Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 75

Fréttablaðið - 18.12.2005, Page 75
Auðunn Blöndal gerði stormandi lukku í Vestmannaeyjum á dögun- um með einleikinn Typpatal. Ríf- lega 300 manns sóttu sýninguna og skemmtu eyjarskeggjar og Auddi sér vel saman. Auddi var gríðarlega ánægður með viðbrögðin enda Eyjamenn þekktir fyrir létta lund og tóku virkan þátt í sýningunni. Svo vel tókst til að búið er að biðja um sýninguna aftur til Eyja á nýju ári og er verið að ganga frá því þessa dagana. Fjórar sýningar með Typpa- tali eru fram undan á milli jóla og nýárs. Á annan í jólum verður mið- nætursýning á Nasa og fer miða- sala fram í verslunum Skífunn- ar og á midi.is. Þriðjudaginn 27. desember heldur Auddi síðan til heimabæjar síns Sauðárkróks og sýnir Typpatal á Kaffi Krók. Tvær sýningar til viðbótar verða síðan á Nasa 29. og 30. desember. Typptatalið heldur síðan til Akureyrar eftir áramót og verður í Sjallanum 19. og 20. janúar. For- sala á þær sýningar er einnig hafin í BT á Akureyri og á midi.is. ■ Typpatal úti um allt STORMANDI LUKKA Typpatalið gerði storm- andi lukku í Vestmannaeyjum á dögunum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.