Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 58
46 30. december 2005 FRIDAY
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
DESEMBER
27 28 29 30 31 1 2
Föstudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Njarðvík og Keflavíkmætast
í Iceland Express-deild karla í körfu-
bolta í Njarðvík.
■ ■ SJÓNVARP
18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.
18.12 Sportið á Sýn. Farið verður
yfir íþróttafréttir dagsins.
18.30 Gilette-sportpakkinn á
Sýn.
19.00 Forsetabikarinn 2005 á
Sýn. Bandaríska golflandsliðið mætir
stjörnuliði alþjóðlegra kylfinga. Áður
á dagskrá í september.
20.00 Motorworld á Sýn.
20.30 NFL-tilþrif á Sýn.
Tippaðu á næsta sölustað eða á 1x2.is fyrir kl. 14 á laugardag
– aðeins 10 krónur röðin!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
KÖRFUBOLTI „Ég sé ekki eftir því
að hafa komið til Njarðvíkur.
Liðinu hefur vegnað vel og ég er
búinn að vinna minn fyrsta titil á
Íslandi, sem var frábært. Ég held
að við séum með lið sem geti verið
í baráttunni um alla þá titla sem
eru eftir,“ segir Jeb Ivey, sem kom
til Njarðvíkur fyrir tímabilið í ár
eftir að hafa spilað frábærlega
með Fjölni í fyrra.
Fjölnir hafði hug á því að halda
Ivey í sínum röðum í ár en eftir
að reglum um fjölda Bandaríkja-
manna í liðum hér á landi var
breytt á árinu var ljóst að Ivey
myndi þurfa að skipta um lið.
„Ég bjóst alltaf við því að Fjölnir
myndi fá stóran Kana en ekki bak-
vörð eins og mig,“ segir Ivey.
Forráðamenn Njarðvíkur voru
ekki lengi að bregðast við og segir
Ivey að skipti hans til Njarðvíkur
hafi borið fljótt að. „Þeir hringdu í
mig og spurðu mig hvort ég væri
til í að spila með þeim á næsta
tímabili. Og ég sagði já. Það var
svo einfalt.“
Einar Árni Jóhannsson, þjálf-
ari Njarðvíkur, segist lengi hafa
rennt hýru auga til Ivey. „Hann
var þessi leikmaður sem okkur
vantaði síðasta vetur, leikmaður
sem getur tekið af skarið þegar
á þarf að halda. Hann er mikill
fengur fyrir liðið,“ segir Einar.
Leiktíðin í ár er sú þriðja í röð
sem Ivey spilar hér á landi. Hann
kom fyrst til landsins árið 2003 og
spilaði framan af með KFÍ á Ísa-
firði áður en hann þurfti að snúa
heim til Bandaríkjanna í janúar
vegna sýkingar í maga þar hann
gekkst undir aðgerð og langa
endurhæfingu í kjölfarið. Hann
sneri aftur til Íslands og var aðal-
maðurinn í spútnikliði Fjölnis í
fyrra áður en hann hélt til Njarð-
víkur í ár. Spurður hvar honum
líki best að vera, Ísafirði, Reykja-
vík eða Njarðvík, segist hann
ekki geta gert upp á milli tveggja
síðastnefndu bæjanna.
„Ég verð að setja Ísafjörð í
síðasta sætið í þessum flokki,“
segir Ivey og hlær. „Bærinn er
náttúrlega mjög einangraður en
ég átti frábærar stundir þar og sé
alls ekki eftir þeim tíma. En hér
í Njarðvík líður mér nánast eins
og sé ennþá í Reykjavík því það er
ekki svo langt á milli, þrátt fyrir
að margir Íslendingar haldi öðru
fram,“ segir Ivey og brosir.
Ivey býr í innan við mínútu
göngufjarlægð frá íþróttahús-
inu í Njarðvík og þar eyðir hann
stórum hluta dagsins, ýmist við
að æfa sjálfur eða að þjálfa yngri
leikmenn Njarðvíkur. „Ég þjálfa
fjórtán og sextán ára strákana
hjá Njarðvík og hef mjög gaman
að því,“ segir Ivey, sem þjálfaði
einnig yngri flokka hjá KFÍ og
Fjölni þegar hann var þar.
Njarðvík mætir Keflavík í topp-
slag Iceland Express-deildarinnar
í Ljónagryfjunni í kvöld í hatrömm-
um grannaslag eins og þeir gerast
bestir. Ivey kveðst hlakka mikið til
leiksins og býst við því að stemn-
ingin verði gríðarleg.
„Ég er hóflega bjartsýnn en
ef við spilum eins og við eigum
að okkur vinnum við. Keflavík
er mjög gott lið og eitt af þremur
liðum fyrir utan okkur sem ég
tel að verði í baráttu um titilinn,“
segir Ivey.
vignir@frettabladid.is
Njarðvík getur farið alla leið í ár
Jeb Ivey hefur spilað afar vel með Njarðvíkingum í Iceland Express-deildinni í ár, þriðja liðinu sem hann
spilar með á Íslandi á þremur árum. Hann telur sig nú vera í liði sem geti orðið Íslandsmeistari.
