Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 48
 30. desember 2005 FÖSTUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Stóra svið SALKA VALKA Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 WOYZECK Í kvöld kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Su 8/1 kl. 20 Lau 14/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í kvöld kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við Leikfélagið Regínu Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 ���������������������������������� ���������� ��������������������������� ����������� ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ��������� ��������������������������������������������������������������� ����������������������������� ������������������������������������������������� ��� ��������� ������������������� ������������������������������������ ��������������� ������������ ����������������������������������������� � ������������ �������������� �� ����������� Kl. 20.00 Aton frumflytur tónverk eftir þau Önnu S. Þorvaldsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Ólaf Björn Ólafs- son og Charles Ross á áramótatón- leikum sínum í Iðnó. Áramótauppgjör menningarsmiðjunnar Populus tremula á Akureyri verður að þessu sinni helg- að skáldinu Magnúsi Þór Jónssyni, eða Megasi. Fjallað verður um skáldið og lesið úr verkum þess, gripið stuttlega niður í umfjöllun fræðimanna um skáldskap Megasar og hvernig hann nálgast íslenska menningararfinn í textum sínum. Af nógu er að taka, því Megas hefur sent frá sér þvílík ógrynni af textum að endast myndi í margra kvölda umfjöllun. Þrátt fyrir að kastljósinu verði einkum beint að skáldinu Megasi verður tónlistin ekki langt undan. Hljómsveit hússins ætlar að flytja nokkur af lögum Megasar, en sú hljómsveit er skipuð þeim Kristjáni Pétri Sigurðssyni, Arnari Tryggvasyni, Bárði Heiðari Sigurðssyni, Atla Hafþórssyni og Guðmundi Agli Erlendssyni. Gestaspilari með hljómsveitinni verður Orri Einarsson trommuleikari. Populus tremula er til húsa í kjallara Listasafns- ins á Akureyri, í Listagilinu svonefnda þar sem hinar ýmsu listgreinar hafa hreiðrað um sig. Unnendur Megasar ættu ekki að láta sig vanta á áramótauppgjörið sem hefst klukkan 22 í kvöld. Enginn aðgangseyrir verður innheimtur og gestum er að venju heimilt að hafa með sér malpoka. Kveðskapur Megasar Barokktónlist frá Englandi verður í hávegum höfð á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld. Nýstofnaður tónlist- arhópur, Reykjavík Barokk, þreytir þar frumraun sína. „Þetta verður skemmtileg blanda af tónlist aðalsins og almúgans í Bretlandi. Margt af þessu eru hálfgerðir poppslagarar þess tíma, bæði dansar og ballöður,“ segir Halla Steinunn Stefánsdótt- ir barokkfiðluleikari, sem kemur fram ásamt félögum sínum í Reykjavík Barokk á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld. Auk Höllu Steinunnar, sem leikur á barokkfiðlu, eru í hópnum þau Arngeir H. Hauksson lútu- leikari, Rebecca Austen-Brown blokkflautuleikari og Eyjólfur Eyjólfsson söngvari. Eyjólfur hefur oft sungið bar- okktónlist, nú síðast sem ein- söngvari í Jólaóratóríu Bachs í Hallgrímskirkju, og hljóðfæra- leikararnir þrír hafa allir sérhæft sig í flutningi gamallar tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Öll notast þau við sams konar hljóðfæri og notuð voru á barokk- tímanum, sem eru á ýmsan hátt frábrugðin því sem nú tíðkast. „Hvað fiðluna snertir þá er til dæmis boginn öðruvísi og það eru færri hár. Það er líka algengt að maður stilli hljóðfærið aðeins lægra þannig að tónninn verð- ur afslappaðri. Svo eru notaðir girnisstrengir í hljóðfærið.