Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 53

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 53
SUNNUDAGUR 18. desember 2005 37 Kertastjakar eru öllum nauðsyn- legir um jólin. Þessi glæsilegi kertastjaki fæst í Frú fiðrildi og myndi sóma sér vel á hvaða borði sem er. Dekkað jólaborð kallar á flottan kertastjaka en sennilega eru jólin sá tími sem við notum kertin hvað mest. Myrkrið sækir á okkur næstum allan daginn og ljúf kertaljós létta og fegra umhverfi okkar gífurlega mikið. Passið bara að hafa auga með kertunum því slysin gera ekki boð á undan sér. ■ Rapsody-vídeóflakkarinn er í raun bara utan- áliggjandi harður diskur sem gerir þér kleift að horfa á myndirnar þínar beint úr sjónvarp- inu án þess að þurfa að tengja sjónvarpið við tölvuna. Einnig styður flakkarinn afspilun á ljósmyndum og MP3-lögum. Ef þú ert með stafræna myndavél geturðu sett myndirnar þínar beint inn á Rapsody án þess að tölvu þurfi til. Svo fylgir einnig fjarstýring. Verðið er í kringum 20.000 krónur. Toshiba TDP-S20U skjávarpinn er frá- bær fyrir þá sem vilja horfa á bíómyndir og spila tölvuleiki í almennilegum stærðum. Þessa frábæru græju er hægt að nota sem venjulegt sjónvarp á stórum vegg. Einnig hentar hann vel í fyrirlestarsalnum þar sem upplausnin í honum er 800x600, sem er frábært. Verðið á þessum skjávarpa er um það bil 77.000 krónur, sem er mjög við- unandi fyrir þessa græju. ■ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Græjur dauðans RAPSODY VIDEOFLAKK- ARI OG TOSHIBA SKJÁVARPI RAPSODY VIDEOFLAKKARI OG TOSHIBA SKJÁVARPI Ljúf kertaljós KERTASTJAKI Þessi glæsilegi stjaki er úr Frú fiðrildi. Rómó jóla- undirbúningur Hvað er dásamlegra en að fríska örlítið upp á heimilið um leið og gert er hreint fyrir jólin? Oft þarf ekki nema einn og einn hlut til að breyta heimilinu og hressa upp á það. Í miðbæ Reykjavíkur fæst dásamlega mikið af krúttlegu dóti sem vert er að kíkja á. Verslanir á borð við Frú fiðrildi, Kisuna, Sipa og Tiger eru allar skemmtilegar að heimsækja. Það þarf ekki að vera dýrt að kaupa nýja könnu undir maltið og appelsínið, ný glös eða bara höldur á gömlu eldhúsinnréttinguna. BLÁA KANNAN FÆST Í FRÚ FIÐRILDI. RÓMANTÍSKAR BLÓMAHÖLDUR HRESSA UPP Á ELDHÚSINNRÉTTINGAR OG LÍKA GAMLAR KOMMÓÐUR. FRÚ FIÐRILDI. ÞAÐ ER MIKLU SKEMMTILEGRA AÐ DREKKA MALT OG APPELSÍN ÚR FALLEGUM GLÖSUM. ÞAU ERU FRÁ FRÚ FIÐRILDI.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.