Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 72
Oft vill það verða ákveðið vandamál að gefa jólagjafir. Sérstaklega er erfitt og oft leiðinlegt að reyna að finna gjafir handa fólki sem virðist eiga allt á milli himins og jarðar. Velmeg- un þess virðist kristallast í því að þegar maður kemur inn á heimili þess er þar nánast allt að finna. Þrátt fyrir þetta er ljóstýra við enda ganganna fyrir þá sem eru í vonleysiskasti út af þessu. Frétta- blaðið fór á stúfana og fann nokkr- ar skondnar og skemmtilegar jóla- gjafir sem öruggt er að fáir eiga. Robomop: Að þrífa gólfin heima hjá sér er leiðindavinna. Við eyðum fleiri tímum í þetta í hverjum mánuði á meðan við gætum verið að gera eitthvað annað uppbyggi- legra í staðinn. Það er hins vegr leið til þess að sleppa við þrifin án þess að allt verði í rusli í kringum mann. Robomop er sjálfvirkur gólfhreinsir sem fer um gólfin eins og stormsveipur og hreinsar öll óhreinindi upp á augabragði. Hann breytir sjálfkrafa um átt ef hann skynjar stóla, veggi eða eitthvað fyrir framan sig. Frábær jólagjöf fyrir húsmóðurina. Tölvuþýðarinn: Þessi litla hand- hæga tölva gerir það að verkum að þú getur skilið orðabókina eftir heima þegar þú heldur í ferðalag- ið. Í henni eru yfir 400.000 orð og orðtök á yfir tólf tungumálum, þar á meðal ensku, ítölsku, frönsku, spænsku, þýsku og ítölsku. Einnig er í tölvunni myntbreytir, reikni- vél, og margt fleira skemmtilegt. Hér er því á ferðinni bæði nota- drjúg og skemmtileg gjöf. Rafknúinn skóburstari: Skórn- ir eru það fyrsta sem menn taka eftir þegar fólk hittist í fyrsta sinn. Það verður því að vera öruggt að skórnir þínir séu allt- af í toppstandi. Ljóst þykir þó að skóburstun er ekki það skemmti- legasta sem menn gera. Á því verður breyting með rafknúna skóburstanum sem er handægur og fljótvirkur búnaður sem gerir skóburstunina að skemmtilegu verki. Jólagjöf fyrir þann sem vill koma vel fyrir. Grínverjinn: Finnst þér gaman að segja brandara en manst aldrei neina þegar þig langar að varpa þeim fram? Það mun fljótlega breytast þegar Grínverjinn er kominn í þína eigu. Yfir þúsund brandarar í nítján mismunandi flokkum gera þetta litla tæki að nauðsynlegum félaga í veislum og öðrum upákomum. Svo getur þú stillt inn þína uppáhaldsbrandara í sérstaka möppu svo þeir séu til- tækir þegar rétti tíminn rennur upp. Gjöf handa þeim sem vilja vera fyndnir en ráða ekki við það upp á eigin spýtur. Vindlasett: Þetta er ekki venju- legt vindlasett, þar sem því fylgja engir vindlar. Þetta er sérstakt sett sem inniheldur öskubakka og vindlaskera í fallegu nikkel- húðuðu skríni. Það er óþarfi að vera ósmekklegur við vindlareyk- ingarnar. Fullkomin gjöf fyrir nautnasegginn. Fartölvubakki: Það er þreyt- andi að vera ávallt með fartölvuna í fanginu þegar setið er í sófan- um. Fartölvubakkinn leysir þetta vandamál. Hægt er að notast við hann nánast hvar sem er, til dæmis í rúminu, í uppáhalds stólnum þínum eða jafnvel í flugvélinni. Hægt er að stilla hæðina á bakk- anum eftir því hvar og hvernig þú situr. Frábær gjöf fyrir athafna- manninn sem er ávallt á ferð og flugi. Þitt eigið Monopoly: Það þekkja allir gamla Matador- spilið þar sem markmiðið er að verða sem ríkastur og gera alla aðra gjaldþrota. Nú er hægt að nálgast nýja útgáfu af spilinu og gera það að sínu. Nýverið hefur framleiðandi spilanna boðið upp á að þú hannir þitt eigið spil með þeim götuheitum sem þú vilt sjálfur hafa í spilinu. Þar með er þitt spil einstakt í sinni röð. Í stað Bankastrætis gæti komið götuheitið þitt eða vina þinna. Setur skemmtilegan og persónu- legan svip á gjöfina. Levitron: Þessi skemmtilega gjöf er tilvalin fyrir þá sem vilja hafa skemmtilegt skrifstofustáss sem vekur athygli. Tækið er gert úr tveimur seglum sem gera það að verkum að það svífur yfir disk- inum sem það stendur á. Levitron virðist því ganga þvert á öll nátt- úrulögmál. Það er alveg ljóst að ef þú þarft að gefa einhverjum jóla- gjöf sem á allt er pottþétt að hann á þetta ekki. Gjafir handa óþolandi fólkinu sem á allt 18. desember 2005 SUNNUDAGUR56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.