Fréttablaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 60
18. desember 2005 SUNNUDAGUR44
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
24.900 kr.
MOTOROLA V3 RAZR
SÍMI
Frí um jólin eru tiltölulega nýtt
fyrirbrigði á Kúbu Fidels Castro.
Það var ekki fyrr en 1997 sem ein-
ræðisherrann aldni ákvað að jóla-
dagur skyldi vera almennur frí-
dagur, jafnvel þótt aðeins rétt um
helmingur íbúa trúi á frelsarann.
Höfuðborgin Havana, eða
Gamla konan eins og hún er köll-
uð, er stærsta borg Kúbu með 2,5
milljónir íbúa en á allri eyjunni
búa ríflega ellefu milljónir manns.
Borgin má muna sinn fífil fegri
eins og sést glöggt á niðurníddum
húsunum sem hafa fengið lítið sem
ekkert viðhald undanfarna áratugi
ef undan skilinn er gamli borgar-
hlutinn, sem hefur fengið andlits-
lyftingu til að laða ferðamenn til
borgarinnar.
En þó að húsnæðið sé ekki það
besta eru Havanabúar ótrúlega
lífsglatt fólk sem lætur fátt raska
ró sinni.
Mikil fólksfjölgun í borginni
hefur leitt til mikillar fjölgunar á
bílum og eru umferðartafir orðnar
algengari en áður. Gömlu amer-
ísku drossíurnar frá gullaldarár-
um Havana eru þó enn konungar
götunnar og drottna yfir Lödum og
öðrum evrópskum bílum í þessari
skemmtilegu borg. ■
Á ferð um Gömlu konuna
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, flýði jólastressið og brá sér til
Havana í lok nóvember.
EINN PESO TAKK Þessi gamla frú situr í dyragætt nálægt miðbænum og lætur mynda sig fyrir einn peso á mynd, um sextíu íslenskar krónur.
FJARSKA FALLEG Séð yfir Havana, sem var eitt sinn ein glæsilegasta borg Karíbahafsins.
HVÍLDIN ER GÓÐ Þessi hvíldi lúin bein eftir langan göngutúr enda eru almenningssam-
göngur ekki mjög áreiðanlegar á Kúbu.
ÞRÖNG Á ÞINGI Þó svo að fátækt sé mikil eiga öll börn möguleika á skólagöngu og ljúka
flest prófi.
ELTINGALEIKUR Lítið barn á leik við móður
sína í einu af fjölmörgum þröngum húsa-
sundum Havana.