Fréttablaðið - 29.12.2005, Page 49
FIMMTUDAGUR 29. desember 2005 33
Það má með sanni segja að hátíð-
arstemning ríki á Vínbarnum
næstu daga. Tappar munu fljúga
úr freyði- og kampavínsflöskum
og gestir geta smakkað á vínum
frá heimsþekktum framleiðend-
um. Má þar nefna Mumm, Perrier
Jouet, Codorniu og Jacob’s Creek.
Áramótin eru tími freyðandi vína
og flugelda og tilvalið að koma
við á Vínbarnum og fá sér freyð-
andi eðalvín. Sérstök tilboð verða
í gangi.
Mumm Cordon Rouge Brut
Þetta er Formúlu 1 kampavínið
fræga. Því ekki að upplifa sömu
stemningu og frægir ökuþórar og
fagna nýju ári með stæl? Mumm
Cordon Rouge var fyrst kynnt
1875 með hinum áberandi rauða
borða frönsku heiðursorðunnar og
er eitt af vinsælustu kampavínum
heims.
Verð í Vínbúðum 2.850 kr.
Codorniu Semi Seco
Fyrirtaks freyðivín fyrir þá sem
vilja smá sætu. Eitt vinsælasta
freyðivínið á síðasta ári. Það
hefur ríkan ávaxtailm og bragð
sem minnir á epli og ristað brauð.
Opið og gott vín sem hentar við öll
tækifæri. Magnað vín fyrir lítinn
pening.
Verð í Vínbúðum 990 kr.
Jacob´s Creek Chardonnay-Pinot
Noir Brut
Freyðivín frá Ástralíu sem er
hlaðið verðlaunum og óhætt er
að mæla með. Framleitt sam-
kvæmt hefðbundnu kampa-
vínsaðferðinni en má auð-
vitað ekki heita kampavín
frekar en önnur freyðivín
sem framleidd eru utan
C h a m p a g n e - h é r a ð s .
Nefna má að boðið
hefur verið upp á það
á Saga Buisness Class
í vélum Icelandair
undanfarin misseri.
Verð í Vínbúðum
1.130 kr.
Flugeldasýning á Vínbarnum
Stemningin: Vert er að
minnast á húsið sem
hýsir staðinn þar sem
það er mjög flott að
utan. Staðurinn sjálf-
ur er mjög ljós og það er létt yfir
manni þegar maður gengur þar inn.
Það er eins og allt stress hreinlega
hverfi eins og dögg fyrir sólu við
innkomuna. Það má því segja að
umhverfið sé mjög afslappað. Bar-
inn gefur staðnum einnig skemmti-
legt yfirbragð þar sem hvítu og
ljósbrúnu litirnir fá að njóta sín vel.
Allt þetta gerir staðinn að nokkurs
konar blöndu margra áhrifa. Hægt
er að sjá ákveðna Miðjarðarhafs-
stemningu en jafnframt er margt
mjög íslenskt við hann.
Matseðill: Matseðillinn er mjög
blandaður. Hægt er að fá nokkra
fisk- og kjötrétti og einnig er boðið
upp á pasta. Einnig eru svokallaðir
klassískir réttir á boðstólnum. Þá er
einnig hægt að fá salat ef svo ber
undir. Einnig býður staðurinn leik-
húsgestum upp á þriggja rétta mál-
tíð sem eru súpa, lamb og brulée.
Þetta eru svona hálfgerðir hraðrétt-
ir sem henta fyrir þá sem vilja fara
út að borða fyrir leikhúsið en samt
njóta gæðamatar.
Vinsælast: Lambasteikin er vin-
sælust á Enrico’s. Vöðvinn er glóð-
arsteiktur og borinn fram með pip-
arrótarrjóma. Svo eru pastaréttirnir
einnig mjög vinsælir. Þar má nefna
tagliatelle með humar, hörpuskel,
sveppum og kóríandersósu svo
eitthvað sé nefnt.
Réttur dagsins: Það er ávallt
boðið upp á rétt dagsins í hádeg-
inu og það er mismunandi eftir
dögum hvað boðið er upp á. Það
rokkar frá fiskréttum til pastarétta
og allt þar á milli.
ENRICO‘S
LAUGAVEGI 3
VEITINGASTAÐURINN