Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 59

Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 59
Sjálfstæður seðlabanki þarf að vera hlutlaus gagnvart stjórn og stjórnarandstöðu: hann verð- ur að njóta trausts og virðingar báðum megin við borðið. Sjálf- stæður seðlabanki þarf að veita ríkisstjórninni aðhald, ekki pól- itískt aðhald, það er ekki í hans verkahring, heldur strangt og óvilhallt efnahagsaðhald. For- sætisráðherra getur ekki með góðu móti borið fullt traust til seðlabanka, sem er stýrt af fyrr- verandi höfuðandstæðingi á vett- vangi stjórnmálanna. Þetta getur skapað togstreitu og úlfúð og spillt hagstjórninni, ekki sízt ef seðlabankastjórinn sýnir engin merki þess, að hann sé hættur að skapa ókyrrð í kringum sig og illindi. Og það er ekki heldur trú- verðugt, ef hann varpar yfir sig huliðshempu og þykist allt í einu vera steinhættur að stofna til átaka. Steingrímur Hermannsson mátti eiga það, að hann lét lítið á sér bera þau ár, sem hann sat í bankastjórn Seðlabankans. Hann má einnig eiga það, að hann hefur látið á sér skiljast, að hann sjái hálfpartinn eftir því að hafa tekið sér sæti þar. Aðrir mættu gjarn- an taka hann sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Bankaráð Seðlabankans er kapítuli út af fyrir sig. Þar sitja menn, sem hafa viðurkennt opin- berlega, að hinir hæfustu menn veljist ekki inn í bankastjórnina af stjórnmálaástæðum, og hafa um leið lýst þeirra skoðun, að laun seðlabankastjóra þurfi að fylgja launum bankastjóra viðskipta- bankanna. Það er engu líkara en þessum bankaráðsmönnum sé ókunnugt um það, að viðskipta- bankarnir eru nú einkabankar og laun bankastjóranna þar eru tengd afkomu bankanna. Einn þeirra orðaði þessa hugsun svo: ,,Seðla- bankinn getur auðvitað ekki verið eitthvert eyland.“ Fólkið í landinu stendur varnarlaust frammi fyrir slíkum málflutningi, og ég get eiginlega ekki annað gert en vísa góðfúsum lesendum á bækur eins og t.d. On Bullshit eftir banda- ríska heimspekinginn Harry G. Frankfurt (Princeton University Press, 2005). Seðlabankar geta notið trausts og virðingar meðal almennings og gera það víðast hvar. Seðla- banki Bandaríkjanna er ekki haf- inn yfir gagnrýni, en hann nýtur almenns trausts og virðingar vegna þess, að Bandaríkjamenn gera strangar hæfniskröfur til sinna seðlabankastjóra. Ef forseti Bandaríkjanna tæki upp á því að tilnefna óhæfan mann í banka- stjórnina, t.d. sjálfan sig, myndi slík útnefning að öllum líkindum stranda í þinginu. Bandaríkja- menn hafa sett sér stjórnarskrá, sem tryggir skýra aðgreiningu löggjafarvalds, framkvæmd- arvalds og dómsvalds - stjórn- arskrá, sem þeir halda í heiðri. Þetta þurfa þeir að hugleiða stjórnmálamennirnir, sem hafa haldið áfram að raða sjálfum sér og hver öðrum í bankastjórn Seðlabanka Íslands. Ábendingin er brýn vegna þess, að þetta eru sömu menn og brutu stjórnarskrá lýðveldisins með því láta undir höfuð leggjast að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um frumvarp rík- isstjórnarinnar til fjölmiðlalaga, eftir að forseti Íslands synjaði lögunum undirskriftar sumarið 2004. Höfundur er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. SUNNUDAGUR 18. desember 2005 43 -10% Borð (180x100) og sex stólar 126.000.- Verð áður: 140.000.- Verð nú: Sjónvarpsskenkur Fáanlegur í tveimur stærðum 240cm Verð: 29.500.- 69.000.- 183cm Verð: 65.000.- Hilla með ljósi Verð: -10% Stækkanlegt borð 160(45+45)x100) og sex stólar 153.000.- Verð áður: 170.000.- Verð nú: Skenkur 125cm hár 108.000.- Verð: Sjónvarpsskenkur 200cm Verð: 67.000.- Veggskápur Verð: 29.500.- BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Opið um helgina: lau 10:00-18:00 - sun 13:00-18:00 ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Það er eftirsjá að Þjóðhagsstofnun, því að hún vann gott starf undir stjórn Jóns Sigurðssonar, Þórð- ar Friðjónssonar og Friðriks Más Baldurssonar, og aðrar stofnanir og ráðuneyti hafa að minni hyggju ekki náð að fylla skarðið, sem hún skildi eftir sig. DAVÍÐ ODDSSON Ef Seðlabankinn lyti faglegri og hæfri stjórn, þá væri hann nú þegar búinn að vinna talsvert af þeirri undirbúningsvinnu, sem vinna þarf til að búa Ísland undir umsókn um aðild að Evrópusambandinu, ef á skyldi reyna. Sjálfstæður og ábyrg- ur seðlabanki undir faglegri stjórn myndi vinna slíka vinnu í tækan tíma til að vera við öllu búinn og þurfa ekki að láta bíða eftir sér, ef kallið kemur, og hann myndi ekki bíða eftir tilskipunum úr stjórn- arráðinu. Það er ólíklegt, nánast óhugsandi, að núverandi banka- stjórn Seðlabankans muni beita sér fyrir slíkum undirbúningi innan bankans til að vinna tíma. Formað- ur bankastjórnarinnar er stjórn- málamaður og virðist telja flokk sinn hafa hag af því, að Ísland verði áfram utan Evrópusambandsins. GEIR HALLGRÍMSSON Geir bar glöggt skynbragð á efna- hagsmál, enda gerðu ungir sjálf- stæðismenn sumir óspart grín að honum, þegar hann var forsætis- ráðherra. Sá, sem þótti fyndnastur í hópnum og þykir enn, sagði, að Geir talaði eins og blaðafulltrúi Þjóð- hagsstofnunar, ha ha ha, enda átti Geir löngum undir högg að sækja í Sjálfstæðisflokknum, þótt hann væri formaður flokksins um skeið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.