Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 50
 30. desember 2005 FÖSTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is > plata vikunnar ISOLÉE: WEAREMONSTERS „Önnur breiðskífa Isolée er þægi- legt ferðalag niður rafstrauminn. Naumhyggjulegt ambient teknó sem framkallar myndir í huga hlustandans.“ BÖS > popptextinn „Takið eftir næsta lagi sem hljómar Það gæti verið flott Takið eftir næsta lagi sem hljómar Það gæti verið gott“ HIÐ SKEMMTILEGA TAKIÐ EFTIR NÆSTA LAGI!! AF ANNARRI PLÖTU ÉG, PLATA ÁRSINS, SEM ER EINMITT TILNEFND SEM PLATA ÁRSINS Á ÍSLENSKU TÓNLISTAR- VERÐLAUNUNUM. > Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Ég: Plata ársins, Garðar Thor Cortes: Cortes, Ýmsir: Hjálpum þeim, Karen Dalton: It´s So Hard to Tell Who´s Going to Love You the Best og Sufjan Stevens: Illinois. Hljómsveitin Pixies, sem hélt tvenna tónleika í Kaplakrika á síðasta ári, er byrjuð að undirbúa nýja hljóðversplötu. Síðasta plata sveitarinnar, Trompe Le Monde, kom út árið 1993 og því eru þetta afar góð tíðindi fyrir aðdáendur sveitarinn- ar. Tvö ár eru liðin síðan Pixies kom saman á nýjan leik en fram að því hafði endurkoma sveit- arinnar verið talin óhugsandi. Tónleikaferðalag hennar um heiminn hefur gengið vonum fram- ar og því kemur ekki á óvart að ný plata sé í vændum. Frank Black, forsprakki Pixies, staðfesti að undirbúningur að plötunni væri hafinn í nýlegu viðtali við Boston Globe. „Þetta er rétt en ég verð að passa mig á því að semja góð lög. Við í Pixies hugsum núna: „Hvað ef þessi plata verð- ur ekki eins góð og þær gömlu?“ sagði Black. Hinn 3. janúar er síðan væntanleg tvöföld tónleikaplata með Pixies sem nefnist Hey - Live Pixies. Var hún tekin upp á tónleikaferðalagi sveitarinnar um Bretland og Bandaríkin og hefur að geyma 28 slagara á borð við Here Comes Your Man, Debaser, Monkey Gone to Heaven, Gigantic og U-Mass. Platan, sem er gefin út af Pixies, verður ein- göngu seld á netinu og nú þegar geta áskrifend- ur eMusic keypt lögin á undan öllum öðrum. Tvær Pixies-plötur á leiðinni Hljómsveitin Without Gravity, sem áður hét Tenderfoot, er hætt störf- um. Upp úr rústum henn- ar hefur verið stofnaður dúettinn Bluebird með þá Karl Henry Hákonarson og Kristján Má Ólafsson innanborðs. Þeir Karl Henry og Kristján Már voru áður saman í hljómsveitinni Útópía. „Svona er þetta bara, leiðir skilja,“ segir Karl Henry, fyrrver- andi söngvari Without Gravity, um endalok sveitarinnar. „Ég held ég fari ekkert nánar í það. Menn vinna misjafnlega saman.“ Undir nafninu Tenderfoot gaf sveitin út eina plötu, Without Gravity, á síðasta ári. Fékk hún mjög góðar viðtökur og héldu margir að hljómsveitin ætti eftir að gera stóra hluti erlendis. Gerð- ur var útgáfusamningur við breska fyrirtækið One Little Indian og var platan gefin út í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum við ágætar undir- tektir, sér í lagi í Bandaríkjunum. Það telst varla skrýtið enda hafði tónlist sveitarinnar yfir sér róleg- an og sveitalegan blæ, oftast nær órafmagnaðan, þar sem angurvær söngur Karls sveif yfir vötnunum. Ekkert varð þó úr því ævintýri og aðeins ein plata varð uppskeran eftir þriggja ára samstarf. Dúettinn Bluebird hefur þegar spilað á frumsýningu heimildar- myndarinnar Gargandi snilld í London sem gekk frábærlega að sögn Karls auk þess sem þeir félag- ar eru á leið til Bandaríkjanna í næstu viku. Útvarpsstöðin KFCW í Los Angeles mun taka upp tón- leika auk þess sem sveitin spilar hjá WFMU í New Jersey. Einnig eru nokkrir tónleikar fyrirhugaðir þar í landi. Fyrstu tónleikar Bluebird voru haldnir á Búðum í byrjum desem- ber en tónleikar dúettsins á Gauki á Stöng í kvöld, þar sem fleiri sveitir koma fram, eru þeir fyrstu á höfuð- borgarsvæðinu. „Það er gaman að takast á við eitthvað nýtt. Annars er ég ekkert að taka neina u-beygju í músíkinni. Ég er áfram í rólegum kassagítarleik, það er minn heima- völlur,“ segir Karl um nýju hljóm- sveitina. Karl spilaði í gærkvöldi ásamt fleirum á tónleikum til minningar um bandaríska tónlistarmanninn Elliott Smith. „Ég hef hlustað á hann lengi og orðið fyrir miklum áhrifum frá honum. Það er mikið af brilljant stöffi sem hann gerði en ég fíla betur það sem hann gerði fyrr á ferlinum,“ segir hann. Bluebird hefur gert samning við One Little Indian og með honum segist Karl vera að halda þeim kyndli á lofti sem Without Gravity skildi eftir sig. Fyrsta plata Blue- bird er væntanleg um mitt næsta ár en upptökur hefjast á næstunni. freyr@frettabladid.is Bluebird stofnuð úr rústum Without Gravity Karl Henry Hákonarson, til hægri, og Kristján Már Ólafsson skipa sveitina Bluebird. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ladytron: Witching Hour „Þriðja breiðskífa Ladytron er bæði tap og sigur. Hún er ekki nægilega fjölbreytt til þess að halda samningi þeirra við útgáfurisann Island, en nægilega metnaðarfull til þess að liðsmenn haldi höfði upp úr vatni.“ BÖS Leikhópurinn Á senunni: Kabarett „Þórunn Lárusdóttir stendur upp úr á plötu sem er ágætis minjagripur um sýninguna en hefur takmarkað gildi ein og sér.“ VG Mugison: A Little Trip „Smekkleg plata sem stendur vel fyrir sínu ein og sér, og líklega besta kvikmyndatónlist Íslendings til þessa.“ VG Ýmsir: Úr vísnabók heimsins „Hér er á ferðinni algjör perla sem heillar hvern mann upp úr skónum. Platan rennur ljúflega í gegn og erfitt er að brosa ekki út í annað við að heyra barnslegar raddir syngja fallegar vísurnar.“ BG KK og Ellen: Jólin eru að koma „Falleg jólaplata sem jafnvel þeir sem þjást af jólaóþoli geta sætt sig við.“ VG Sign: Thank God For Silence „A Little Bit er langbesta lag þessarar þriðju plötu Sign. Hin lögin eru flest hver lítt eftir- minnileg og bara alls ekki nógu grípandi.“ FB Sveppi, Nylon, Jónsi o.fl.: Jólaskraut „Jólaskrautið á örugglega eftir að koma fólki í réttu stemninguna mitt í allri jólaösinni. Friðrik Ómar stendur upp úr en fast á hæla hans kemur Heiða. Sveppi hefði mátt missa sín.“ FB Svala: Bird of Freedom „Það er bjart yfir þessari nýjustu plötu Svölu. Um helmingur plötunnar er í fínu lagi og þar sannast að Svala er hæfileikaríkur tónlistar- maður.“ FB Hjálmar: Hjálmar „Allir Hjálmarnir komast vel frá sínu á þessari samnefndri plötu sveitarinnar en stjarna Sigurðar Guðmundssonar skín þó skærast. Frá- bær plata sem allir ættu að eiga í safni sínu.“ BG Freyr Bjarnason, Birgir Örn Steinarsson Borghildur Gunnarsdóttir, Valur Gunnarsson. SMS UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Rokksveitin Sonic Youth, sem hélt eftirminnilega tónleika hér á landi fyrr á árinu, er að undirbúa nýja plötu. Upptökur eru hafnar í Sear Sound-hljóðverinu þar sem plöt- urnar Sister og Experimental Jet Set, Trash and No Star voru tekn- ar upp ásamt plötu forsprakkans Thurston Moore, Psychic Hearts. Á meðal laga sem hafa verið tekin upp eru Pink Steam, Do You Believe in Rapture?, Or og Sleep- in’ Around. Platan er væntanleg einhvern tímann á næsta ári en síðasta plata Sonic Youth, Sonic Nurse, kom út á síðasta ári. Ný plata á næsta ári SONIC YOUTH Rokksveitin tilraunakennda gefur út nýja plötu á næsta ári. Mike Skinner, eða The Streets eins og hann kallar sig, vill að rappar- inn Snoop Dogg og Gwen Stefani syngi á sinni þriðju plötu. Platan nefnist The Hardest Way to Make an Easy Living og er væntanleg á næsta ári. Skinner telur að þátttaka þeirra á plötunni myndi hjálpa sér að slá í gegn í Bandaríkjunum. „Það gæti verið erfitt að fá þau fyrir þessa plötu en ég næ þeim þá bara fyrir næstu plötu á eftir,“ sagði hann. ■ Vill fá Snoop og Gwen THE STREETS Rapparinn Mike Skinner vill að Snoop Dogg og Gwen Stefani syngi á sinni nýjustu plötu. af flví besta! Brot Dunilin gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega servíettuskreytingu í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar flér a› ná fram fleirri stemningu sem flú leitar eftir. Í verslunum liggur frammi bæklingur frá Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir a› servíettubrotum og bor›skreytingum. E N N E M M / S IA / N M 18 8 3 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.