Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 73

Fréttablaðið - 18.12.2005, Side 73
28. janúar 2005 FÖSTUDAGUR 73 Bresk tónlist er miklu betri en amerísk tónlist! Kjaftæði! Bresk tónlist er svo ótrúlega ofmetin að það er brandari! Pabbi minn er allavega miklu sterkari en pabbi þinn. Nauts! Pabbi minn gæti lúbarið pabba þinn! Ég finn bókstaflega fyrir greindarvísitölunni hérna inni lækka... Jólaveislur og jólagjafir í Ostabúðinni Þegar flestallir vinna myrkranna á milli rétt fyrir jólin gefst oft lítill tími til þess að galdra fram kræsingar fyrir vini og vandamenn. En þetta er einmitt sá tími árs sem á að vera fyrir notalegar samverustundir heima, við kertaljós með góðgæti og gott rauðvín við hönd. Hjálp er samt fyrir handan hornið, því að Ostabúðin á Skólavörðustíg býður upp á annað og meira en bara dýrindis osta og álegg. Langar þig að bjóða vinum í jólaglögg eftir vinnu? Þá er upplagt að panta ljúffengar bruschetta snittur með dýrindis áleggi eins og reyktum laxi, mozzarella eða parma osti. Kokkteilsnitturnar eru aðeins minni og eru með jólalegu ívafi eins og heitreykta villigæs villibráðarpaté, grafið hrossafile eða grafið ærfillet með rjómaosti og sólþurrkuðum tómötum. Einnig er hægt að fá aðeins léttari og ferskari snittur í formi saltfiskstartar á ristaðri brauðsnittu eða hráskinku með kantalópumelónu. Að sögn Jóhanns Jónssonar, eiganda verslunarinnar er svo lítið mál að slá upp heilli jólaveislu fyrir fólk með úrvali af villibráð, hangikjöti og reyktu kjöti.“ Við bjóðum mikið upp á veislumáltíðir af ýmsu tagi, bæði í heimahus og í veislusali, allt frá léttum hádegisverði upp í margréttaðan kvöldverð, allt eftir óskum hvers og eins. „ Ostabúðin er vinsæll viðkomustaður borgarbúa í jólainnkaupunum. „ Við erum svo líka með sælkerakörfur sem hafa verið afar vinsælar jólagjafir undanfarin ár, en þær eru fallega samsettar og innihalda sérvalda osta, ólífur, belgískt eða franskt súkkulaði, sérverkaða forrétti, sultur og kex eða heimabakað brauð. Góð blanda sem ætti að freista allra sælkera.“ Skyndimatur fyrir sælkera Tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út endurhljóðblandaða útgáfu af plötu sinni Guero sem kom út í vor. Platan nefnist Guerolito og hefur m.a. að geyma framlög frá Air, Boards of Canada og Adrock úr The Beastie Boys. Nýlega kom einnig út viðhafnarútgáfa af Guero með sjö aukalögum auk myndbanda við sex lög. Beck, sem sló upphaflega í gegn með laginu Loser, var á dögunum tilnefndur til Grammy- verðlaunanna fyrir Guero í flokknum besta framsækna platan. Guerolito kemur út BECK Tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna Guerolito.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.