Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 22
30. december 2005 FRIDAY22
Talsverðar sviptingar urðu
í stjórnmálum Evrópu á
árinu. Kjósendur í Frakk-
landi og Hollandi höfnuðu
stjórnarskrársáttmála
Evrópusambandsins í
þjóðaratkvæðagreiðslum.
Ákveðið var að hefja
viðræður um aðild Tyrk-
lands að ESB. Schröder
Þýzkalandskanzlari flýtti
kosningum og missti emb-
ættið til Angelu Merkel. Til
mestu óeirðabylgju síðustu
áratuga kom í innflytjenda-
hverfum franskra borga.
Árið var sannkallað hrakfara-
ár fyrir Jacques Chirac Frakk-
landsforseta. Franskir kjósendur
höfnuðu stjórnarskrársáttmála
Evrópusambandsins í þjóðarat-
kvæðagreiðslu í lok maí, en frum-
kvæði að henni hafði Chirac átt
og grátbeðið þjóð sína að svara
játandi.
Ólga í Frakklandi
Chirac neitaði þó að segja af sér
embætti vegna þessa ósigurs.
Þess í stað brást hann við þeirri
vantraustsyfirlýsingu á sig og
ríkisstjórnina, sem í niðurstöð-
um þjóðaratkvæðagreiðslunnar
fólst, með því að stokka upp í rík-
isstjórninni. Í stað hins óvinsæla
Jean-Pierre Raffarin settist Dom-
inique de Villepin í forsætisráð-
herrastólinn og Nicolas Sarkozy,
formaður Gaullistaflokks Chiracs
sem stefnir leynt og ljóst að for-
setaframboði er núverandi kjör-
tímabili Chiracs sleppir árið 2007,
fékkst til að taka að sér innanrík-
isráðuneytið. De Villepin er gam-
all samherji Chiracs og fyrrver-
andi atvinnudiplómat. Hann hefur
aldrei setið á þingi og reyndar
aldrei verið kjörinn í neitt það
embætti sem hann hefur gegnt.
Chirac lá eina viku á sjúkrahúsi
í október. Í fjölmiðlum voru leidd-
ar að því líkur að hann hefði feng-
ið minni háttar heilablóðfall en
læknar kölluðu kvillann annað.
Þessir kappar - Chirac,
Villepin og Sarkozy - lentu svo
í kröppum dansi á þriðja árs-
fjórðungi er mestu borgaróeirð-
ir síðustu áratuga brutust út í
innflytjendaúthverfum Parísar
og flestra annarra helztu borga
Frakklands. Óeirðirnar hófust
27. október í kjölfar slysadauða
tveggja unglingspilta af norður-
afrískum uppruna í úthverfinu
Clichy-sous-Bois norður af París.
Þegar þær höfðu staðið í marga
sólarhringa samfleytt - hundruð
bíla voru brennd á nóttu hverri
og margvíslegt annað eignatjón
unnið auk líkamsmeiðinga í átök-
um óeirðaseggja við lögreglu
og slökkvilið - dundi gagnrýni
á stjórninni fyrir að hafa leitt
hjá sér vandamálin í úthverfun-
um. Í þeim búa innflytjendur af
fyrstu, annarri og jafnvel þriðju
kynslóð milljónum saman í tak-
mörkuðum tengslum við franskt
atvinnu- og þjóðlíf.
Ágreiningur var líka innan
stjórnarinnar, meðal annars
vegna niðrandi orða sem innan-
ríkisráðherrann Sarkozy lét falla
um óeirðaseggina. Stjórnarand-
stöðuhópar sökuðu stjórnina um
að bera ábyrgð á því hve ástandið
er orðið alvarlegt, ýmist með því
að hafa brugðist of seint við eða
með því að hafa hleypt of mörg-
um innflytjendum inn í landið.
Öldurnar lægði ekki fyrr en eftir
að ríkisstjórnin brá á það ráð að
setja neyðarlög sem heimila yfir-
völdum á hverjum stað að setja
útgöngubann og gera húsleitir án
fyrirvara. Gildistími þeirra var
í lok nóvember framlengdur um
þrjá mánuði.
Umskipti í Þýzkalandi
Í lok maí, um sama leyti og Chirac
beið ósigur fyrir eigin kjósend-
um, varð kollegi hans Gerhard
Schröder, kanzlari Þýzkalands,
fyrir því að flokkur hans, þýzki
Jafnaðarmannaflokkurinn SPD,
beið niðurlægjandi ósigur í einu
helzta vígi sínu, sambandslandinu
Nordrhein-Westfalen. Þar hafði
flokkurinn haldið um héraðs-
stjórnartaumana í 39 ár samfleytt.
Á undan voru gengnir viðlíka
ósigrar flokks kanzlarans í fleiri
héraðsþingkosningum.
Schröder dró þá ályktun að
sér væri í þessari stöðu nauðugur
einn kostur að flýta kosningum
til Sambandsþingsins um heilt ár
og freista þess að sækja ferskt
umboð til kjósenda til að halda
áfram þeim kerfisumbótum sem
gert höfðu stjórn hans og flokk
eins óvinsæla og ófarirnar í hér-
aðsþingkosningunum sýndu. Hann
kom því svo í kring að kosningar
voru boðaðar 18. september.
Kosningunum lyktaði með því
að SPD fékk meira fylgi en spáð
hafði verið og aðalkeppinauturinn,
Kristilegir demókratar, minna en
spáð hafði verið. Kristilegir fengu
þó stærsta þingflokkinn og höfðu
þar með tilkall til að leiða næstu
ríkisstjórn. Ríkisstjórnarmyndun
reyndist hins vegar snúin þar sem
samanlagður þingstyrkur kristi-
legra og óskasamstarfsflokksins
FDP dugði ekki fyrir meirihluta.
