Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 6
6 30. december 2005 FRIDAY Afgrei›slutími Sparisjó›sins um áramótin Heimabanki og hra›bankar Sparisjó›sins eru alltaf a›gengilegir 2. janúar 2006 – loka› 3. janúar 2006 – hef›bundinn afgrei›slutími www.spar.is BRUNI Maður bjargaði konu úr brenn- andi íbúð við Bergþórugötu í fyrri- nótt. Maðurinn, sem býr á annarri hæð hússins, segist hafa orðið var við mikla reykjarlykt um hálfeitt- leytið og séð mikinn reyk leggja upp af íbúð á jarðhæð hússins. Eftir að hafa reynt árangurslaust að ná sam- bandi við íbúa íbúðarinnar, sem er lítil stúdíóíbúð sem reykinn lagði frá, fann hann sér leið inn í íbúðina, fann konuna sem þar bjó sofandi og kom henni út. Því næst gerði hann íbúa í stúdíóíbúð gegnt íbúðinni sem kviknaði í viðvart. Slökkvilið fékk útkall klukkan 01.40 og var komið á vettvang þrem- ur mínútum síðar, útbúið tveimur dælubílum og tíu slökkviliðsmönn- um. Reykkafarar leituðu af sér allan grun í íbúðunum tveimur á jarðhæðinni og svo hófst slökkvi- starf sem gekk vel að sögn Gunn- ars Björgvinssonar, stöðvarstjóra stoðdeildar slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins. Íbúðin er talin gjörónýt og ein- hverjar skemmdir urðu af völdum reyks og sóts í íbúðinni gegnt henni og í sameign hússins. Orsakir brun- ans eru ókunnar að svo stöddu, en málið er í rannsókn lögreglu. Konan sem bjó í íbúðinni sem brann var flutt á slysadeild vegna reykeitrunar og hafði hún ekki verið útskrifuð í gær þegar Fréttablaðið hafði samband við bráðamóttökuna í Fossvogi. Líðan hennar er stöðug, að sögn vakthafandi læknis. - æþe Eldsvoði í kjallaraíbúð við Bergþórugötu í fyrrinótt: Konu bjargað úr brennandi íbúð ELDUR Í ÍBÚÐ VIÐ BERGÞÓRUGÖTU Litlu munaði að illa færi þegar kviknaði í lítilli stúdíóíbúð. MOSKVA, AP Rússnesk þingnefnd sem farið hefur yfir harmleikinn í þorpinu Beslan í héraðinu Norður- Ossetíu í Rússlandi á síðasta ári sakar yfirvöld löggæslunnar í bænum um gáleysi. Þá er lögregla sögð hafa virt að vettugi fyrirmæli um að efla öryggi í skólum. Þriggja daga umsátri her- skárra múslima frá Tsjetsjeníu um skólabyggingu í Beslan í sept- ember á síðasta ári lauk með blóð- baði. Rúmlega þrjú hundruð létu lífið, meira en helmingurinn börn. Hlutur yfirvalda í ástandinu sem myndaðist verður rannsakaður síðar að sögn formanns nefndar- innar, Alexanders Torshin. - ht Harmleikurinn í Beslan: Yfirvöld sökuð um gáleysi SKIPULAGSMÁL „Þessi úrskurður merkir að gamla skipulagið er áfram í gildi þangað til annað verður ákveðið. Það er síðan í höndum samvinnunefndar mið- hálendisins hvernig hún hagar framhaldinu,“ segir Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfis- ráðherra. Með gamla skipulaginu og gildandi lögum um raforkuver er gert ráð fyrir Norðlingaöldu- veitu við friðland Þjórsárvera í samræmi við úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfis- ráherra, fyrir þremur árum. Óskar Bergsson, formaður samvinnunefndar miðhálend- isins, segir að með afgreiðslu umhverfisráðherra sé ljóst að nefndin fari með skipulags- valdið á hálendinu. „Það er hins vegar sérstakt að úrskurður Jóns Kristjánssonar frá 2003 er bundinn í sérstökum lögum um raforkuver. Við getum ekki breytt lögum