“ Halla Steinunn segir að allt þetta eigi mjög vel við tónlist bar- okktímans, því auðveldara verð- ur að ná fram þeim léttleika sem hæfir tónlistinni svo vel. Hún segir að hljóðfæraleikn- um fylgi sömuleiðis heilmikið grúsk. Menn þurfi að setja sig inn í samfélagshætti fyrri tíma og kynna sér ýmsar fræðigreinar sem tengist tónlistinni og tíðar- andanum. „Maður er til dæmis að setja sig inn skreytilist og nótnaskrift þessa tíma. Einnig er gott að vera góður í tungumálum því hljóð- færaleikarinn þarf oft að herma eftir texta söngvarans. Þá þarf að vita hvar áherslurnar lenda í texta söngvarans og geta spilað það á hljóðfærið. Maður getur sagt að þetta tvinni saman áhuga- mál sem eru tónlist og sagnfræði og tungumál, þetta er alveg full- komin blanda af þessu þrennu.“ Yfirskrift tónleikanna í Frí- kirkjunni er „Puddings and Pies“, sem vísar til þeirrar bresku jóla- hefðar að bjóða upp á jólakökur og jólabökur við öll mannamót um hátíðarnar. Jafnframt er þessi yfirskrift sótt í verk sem naut mikilla vinsælda í Lundúnum á sínum tíma. Á tónleikunum verður flutt barokktónlist frá Englandi sem veitir góða innsýn í hið blóm- lega tónlistarlíf Lundúnaborgar á sautjándu öld. Auk vinsælla alþýðuslagara frá þessum tíma verða flutt söngverk eftir nokkra af risum breskrar barokktónlist- ar, þá John Blow, Henry Purcell og J.H. Pepusch. Einnig hljómar á tónleikunum hljóðfæratónlist eftir Matthew Locke og Nicola Matteis. Popptónlist frá 17. öld ARNGEIR H. HAUKSSON LÚTULEIKARI, REBECCA AUSTEN-BROWN BLOKKFLAUTULEIKARI, HALLA STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR BAROKKFIÐLU- LEIKARI OG EYJÓLFUR EYJÓLFSSON SÖNGVARI Þau ætla að gefa tónleikagestum í Fríkirkjunni innsýn í hið blómlega tónlistarlíf Lundúna- borgar á sautjándu öld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 27 28 29 30 31 1 2 Föstudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Tónlistarhópurinn Reykjavík Barokk flytur barokktónlist frá Englandi í Fríkirkjunni í Reykjavík.  20.00 Jóla- og nýárstónleikar Atóns verða í Iðnó.  20.30 Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur jólasöngva í Kristskirkju við Landakot. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Einnig munu eldri kórfélagar syngja nokkur lög og er Aron Axel Cortes stjórnandi þeirra.  Karl Henry, Pétur Ben, Shadow Parade, The Telepathetics og hljómsveitin Ég á Gauknum. ■ ■ SKEMMTANIR  Alíslenskt klúbbakvöld verður á Nasa. Fram koma Dj Danni, Funk Harmony Park, Dr Mr & Mr Handsome, Toybox og Grétar G. ■ ■ SAMKOMUR  17.00 Hin árlega Jólatrés- skemmtun SÁÁ verður haldin að Stangarhyl 4, í nýju húsnæði eldri borgara. Hrókur alls fagnaðar sér um tónlistina af sinni alkunnu snilld. Kaffi og kökur í boði, allir krakkar fá nammi og svo kemur jólasveinninn í heimsókn.  22.00 Áramótauppgjör Populus tremula á Akureyri er helgað skáld- inu Megasi. > Ekki missa af ... ... Jólaævintýri Hugleiks, sem sýnt verður í Tjarnarbíói í dag í næstsíðasta sinn. ... Manntafli, einleik Þórs Tulinius í Borgarleikhúsinu, sem saminn er upp úr sögu Stefans Zweig. ... öðruvísi Vínartónleikum sem verða í Íslensku óperunni 8. janúar næstkomandi. Þar flytur kammersveitin Ísafold tónlist frá Vínarborg ásamt Ágúst Ólafssyni baritónsöngvara. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.