FYRSTI TITILLINN Jeb Ivey sést hér á góðri stund með samherjum sínum Agli Jónassyni og
Ragnari Ragnarssyni eftir að Njarðvík hafði unnið Hópbílabikarinn í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Emil Hallfreðsson, hafnfirski knatt-
spyrnumaðurinn sem verið hefur í
herbúðum Tottenham síðasta árið, hefur
verið lánaður til sænska úrvalsdeildar-
liðsins Malmö til eins árs. Emil heldur
til Svíþjóðar strax eftir áramót og fer í
æfingaferð með liðinu til Suður-Afríku
7. janúar næstkomandi. Útsendarar frá
Malmö sáu til Emils í U-21 árs landsleik
Svía og Íslendinga ytra í október þar
sem íslenska liðið spilaði frábærlega og
sigraði 4-1. „Mér gekk mjög vel í þeim
leik og þeir komu síðan og fylgdust með
mér í leik með varaliðinu hjá Tottenham.
Eftir það fóru þeir að ræða við Totten-
ham um að fá mig lánaðan,“ sagði Emil
við Fréttablaðið í gær.
Emil kveðst mjög sáttur við að vera
lánaður til Malmö og segir það nauðsyn-
legt skref til að ná markmiðum sínum.
„Ég verð að gera þetta til að halda áfram
að bæta mig sem fótboltamaður og ná
sæti í A-landsliðinu. Ég var búinn að
tala við forráðamenn Tottenham um
að vera lánaður og þeir tóku strax
mjög vel í það. Með þessu
skrefi fæ ég meiri reynslu og
spila alvöru leiki með aðal-
liði,“ segir Emil, sem hing-
að til hefur aðeins fengið
að spreyta sig með vara-
liði Tottenham.
Emil kveðst lítið vita um
sænska boltann, annað en
það sem sænskur vinur hans
og samherji hjá Tottenham,
Erik Edman, hafi sagt honum.
„Hann segir mér að Malmö
sé stærsta félagið í Svíþjóð og mælti sér-
staklega með því að færi þangað,“
s e g i r Emil, en Malmö hafnaði
í 5. sæti sænsku úrvals-
deildarinnar á síðustu
leiktíð, 12 stigum
á eftir meisturum
Djurgården. „Það var
að mér skilst algjör
skandall og liðið
ætlar sér stóra
hluti á næstu leik-
tíð. En mér líst mjög
vel á þetta og ég hlakka
til að fá að spila alvöru
leiki.“
EMIL HALLFREÐSSON: LÁNAÐUR FRÁ TOTTENHAM TIL MALMÖ Í EITT ÁR
Nauðsynlegt að spila alvöru leiki
Tap í Asturias
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik tapaði fyrir Asturias, 23-22,
í kynningarleik á Spáni á miðvikudag.
Guðrún Drífa var atkvæðamest í íslenska
landsliðinu með tíu mörk.
> Ótrúlegt met
Frank Lampard lék ekki
með Chelsea gegn
Manchester City á
miðvikudag en það var
fyrsti leikurinn sem
hann spilar ekki
með Chelsea í
deildinni síðan
13. október
2001. Lamp-
ard var búinn
að leika 164
deildarleiki
í röð fyrir
Chelsea.
David James
átti gamla metið
sem var 159 leikir
og hann stefnir
hraðbyri á að
endurheimta það
enda búinn að
spila 74 leiki í röð.
KÖRFUBOLTI KR sýndi gríðarlegan
karakter þegar liðið lagði Grinda-
vík á heimavelli í gær, 82-81.
Grindavíkurliðið var borið
uppi af tveim mönnum - Johnson
og Páli Axeli - en liðsheildin var
sterkari hjá heimamönnum og
þeir voru alltaf inni í leiknum þótt
Bandaríkjamaðurinn Westley
væri með í fyrri hálfleik og KR
hefði þar að auki hvað eftir annað
gefið Grindvíkingum boltann og
auðveldar körfur.
Hinn sautján ára gamli Brynj-
ar Þór Björnsson sneri leiknum
fyrir KR undir lokin með frábær-
um körfum og skoraði stigið sem
að lokum skildi liðin að. Fannar
Ólafsson var líka sterkur undir
lokin en annars var það samheldn-
in og liðsheildin sem færði KR-
ingum sigurinn í stórskemmtileg-
um leik sem var vel sóttur. - hbg
Grindavík sótti ekki gull í greipar KR:
Baráttusigur KR-inga
JEREMIAH JOHNSON Átti góðan leik í gær
fyrir Grindavík en það dugði ekki til.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓLIceland Express-deild karla:
KR-GRINDAVÍK 82-81
Stig KR: Omari Westley 21, Brynjar Þór Björnsson
20, Fannar Ólafsson 14, Skarphéðinn Ingason 11,
Steinar Kaldal 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4, Ell-
ert Arnarson 2.
Stig Grindavíkur: Jeremiah Johnson 28, Páll Axel
Vilbergsson 22, Nedzad Biberovic 13, Þorleifur
Ólafsson 11, Páll Kristinsson 6, Helgi Jónas Guð-
finnsson 1.
SKALLAGRÍMUR-FJÖLNIR 99-83
HAUKAR-HÖTTUR 76-85
HAMAR/SELFOSS-ÍR 72-95
ÞÓR AK.-SNÆFELL 72-74
ÚRSLIT GÆRDAGSINS