Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 18.12.2005, Qupperneq 82
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR62 ANDERSON (Brasilía) Leiddi þjóð sína ásamt framherj- anum Ramon alla leið í úrslitaleik mótsins en þar kom mikilvægi hans í brasilíska liðinu glögg lega í ljós. Anderson meiddist illa á fyrstu mínútum úrslitaleiksins gegn Mexíkó og án hans átti Bras- ilía enga glætu og beið að lokum ósigur, 3-0. Fram að þeim tíma hafði Anderson spilað stórkost- lega, reyndar ekki skorað nema eitt mark en þátt í flestum öðrum mörkum brasilíska liðsins. Það kom fáum á óvart þegar hann var valinn besti leikmaður mótsins að því loknu, þar sem hann fékk strax kunnuglegt viðurnefni: „Hinn nýi Ronaldinho.“ NURI SAHIN (Tyrkland) Þessi yngsti leikmaður sem nokkurn tímann hefur spilað í þýsku úrvalsdeildinni var að sjálf- sögðu burðarásinn í mögnuðu liði Tyrkja á mótinu. Sahin, sem er til mála hjá Borussia Dortmund, er alhliða miðjumaður sem líður best rétt fyrir aftan framherjana í frjálsri stöðu. Hann hefur gríðar- lega næmt auga fyrir spili, ótrúlega tækni og magnaðan hægri fót og telja margir að þarna sé mögulega á ferð efnilegasti leikmaður sem Tyrkir hafa alið af sér. CARLOS VELA (Mexíkó) Varð markakóngur á mótinu með fimm mörk í jafnmörgum leikjum og bar uppi sóknarleikinn hjá sigur- liði Mexíkó. Hans helsta fyrirmynd er brasilíski framherjinn Ronaldo og þykir Vela svipa til hans inni á velli; leiftursnöggur og marksæk- inn með eindæmum. Arsene Weng- er hjá Arsenal hefur miklar mætur á Vela, sem er að öllum líkindum á leið til Arsenal eftir næsta tímabil. „Ég set mér það markmið að verða heimsmeistari og markakóngur,“ sagði Vela áður en mótið hófst. Hann stóð við stóru orðin. GIOVANI DOS SANTOS (Mexíkó) Hinn Brasilískættaði Dos Santos var allt í öllu í leik heimsmeist- ara Mexíkó í Perú og varð annar í kjörinu á leikmanni mótsins. Með frammistöðu sinni vakti hann athygli útsendara frá Manchest- er United, Chelsea og fleiri liðum en hann hefur verið á mála hjá Barcelona frá tólf ára aldri og segist hvergi vilja spila annars staðar. Þessi örvfætti snillingur með boltann var uppáhald áhorf- enda á mótinu, enda hreinræktað- ur skemmtikraftur þegar hann fær boltann í fæturna. Jorge Fossati, þjálfari Úrúgvæ, hélt ekki vatni yfir hæfileikum Dos Santos. „Að hafa leikmann í hans gæðaflokki munar öllu í þessum aldursflokki. Hann var sá sem skildi Mexíkó að frá öðrum liðum á mótinu.“ DAVID ARVIZU (Bandaríkin) Hann er ekki nema 167 sentímetrar á hæð en bætir þann ókost upp með ótrúlegum hraða. Hann getur spilað á hvorum kantinum sem er og er snillingur í að leysa inn að miðju og gefa stungusendingar á framherja liðsins. Út á þetta gekk leikskipulag Bandaríkjanna á mótinu og komu öll mörk liðsins nema eitt eftir send- ingu frá Arvizu. MOMODOU CEESAY (Ghana) Eftir mjög svo óvæntan sigur Gana á Brasilíu í opnunarleik mótsins var nafn Momodou Ceesay á allra manna vörum. Þessi tröllvaxni framherji, 195 sentímetrar, olli miklum skrá- veifum í vörn Brassanna með styrk sínum og leikni en ekki síst hraða. Hann skoraði tvö mörk fyrir Gana á mótinu og gekk leikur liðsins í rauninni út á það að koma boltanum á hann og bíða eftir að hann byggi eitthvað til. Ceesay býr yfir mjög óvenjuleg- um hæfileikum, sem víst er að mörg af stærstu félögum heims eru líkleg til að vilja nýta sér innan tíðar. MYONG HO CHOE (Suður- Kórea) Choe þótti standa upp úr stór- skemmtilegu liði S-Kóreu á mót- inu í Perú, sem spilaði líklega skemmtilegasta fótboltann af öllum liðum. Það heyrði til undan- tekninga