þótt við förum með skipulagsmál á hálendinu. Þetta þýðir að ef við ætlum að sam- þykkja Norðlingaölduveitu verð- um við að gera það í samræmi við umræddan úrskurð Jóns Kristjánssonar,“ segir Óskar. Í breytingartillögum sínum hafði samvinnunefndin ekki gengið að ýtrustu kröfum Lands- virkjunar um stærð Norðlinga- ölduveitu og skert vinnslugetu hennar um því sem næst fjórð- ung. Þess í stað hafði nefndin lagt til orkuvinnslusvæði á jarð- hitasvæði við Hágöngur en það jafnast á við helmingsafköst Kárahnjúkavirkjunar. Þetta þóttu vera grundvallar- breytingar sem auglýsa hefði þurft sérstaklega. „Ég komst í grundvallaratriðum að sömu nið- urstöðu og Skipulagsstofnun og samþykkti ekki þann hluta sem fól í sér grundvallarbreyting- ar, þannig að gamla skipulagið gildir og þar fyrir innan er gert ráð fyrir lóninu umdeilda,“ segir umhverfisáðherra. Óskar segir að nú sé ákveðnu ferli lokið og nú sé að bíða og sjá hvort samvinnunefndinni berist ný erindi frá framkvæmdaað- ila eða sveitarfélögun miðað við niðurstöðu ráðherra. „Megin- atriði er að enn ríkir óvissa um framtíð Þjórsárvera,“ segir Óskar. johannh@frettabladid.is NORÐLINGAALDA Horft upp Þjórsá í átt að Hofsjökli. Áfram óvissa um Þjórsárver Umhverfisráðherra hafnar tillögum samvinnunefndar miðhálendisins um grundvallarbreytingar á skipu- lagi sunnan Hofsjökuls. Úrskurðurinn heimilar ekki sjálfkrafa framkvæmdir við Norðlingaölduveitu þótt eldra skipulag sé áfram í gildi. Óvissa ríkir áfram um stærð friðlands í Þjórsárverum. BARNAGÆSLA „Fjölmargar hafa hætt á árinu og mér vitandi hefur ekki tekist að fylla þau skörð sem þær skildu eftir sig,“ segir Helga Kristín Sigurðardóttir, sem situr í stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra. Mikill skortur er á dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu og í nágranna- sveitarfélögum og er töluverður fjöldi foreldra úrræðalaus með börn sín. Helga Kristín, sem er ein af 150 dagforeldrum í Reykjavík, segir símann ekki hafa stoppað síðustu vikur og enginn vafi leiki á að marg- ir foreldrar verði að gera sér að góðu að sitja heima með börn sín þar sem víða fáist ekki inni á leikskólum og dagforeldrar séu fáir og flestir með fullbókað. „Það hefur orðið fækkun enda eru launin í þessu ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við fengum reyndar hækkun á niðurgreiðslum hér fyrr í vetur sem kom sér auð- vitað vel en sú hækkun breytti litlu. Nokkrar þeirra sem ætluðu sér að hætta sáu sig um hönd en margar fóru, enda er auðvelt að finna önnur betur launuð störf í þjóðfélaginu þessa dagana.“ Á heimasíðu menntasviðs Reykja- víkurborgar eru tíu dagforeldrar skráðir á svæði 101. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að starfandi séu þar aðeins sex eða sjö og þar af er ein að hætta á næstunni. Flestir dagforeldrar finnast í úthverfum, í Grafarvogi og Breiðholti. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs borgar- innar, segir vissulega skort á dag- foreldrum en vill ekki meina að hann sé tilfinnanlegur. „Það er með þessi störf eins og flest önnur slík að þegar uppgangur er í þjóðfélaginu er oft meira í boði annars staðar og margir kjósa að nýta sér það.