Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 66
18. desember 2005 SUNNUDAGUR50
Stóra svið
SALKA VALKA
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
WOYZECK
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21
KALLI Á ÞAKINU
Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14
Su 15/1 kl. 14
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Nýja svið/Litla svið
ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV
Nemendaleikhúsið, aðeins í desember
Í kvöld kl. 20 Þr 27/12 kl. 20
Mi 28/12 kl. 20
MANNTAFL
Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT
SÖNGLIST / RÉTTA LEIÐIN
Létt og skemmtilegt jólaleikrit.
Í dag kl. 14 og kl. 16. Miðaverð 700- kr.
BELGÍSKA KONGÓ
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í JANÚAR
Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20
Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500-
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
GILDA ENDALAUST
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������������������������������������
�������������������������������
���������������������������������������������������������������������������������������������
������������ ��������������������������������������������������
��������� ���������������� ������������������������ ����� ����������������
������� ��������������������������������������������� �������
��������������������������
������������ �������������� �� �����������
Fim. 29. des. örfá sæti laus
Fös. 20. jan.
Lau. 21. jan.
Gleðileg jól!
Leikhópurinn Á senunni kynnir:
mi›. 14. des. kl. 10.00
fim. 15. des. kl. 10.00
lau. 17. des. kl. 17.00
sun. 18. des. kl. 14.00
sun. 18. des. kl. 16.00
ATH - A‹EINS fiESSAR S†NINGAR!
S‡nt í Tjarnarbíói Tjarnargötu 12.
Mi›asala er hafin í síma 861 9535
og á senan@senan.is
www.senan.is
[ BÆKUR ]
UMFJÖLLUN
Þriðja bónin er önnur skáld-
saga Ingibjargar Hjartardótt-
ur, sem einnig hefur fengist við
leikritun og skrifað og þýtt ljóð.
Í þessari sögu ferðast Ingibjörg
með lesendur milli tveggja eyja,
þar sem önnur er kunnugleg og
sögusviðið er lítið pláss norður í
landi og hins vegar nafnlausrar
eyju í suðurhöfum þar sem einnig
krauma ástríður og hraun.
Sagan sver sig í ætt við glæpa-
sögur en með öðrum formerkjum,
því sögumaður er ekki hefðbund-
inn spæjari á höttum eftir lausn á
snúnu glæpamáli heldur óvenju-
leg kona á undarlegum stað með
ábyrgðarfullt verkefni. Sjúkralið-
inn nafnlausi, sem segir söguna,
er skáld og spákona með meiru
og hefur orðið við bón eins sjúk-
linga sinna og heitið því að kom-
ast að hinu sanna um móður hans
og fortíð hennar. Þetta er meira
harmræn fjölskyldusaga heldur
en glæpasaga en hún er nokkuð
froðukennd á köflum.
Sagan er drifin áfram af
afhjúpuninni á fortíð Þórhildar
sem sögukonan á fund við á óskil-
greindri eldfjallaeyju. Sögukonan
leitar víða fanga eftir heimildum
og vísar í blaðaskrif, dóma og frá-
sagnir annarra þegar hún rekur
tengsl Þórhildur við tvö morð sem
framin voru sautján árum áður
heima á Íslandi. Plottið á bak við
þessa harmrænu atburði er hag-
anlega smíðað og spennandi alveg
fram á síðustu síðuna en líkt og í
köflunum sem segja af ævintýr-
um sjúkraliðans á eldfjallaeyj-
unni eru lítil atriði og útúrdúrar
sem stinga í stúf og grafa undan
áhrifamætti sögunnar.
Þetta er fremur lostafyllt saga
þar sem ástríður Þórhildar læknis
hlaupa með hana og samferðafólk
hennar í gönur. Sjúkraliðinn fer
heldur ekki varhluta af ástríðun-
um og lendir í vafasömum aðstæð-
um á eyjunni, ítrekuðum lífsháska
og ástarævintýrum sem gera að
mínu mati ekki mikið fyrir sög-
una í heild. Lýsingar á samneyti
sjúkraliðans og þýska rithöfund-
arins „Mein Liebe“ eru t.d. ekki til
þess fallnar að auka á trúverðug-
leika frásagnarinnar og skyndi-
kynnin við franska málarann ekki
heldur. Hliðarsaga sjúkraliðans er
skemmtileg hugmynd en gengur
ekki upp, skáldadraumar hennar
og hugleiðingar um tilfinningar
eru of litlum tengslum við aðal-
efni bókarinnar.
Samband aðalpersónanna Þór-
hildar og vinkonu hennar Sóleyj-
ar er kjarninn í sögunni og þar er
unnið vel með klassískt viðfangs-
efni fóstbræðralagsins, svikanna
og fórnfýsinnar. Þær eru báðar
sympatískar persónur á sinn hátt,
einkum persóna Þórhildar sem
mér fannst heillandi prjónakona.
Þó er eins og það skorti meiri dýpt
í þetta annars spennandi gallerí
af aukapersónum í sveitinni fyrir
norðan. Ólíkindatólið Kári sem er
orsök allra vandræða er t.d. frem-
ur flatur gaur og óspennandi og
Ottó eiginmaður Þórhildar gæti
líka haft meira kjöt á sínum bein-
um. Aukasögum af ástarbríma
barna þeirra vinkvenna fannst
mér samt ofaukið því það voru
einfaldlega of margar hliðstæðar
sögur innan frásagnarinnar.
Kristrún Heiða Hauksdóttir
ÞRIÐJA BÓNIN
Höf. Ingibjörg Hjartardóttir
Útg. Salka
Niðurstaða: Hugmyndarík bók hvað varðar
plottið í sögunni sem er hádramatískt en
sagan í heild líður fyrir ósannfærandi útúrdúra
og melódramatík. Lipurlega skrifuð en
fljótlesin bók sem skilur því í miður ekki mikið
eftir sig.
Kraumandi ástríður
Dansverkið We Are All Marlene
Dietrich eftir Ernu Ómarsdótt-
ur fór sigurför um heiminn eftir
að það var frumflutt á Íslandi í
febrúar á þessu ári.
Verkið fjallar um samband-
ið milli stríðs og listar og er
skírskotað til stórstjörnunnar
Marlene Dietrich, sem skemmti
hermönnum í seinni heims-
styrjöldinni og var dáð jafnt af
bandarískum hermönnum sem
þeim þýsku. Söngur og skemmt-
un var hennar leið til að berjast í
stríðinu. Sýningin fékk afburða-
dóma og hefur verið lýst sem
hættulega fögru og sérlega eft-
irminnilegu leikhúsverki. Það
var sýnt í tuttugu borgum víðs
vegar um heim og vakti mikla
athygli. Nú gefst þeim Íslend-
ingum sem misstu af þessu ein-
staka verki tækifæri til þess að
sjá það næsta vor, en þá verða
aðeins þrjár sýningar, 15., 16. og
17. maí. Miðasala er hafin í Borg-
arleikhúsinu. ■
Aðeins þrjár sýningar
ERNA ÓMARSDÓTTIR Danshöfundurinn fer jafnframt með aðalhlutverkið í þessu ögrandi verki.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI