Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 12
 30. december 2005 FRIDAY12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SELTJARNARNES LINDARBRAUT 45 Björn St. Bergmann og Sólveig H. Kristinsdóttir. Mjög einfaldar en um leið listrænar skreytingar sem gefa húsinu fallegan heildarsvip. REYKJAVÍK URRIÐAKVÍSL 3 Eigendur eru Gréta Alfreðsdóttir og Smári Þ. Ingvarsson. Ljósaskreytingarnar falla vel að útlínum hússins og ljósa- myndirnar eru skemmtilegar. Orkuveita Reykjavíkur veitti í gær viðurkenningar fyrir jólaljósaskreytingar á veitu- svæðinu sínu. Eins og sjá má af myndunum voru skreyt- ingarnar sem verðlaunaðar voru af ýmsu tagi og ekki dugði magnið eitt til að hljóta viðurkenningu. Ljósaskreyt- ingum fjölgar ár frá ári og átti dómnefnd í mestu vand- ræðum með að velja úr. Með myndunum fylgja umsagnir dómnefndar. GARÐABÆR MÓAFLÖT 23 Eigendur eru Hrafnkell Helgason og Sigrún Aspelund. Fjölmörg há og fallega vaxin grenitré setja svip sinn á eldri hverfi Garðabæjar og þetta tré er fallega skreytt. Ljósin gera gæfumuninn MOSFELLSBÆR RITUHÖFÐI 9 Eigendur eru Bryngeir Jónsson og Helga Dögg Reynisdóttir. Ljósadýrðin nýtur sín vel á þessu húsi og skreyting smekkleg. KÓPAVOGUR HLÍÐARHVAMMUR 7 Eigendur eru Markús Ingason og Oddný Hólmsteinsdóttir. Mikil skreytigleði er í fyrirrúmi, hús og gróður í garðinum mikið skreytt. AKRANES LEYNISBRAUT 27 Eigendur eru Eygló Tómasdóttir og Þorgils Sigurþórsson. Sérlega skemmtilegar skreytingar, sem að stórum hluta eru heimasmíðaðar. Nú liggur vel á mér „Það liggur fyrir að ég ræddi við formann Kjaradóms um þetta mál. Hann svaraði mér með bréfi og við ræddum saman. Það liggur fyrir.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FOR- SÆTISRÁÐHERRA UM STÓRA KJARADÓMSDMÁLIÐ Í MORGUN- BLAÐINU. Þá er bara að skrifa í Moggann „Ljósmyndarinn leit ekki við mér eða öðrum almennum tónleikagestum í kring- um mig því við erum bara almúginn sem enginn hefur áhuga á að sjá í glanstíma- riti enda ekki söluvæn vara.“ GUÐMUNDUR GUÐBJARNASON Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU UM GAGNRÝNI Á HÁTÍÐARHLJÓMLEIKA SVEITARINNAR. Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 Nýr Skötuselur Laxaflök „Mér finnst þetta vera brandari og maður spyr sig fyrst forsætisráðherra sendir kjaradómi bréf og óskar eftir að hann breyti sínum dómi hvort hann geri slíkt hið sama við hæstarétt og héraðsdóma,“ segir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri, útvarpsmaður og varaþingmaður Frjálslynda flokksins um stöðuna í kjaradómsmálinu. Hann segir að líklega sé orðið of seint að kalla þing saman þar sem það þurfi helst að gera með sólarhrings fyrirvara og laun, með hækkunum, verði greidd út annan janúar. Um úrskurð kjaradóms segir Grétar Mar: „Kjaradómur vinnur bara eftir þeim lögum sem um dóminn gilda. Ef þeir hefðu breytt einhverju hefðu þeir þar með sagt að þeir hafi gert vitleysu. Ég tek því ofan fyrir kjaradómi að halda sig við dóm sinn. Hins vegar þarf að breyta lögunum um dóminn svo hann sé ekki að elta hæstu laun í landinu og miða útreikninga sína við það.“ SJÓNARHÓLL KJARADÓMSMÁLIÐ Brandari GRÉTAR MAR JÓNSSON SKIPSTJÓRI OG ÚTVARPSMAÐUR „Ég er nokkuð hress, það viðrar vel hér við Djúpið miðað við árstíma. Hér er venjulega snjóþungt en nú er ekki snjór á grund. Það eru helst þessi póstmál hér við Djúpið sem gera manni gramt í geði en ég hef þó trú á því að þetta mál verði leyst farsællega. Þó var einnig annað mál farið að valda mér nokkrum áhyggjum en þá hafði ég fengið vænan lambhrút frá Bassastöðum til kynbóta. Þegar hingað var komið virtist hrúturinn hins vegar ekki hafa nokkra náttúru til að sinna sínu hlutverki. Í þrjá daga spókaði hann sig um og leit ekki við ánum. Það var frekar súrt í broti að hafa svo álitlegan kynbótagrip hér á bænum sem ætlaði svo ekki að verða að neinu gagni. Þá kvað ég þetta: Töltir um með tregasvip/ tárum vætist klútur,/ Að horfa á þenn- an góða grip / sem gagnast ei sem hrútur. En svo var það eina nóttina að hann tók við sér og þá var mér létt.“ En jólin hafa sennilega oftar verið fjörugri hjá Indriða en í ár því kona hans var fyrir sunnan vegna sjúkra- húslegu sonar hennar og fóstursonar Indriða. „Hún hefur alltaf staðið fyrir skötuveislu á Þorláks- messu en henni verður frestað þangað til frúin kemur aftur. Ég saknaði þess vegna skötunnar og frúarinnar nokkuð þessi jól en það verða bara þeim mun betri litlu jól þegar hún kemur aftur. Þá verður soðin skata og svo gerðar skötustöppur en sá er siður okkar Vestfirðinga að stappa skötuna sem afgangs verður og setja í form. Svo er hún sett í frysti og tekin fram við ýmis tækifæri og þá borðum við þetta kalt. Þetta er afar hollur biti,“ segir bóndinn og er greinilega farinn að hlakka til litlu jólanna. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? INDRIÐI AÐALSTEINSSON FRÁ SKJALDFÖNN VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP Kynbótahrúturinn virtist náttúrulaus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.