Fráfarandi stjórnarflokkarnir
SPD og Græningjar höfðu þó enn
færri þingmenn. Enginn þess-
ara flokka vildi starfa með nýju
bandalagi vestur-þýzkra vinstri-
sósíalista og arftökum austur-
þýzkra kommúnista sem hlaut
óvænt mikið fylgi. Niðurstað-
an varð því „stóra samsteypa“,
stjórnarsamstarf kristilegra og
jafnaðarmanna undir forystu
Angelu Merkel, formanns CDU.
Hún er fyrsta konan og fyrsti
Austur-Þjóðverjinn sem gegnir
þýzka kanzlaraembættinu.
ESB-kreppu afstýrt
Leiðtogar ESB samþykktu í byrj-
un október, eftir tafir sem urðu á
ákvörðuninni vegna fyrirvara sem
Austurríkisstjórn setti við samn-
ingsumboðið, að hefja aðildarvið-
ræður við Tyrki. Gert er ráð fyrir
að viðræðurnar taki að minnsta
kosti áratug og ekki er fullvíst að
þeim ljúki með fullri aðild þessa
stóra grannríkis á suðausturjaðri
álfunnar. Ein af ástæðunum fyrir
því að Frakkar og Hollendingar
höfnuðu staðfestingu stjórnar-
skrársáttmálans var einmitt and-
staða við slíka stækkun ESB.
Á leiðtogafundi Evrópusam-
bandsins í desember tókst að ná
samkomulagi um fjárhagsáætlun
þess fyrir tímabilið 2007-2013,
en ágreiningurinn um hana hafði
verið svo mikill að í það stefndi
að samkomulag næðist ekki. Ekki
sízt vegna vilja til að afstýra því
að Evrópusamstarfið sykki í enn
dýpri kreppu eftir að staðfesting-
arferli stjórnarskrársáttmálans
stöðvaðist tóku leiðtogarnir á sig
rögg og fundu málamiðlun í fjár-
lagadeilunni. Niðurstaðan skil-
aði Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands sem gegndi formennsk-
unni í ESB síðari helming árs-
ins, hins vegar litlum vinsældum
heima fyrir.
audunn@frettabladid.is
CHIRAC Í MÓTBYR Frakklandsforseta var
margt mótgengt á árinu. NORDICPHOTOS/AFP
KANZLARASKIPTI Gerhard Schröder og
Angela Merkel skiptast á lyklavöldum í
kanzlarahöllinni í Berlín 22. nóvember.
NORDICPHOTOS/AFP
FRAKKAR SEGJA NEI Úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um stjórnarskrársáttmála ESB
í Frakklandi vakti mikla fjölmiðlaathygli.
NORDICPHOTOS/AFP
Sviptingar í Evrópu
ÓEIRÐIR Í FRAKKLANDI Franskir óeirðalögreglumenn sjást hér á vettvangi óeirða í innflytjendaúthverfi í Toulouse í SV-Frakklandi. Öldurnar
lægði ekki fyrr en eftir að ríkisstjórnin greip til þess ráðs að setja neyðarlög sem verða í gildi fram í febrúar. NORDICPHOTOS/AFP
HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005
Jóhannes Páll II
páfi deyr í Róm
Í einni fjölmennustu útför sem
nokkru sinni hefur farið fram í
mannkynssögunni var Jóhann-
es Páll II páfi lagður til hinstu
hvílu meðal forvera sinna í Pét-
urskirkjunni í Róm hinn 8. apríl.
Hann dó 2. apríl. Milljónir manna
um allan heim syrgðu páfa og
margir fylgdust með útförinni í
beinni sjónvarpsútsendingu, hér
á landi sem annars staðar.
Hundruð þúsunda kaþólskra
pílagríma kölluðu eftir því á Pét-
urstorginu að Jóhannes Páll II
yrði tekinn í dýrlingatölu.
„Ég er hér ekki aðeins til að
biðja fyrir honum, heldur líka til
að biðja til hans, því ég álít hann
vera dýrling,“ hafði AP-frétta-
stofan eftir Therese Ivers, 24 ára
stúlku frá Kaliforníu sem var í
líkfylgdinni.
Þýski kardinálinn Joseph
Ratzinger, sem var
kjörinn arftaki
Jóhannesar
Páls II
og tók sér páfanafnið Benedikt
XVI, flutti tilfinningaþrungna
líkræðu þar sem rakinn var fer-
ill hins farsæla forvera hans frá
verkamannstilveru í Póllandi
stríðsáranna til andlegs leiðtoga
þess milljarðs manna sem til-
heyrir kaþólsku kirkjunni.
Fyrirmennin frá öllum heims-
hornum sem voru við útförina
endurspegluðu þá miklu breidd
trúarbragða og menningarheima
sem Jóhannes Páll II leitaði eftir
samræðu við í nafni friðar,
skilnings og virðingar í páfatíð
sinni, sem spannaði alls 26 og
hálft ár. Þessi fjölbreytni setti
sterkan svip á líkfylgdina: Bisk-
upar rétttrúnaðarkirkjunnar í
síðum kuflum, rabbínar með jar-
múlkur og arabar með köflótta
höfuðklúta, Mið-Asíumenn með
lambaskinnshúfur og vestrænir
leiðtogar í jakkafötum. Alls voru
fulltrúar 138 þjóðlanda viðstadd-
ir. Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra var við útförina fyrir
Íslands hönd.