Fréttablaðið - 18.12.2005, Síða 69

Fréttablaðið - 18.12.2005, Síða 69
 18. desember 2005 SUNNUDAGUR53 Argóarflísin eftir Sjón var valin besta íslenska skáldsagan í ár af starfsfólki bókabúðanna. Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Sólskinshestur Steinunnar Sigurðardóttur deildu saman öðru til þriðja sæti. Niðurstaðan fékkst eftir að atkvæði yfir 100 starfsmanna í bókabúðum víðs vegar um landið höfðu verið talin. Argóarflísin fékk fjörutíu atkvæði en hinar skáldsögurnar tvær átján atkvæði hvor. Starfsfólk bókaverslanna veitir verðlaunin í sjö flokk- um. Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón var valin besta þýdda skáldsagan, Flug- drekahlauparinn eftir Khaled Hosseini varð í öðru sæti og Næturvaktin eftir Kirino Natsuo í því þriðja. Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur þótti besta íslenska barnabókin, Steinhjartað eftir Sigrúnu Eldjárn hafnaði í öðru sæti og Fía Sól í hosíló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur í þriðja. Ævintýrið Eragon eftir Christopher Paolini hlaut fyrstu verðlaun í flokki þýddra barnabóka og komst upp fyrir Harry Potter og Blendingsprinsinn sem lennti í öðru sæti. Leynilandið eftir Jane Johnson náði svo þriðja sætinu. Skáldjöfrarnir Þórarinn Eldjárn og Þorsteinn frá Hamri eiga bestu ljóðabækurnar þetta árið að mati starfsfólks bókabúða en Þórarinn hlýtur fyrstu verðlaun fyrir Hætti og mörk og Þorsteinn önnur verðlaun fyrir Dyr að draumi. Gyrðir Elíasson og Sölvi Björn Sigurðsson höfnuðu svo saman í 3.-4. sæti með Upplitað myrkur og Gleðileikinn djöfullega. Í flokki ævisagna hafði Myndin af pabba - saga Thelmu eftir gerði Kristnýju best en Ég elska þig stormur, ævisaga Hannesar Hafstein eftir Guðjón Friðriksson, fékk önnur verðlaun. Ævisaga Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur, Sólin kemur alltaf upp á ný, eftir Eddu Andrésdóttur þótti svo þriðja besta ævisagan. Þegar röðin kemur að bestu hand- og fræðibókunum þykir Íslandsatlas Hans H. Hansen bestur en Huldukonur í íslenskrimyndlist eftir Hrafnhildi Schram fylgir í kjölfarið og í þriðja sæti er hin risavaxna Kjarval eftir Kristínu G. Guðnadóttur, Gylfa Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silju Aðalsteinsdóttur og Eirík Þorláksson. ■ Starfsfólk bókabúða velur Sjón SJÓN Verðlaunaafhending Norðurlandaráðs Árlegt happdrætti Bókatíðinda er í fullum gangi en eitt númer verður dregið út daglega fram að jólum. Happdrættisnúmerið er að finna innan á kápubaki Bókatíðinda. Vinninga er hægt að vitja í næstu bókabúð gegn framvísun númersins. Hver vinningshafi fær bækur að eigin vali að upphæð 10.000 kr. 16. des. 60379 17. des. 7744 18. des. 84324 Happdrætti Bókatíðinda 2005 AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR 1. VETRARBORGIN - ARNALDUR INDRIÐASON 2. ÍSLANDSATLAS - HANS H. HANSEN 3. THORSARARNIR - GUÐMUNDUR MAGNÚSSON 4. SÓLSKINSHESTUR - STEINNUNN SIGURÐARDÓTTIR 5. ROKLAND - HALLGRÍMUR HELGASON 6. ÉG ELSKA ÞIG STORMUR - GUÐJÓN FRIÐRIKSSON 7. ÞRIÐJA TÁKNIÐ - YRSA SIGURÐARDÓTTIR 8. AUÐUR EIR - SÓLIN KEMUR ALLTAF UPP.. - EDDA ANDRÉSDÓTTIR 9. MARGRÉT DANADROTTNING - ANNELISE BISTRUP 10. MEÐ LÍFIÐ AÐ LÁNI - JÓHANN INGI GUNNARSS. & SÆMUNDUR HAFSTEINSS. SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. VETRARBORGIN - ARNALDUR INDRIÐASON 2. SÓLSKINSHESTUR - STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR 3. ROKLAND -HALLGRÍMUR HELGASON 4. ÞRIÐJA TÁKNIÐ - YRSA SIGURÐARDÓTTIR 5. Í FYLGD MEÐ FULLORÐNUM - STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR 6. ARGÓARFLÍSIN - SJÓN 7. VALKYRJUR - ÞRÁINN BERTELSSON 8. TÍMI NORNARINNAR - ÁRNI ÞÓRARINSSON 9. HÖFUÐLAUSN - ÓLAFUR GUNNARSSON 10. MINN TÍMI ER NÓTTIN - MARY HIGGINS CLARK Listinn er gerður út frá sölu dagana 07.12.05 - 13.12.05 í Bókabúð Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.