita: Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri og Baldur Pálsson, aðstoðarskólastjóri í síma 515 5900 ATVINNA 8 18. desember 2005 SUNNUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.