“ - aöe Í FÁ HÚS AÐ VENDA Lokun deilda á leik- skólum og almenn fækkun dagforeldra í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæð- inu hefur haft í för með sér að margir foreldrar verða að gera sér að góðu að vera heima. Skortur á dagforeldrum á öllu höfuðborgarsvæðinu: Sárvantar dagforeldri í höfuðborginni ÓSKAR BERGS- SON, FORMAÐUR SAMVINNUNEFNDAR MIÐHÁLENDISINS „Skipulagsmálin eru hjá nefndinni en óvissa ríkir áfram um Þjórsárver.“ SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR UMHVERFISRÁÐ- HERRA „Gamla skipulagið verður áfram í gildi þar til annað verður ákveðið.“ NORÐLINGAALDA Stærð Norðlingaöldulóns og vinnslugeta ræðst af hæsta leyfilega vatnsborði þess yfir sjávarmáli. Tveir metrar til eða frá geta skipt miklu máli. Kvóti á ísbjarnaveiðar Í fyrsta sinn hafa stjórnvöld á Grænlandi ákveðið að setja hömlur við því hversu margir ísbirnir verða felldir af veiðimönnum í landinu. Heimilt verður að veiða að hámarki 150 hvítabirni á árinu 2006, að því er greint er frá á fréttavef græn- lenska útvarpsins, KNR. Veiðikvótinn var ákveðinn með tilliti til meðalfjölda felldra dýra á tímabilinu 1993-2002. GRÆNLAND TULKAREM, AP Lögregla í Palestínu leitar ákaft breskrar konu á þrítugs- aldri og foreldrum hennar en þeim var rænt í bænum Rafah á Gaza- ströndinni að kvöldi miðvikudags. Konan hefur unnið við hjálparstörf á svæðinu að undanförnu og voru foreldrarnir í heimsókn hjá henni. Þá sprengdi maður sprengju sem hann var með innanklæða við vegartálma í bænum Tulka- rem á Vesturbakkanum síðdegis í gær. Ísraelskur hermaður og tveir Palestínumenn biðu bana. Varað hafði verið við árásinni og því var vegartálminn settur upp. Talið er að samtökin Heilagt stríð hafi staðið á bak við tilræðið. ■ Ólga í Palestínu: Breskri fjöl- skyldu rænt FALLBYSSUSKOT Ísraelsher hefur komið upp hlutlausu svæði í kringum Gaza-ströndina til að koma í veg fyrir sprengjuárásir þaðan. Svæðið er varið með linnulausri fallbyssu- skothríð. fRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Á að auka þjónustu við eldri borgara? Já 91% Nei 9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Var ákvörðun Kjaradóms um að breyta ekki niðurstöðu sinni rétt? Segðu skðun þína á Vísis.is SJÁVARÚTVEGUR Stofnað verður nýtt félag um rekstur landvinnslu Brims á Akureyri og Grenivík undir heitinu Útgerðarfélag Akur- eyringa (ÚA), líkt og félag- ið hét áður en það varð hluti af Brims- samsteypunni. Guðmundur Kristjánsson, f o r s t j ó r i Brims, kynnti í gær starfsfólki félagsins á Akureyri breyt- ingar er lúta að skipulagi og uppbygg- ingu félagsins. Markmiðið með breytingunum er að skerpa línur í rekstrin- um og gera einingar innan Brims sjálfstæðari. „Starfsfólki í land- vinnslunni á Akureyri eða Greni- vík verður ekki sagt upp og sjó- menn félagsins þurfa heldur ekki að óttast um sín störf. Við ætlum að endurnýja vinnslulínuna á Akureyri og sækja fram af krafti með stuðningi þess góða starfs- fólks sem starfar hjá félaginu,“ segir Guðmundur. - kk Skipulagsbreytingar hjá Brimi: Engum verður sagt upp GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON Á fundinum í gær upplýsti forstjóri Brims að 478 millj- óna króna hagnaður hefði verið af rekstri félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.