ef leikmenn liðsins tóku meira en tvær snertingar á bolt- ann áður en þeir sendu hann áfram en oftar en ekki var það Choe sem batt endahnútinn á magnaðar sóknir liðsins. Choe skoraði þrjú mörk í fjórum leikjum og þykir einstaklega góður að klára færin sín. Hann er eldsnöggur, leikinn með boltann en vantar nokkuð upp á líkamlegan styrk - eins og reyndar flestir liðsfélagar sínir. CANER ERKIN (Tyrkland) Vinstri vængmaðurinn sem hefur verið kallaður hinn nýi Luis Figo. Hann þykir nánast þindarlaus, eins og stanslaus hlaup hans upp og niður vinstri vænginn hjá Tyrkjum á mótinu gáfu til kynna. Erkin er frábær sendingamaður en jafnfram mikill markaskorari og á mótinu skoraði hann þrjú mörk og lagði upp tvö. Síðast en ekki síst þykir hann mikill leið- togi inni á velli og smitar út frá sér með dugnaði sínum og ósér- hlífni. Er samningsbundinn Bayer Leverkusen í Þýskalandi þar sem skilaboð forráðamanna eru þau að Erkin sé ekki til sölu. TIM KRUL (Holland) Um leið og hann stígur inn á völlinn fangar þessi stóri og mikli mark- vörður óhjákvæmilega augu flestra. Leiðtogahæfileikar hans og sú virð- ing sem honum er sýnd skín í gegn og þykir hann minna mjög á sjálfan Peter Cech hjá Chelsea, bæði hvað líkamsburði og leikstíl varðar. Krul er á mála hjá Newcastle á Englandi og ef marka má frammistöðu hans fyrir Holland á heimsmeistaramót- inu verður hann farinn að veita Shay Given harða keppni um byrj- unarliðsstöðunna hjá liðinu jafnvel strax á næstu leiktíð. RAMON (Brasilía) Í liði þar sem nánast hvergi er veik- an blett að finna er erfitt að draga einhverja einstaklinga út. Þó má segja að án Ramon hefði brasilíska landsliðið líklega átt erfitt með að skora mörk. Ramon skoraði fjögur mörk í fjórum leikjum og náði ein- staklega vel saman við lykilmann- inn Anderson. Helstu kostir hans eru mikill hraði og ótrúlega góðar staðsetningar, en Ramon þykir búa yfir eðlisávísun sem vísar honum á þann stað sem boltinn kemur á - ekki ósvipað því sem Ruud van Nistel rooy hjá Man. Utd. hefur gert að vörumerki sínu. ■ STJÖRNUR FRAMTÍÐARINNAR Í ALÞJÓÐLEGUM FÓTBOLTA Fyrr í haust fór fram árlegt heimsmeistaramót U-17 ára landsliða í Perú. Í gegnum tíðina hafa margir af fremstu knattspyrnumönnum heims látið ljós sitt fyrst skína í þessari keppni og fengið í kjölfarið tækifæri hjá atvinnumannaliðum í fremstu röð. Mótið í ár var engin undantekning og þóttu nokkrir leikmenn skara fram úr. Hér eru þeir tíu helstu kynntir til leiks. RAMON Helstu kostir hans eru mikill hraði og ótrúlega góðar staðsetningar, en Ramon þykir búa yfir eðlisávísun sem vísar honum á þann stað sem boltinn kemur á. CANIR ERKIN Hann þykir nánast þindarlaus, eins og stanslaus hlaup hans upp og niður vinstri vænginn hjá Tyrkjum á mótinu gáfu til kynna. ANDERSON meiddist illa á fyrstu mínútum úrslitaleiksins gegn Mex- íkó. Án hans átti Brasilía enga glætu og beið að lokum ósigur, 3-0. GIOVANI DOS SANTOS Þessi örvfætti snillingur með boltann var uppáhald áhorfenda á mótinu, enda hreinræktaður skemmti- kraftur þegar hann fær boltann í fæturna. TIM KRUL Um leið og hann stígur inn á völlinn fangar þessi stóri og mikli mark- vörður óhjákvæmilega augu flestra. NURI SAHIN Með gríðarlega næmt auga fyrir spili, ótrúlega tækni og magnaðan hægri fót. Margir telja að þarna sé mögu- lega á ferð efnilegasti leikmaður sem Tyrkir hafa alið af sér. CARLOS VELA Hans helsta fyrirmynd er brasilíski framherjinn Ronaldo og þykir Vela svipa til hans inni á velli; leiftursnögg- ur og marksækinn með eindæmum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.