Fréttablaðið - 18.12.2005, Síða 74

Fréttablaðið - 18.12.2005, Síða 74
[UMFJÖLLUN] TÓNLIST Í fyrstu hljómar tilhugsunin um nýja jólaplötu álíka spennandi og hamborgarhryggur og hjartaáfall. Sama og alltaf, og skilur ekkert eftir sig annað en illt í maganum og loforð gagnvart sjálfum sér sem maður aldrei heldur um að eyða nú næstu jólin á Kanaríeyjum eða hvar sem er nema hér. En þegar nánar er að gáð er „Jólin eru að koma“ reyndar skárri en velflest- ar jólaplötur sem gefnar eru út í flýti til að græða nokkra aukaaura á árlegu allsherjarvísakortafyllerí þjóðarinnar. Reyndar er hún lang- besta jólaplatan í háa herrans tíð. Þetta er fyrst og fremst útsetning- unum að þakka. Engar ergjandi jólabjöllur eða vemmilegir kórar, einungis ljúfur gítar og hrjúf rödd KK og blíður söngur Ellenar. Slag- verk, píanó og kontrabassi eru í gestahlutverki í stökum lögum, og þegar munnharpan birtist í Meiri snjór er maður næstum hættur að láta jólin fara í taugarnar á sér. Ellen syngur eina temmilega sæta útgáfu af Óskin um gleðileg jól, og Hátíð fer að höndum heim er mátulega hátíðlegt. Að sjálfsögðu endar platan á Heims um ból, en gaman er að heyra sikileyska lagið Faðir andanna, ágætlega þýtt af Matthíasi Jochumssyni þrátt fyrir að hann brjóti þá grundvallarreglu að ríma aldrei frelsi við helsi. Þetta er óvæntasta og kannski um leið besta lag plötunnar. Jólin eru að koma boðar hugar- ró og sátt frekar en þessa aggress- ívu jólagleði sem engin leið virðist til að sleppa frá. Hún rennur ákaf- lega ljúflega niður, en ef maður rýnir í hana of stíft fer kannski hin sífellda endurtekningu á orð- inu jól að vera leiðigjörn, sem er svosem í anda leiksins. Sé maður tilneyddur að setja jólaplötu á fón- inn og hvorki A Christmas Gift For You með Phil Spector né Elvis Christmas Album finnast í hús- inu er þetta líklegasta besti kost- urinn í stöðunni. Ekkert af þessu er beint lög sem maður þurfti að heyra aftur, en fyrst endilega þarf að gera það er ekki hægt að gera það neitt mikið betur en Kristjáns- börn gera. Valur Gunnarsson Hugarró og sátt KK OG ELLEN JÓLIN ERU AÐ KOMA Niðurstaða: Falleg jólaplata sem jafnvel þeir sem þjást af jólaóþoli geta sætt sig við. Tónlistarmaðurinn Mugison og reggísveitin Hjálmar, sem héldu jólatónleika á föstudag ásamt Tra- bant, spiluðu á Litla-Hrauni síð- astliðinn fimmtudag. Að sögn Mugison voru tónleik- arnir mjög sérstök upplifun. „Það var gaman að koma inn á þessa lóð. Við vorum í góðum fíling og þeir voru mjög þakklátir,“ segir Mugison, sem nýlega gaf út lagið Ljósvíkingur ásamt Hjálmum. „Það var mjög gott að taka eina svona æfingu fyrir tónleikana.“ ■ Voru í góð- um fíling MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison spilaði á Litla-Hrauni á dögunum ásamt Hjálmum. Leikarinn Tom Cruise hefur að undanförnu legið undir mikilli gagnrýni slökkviliðsmanna í New York vegna ummæla sem hann viðhafði á dögunum. Mun Cruise hafa sagt að þeir fjölmörgu slökkviliðsmenn sem nú þjást af veikindum í öndunar- færum vegna árasanna á tvíbura- turnana 11. september 2001 eigi að hætta að nota þau lyf sem þeir fái hjá læknum sínum. Cruise hefur stofnað félag til styrktar þeim slökkviliðsmönnum sem glíma við þetta mein. Afhreins- unarfélag björgunarmanna New York-borgar stuðlar að því að láta þá sem þjást af þessum veikind- um, nota aðferðir sem eru viður- kenndar innan vísindakirkjunnar, þar sem Cruise er virkur meðlim- ur. Þær aðferðir sem Cruise vill að verði farið eftir eru meðal annars að sjúklingar fari í heit gufuböð og innbyrði töluvert magn af matarolíu og stóra skammta af níasíni. Kallar vís- indakirkjan þessa aðferð svo- kallaða hreinsunarmeðferð eða ,,Purification Rundown“ á frum- málinu. Þessi aðferð hefur verið töluvert gagnrýnd af læknum, sem og sjúklingum, sem vilja meina að fólki geti versnað til mikilla muna við að notast við þessa aðferð. Aðstoðarslökkviliðsstjóri New York-borgar, Frank Gribbon, hefur sagt það vera slæma þróun þegar sjúklingar neiti að taka viðurkennd lyf sem þeir hafa fengið frá læknum, vegna þess að Vísindakirkjan gefi í skyn að lyfin séu gagnslaus. Cruise hefur hins vegar snúist til varnar gegn þessum gagnrýnisröddum og heldur fram að þessar aðferðir hafi bjargað heilsu rúmlega 500 manns og fleiri séu á batavegi. ■ Cruise gagnrýndur Tom Cruise er virkur meðlimur hinnar svokölluðu vísindakirkju. Bandaríska rokkhljómsveitin The Hope Conspiracy verður með tón- leika hér á landi laugardaginn 17. desember. Hér er um afar aflmikla tón- leikasveit að ræða sem leikur ákaft og tilfinningaþrungið rokk. Ásamt The Hope Conspiracy koma fram I Adapt, Momentum og Þórir. Tónleikarnir verða í Tónlistarþróunarmiðstöðinni og hefjast klukkan 20.00. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur og er ekkert aldurstakmark. ■ The Hope Con- spiracy til Íslands THE HOPE CONSPIRACY Rokksveitin banda- ríska er á leiðinni til Íslands. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 2 og 5.20 B.i. 12 ára ��� -MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2 og 5.20 ��� - HJ MBL ��� -L.I.B. Topp5.is Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Jólamynd í anda Bad Santa Frá leikstjóra Groundhog Day og Analyze This Það gerðist á aðfangadagskvöld Hættulegir þjófar á hálum ís! Kolsvartur húmor! Missið ekki af þessari! ���� - ÓÖH DV Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Sýnd í Lúxus kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna Jólamyndin 2005 Hún er að fara að hitta foreldra hans ...hitta bróður hans ...og hitta jafnoka sinn Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Jólamynd í anda Bad Santa Frá leikstjóra Groundhog Day og Analyze This Það gerðist á aðfangadagskvöld Hættulegir þjófar á hálum ís! Kolsvartur húmor! Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára ���� - ÓÖH DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR ��� - SK DV ��� - topp5.is ��� - SV MBL Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna Jólamyndin 2005 Hún er að fara að hitta foreldra hans ...hitta bróður hans ...og hitta jafnoka sinn Sara Jessica Parker tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.