Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 44
30. desember 2005 FÖSTUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
María Pálsdóttir leikkona
hefur lítið getað hugað að
afmælishaldi að undanförnu
vegna anna í vinnunni. Hún
leikur í leikritinu Eldhúsi
eftir máli sem frumsýnt var
á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins í gærkvöldi og eins
og gengur hefur verkið átt
hug hennar allan.
„Þetta er mjög skemmti-
legt verk sem Vala Þórsdótt-
ir samdi og byggir á sögum
Svövu Jakobsdóttur,“ segir
María. „Undirtitillinn er:
hversdagslegar hryllings-
sögur, og í raun eru þetta
magnaðar hryllingssögur
en mjög skemmtilegar.“
Ágústa Skúladóttir leikstýr-
ir og ásamt Maríu leika í
verkinu þau Anio Freyja
Järvelä, Kjartan Guðjóns-
son, Margrét Vilhjálmsdótt-
ir, Unnur Ösp Stefánsdóttir
og Þórunn Lárusdóttir.
María kann ágætlega við
sig á Smíðaverkstæðinu,
sem er í kjallara Þjóðleik-
hússins. „Það lekur reyndar
hressilega og í vatnsveðrinu
um daginn þurfti að setja
fötur undir bunurnar,“ segir
María og hlær.
María getur ekki haldið
upp á afmælið sitt í dag því
annir eru nokkrar. „Í dag
fer ég á fyrsta samlestur
á næsta verkefni og svo er
önnur sýning á Eldhúsi eftir
máli í kvöld.“ Hún vonast
þó til að geta hóað saman
nokkrum vinum á morgun,
gamlársdag. Að hennar áliti
fylgja því bæði kostir og
gallar að eiga afmæli milli
jóla og nýárs. „Stundum er
maður þreyttur eftir jólin
og að undirbúa áramótin
og því lítil orka til afmælis-
halds en á móti er ágætt að
taka allan pakkann í einu;
jól, afmæli og áramót og
þá þarf ekki að hafa frek-
ari áhyggjur af því.“ Hún
viðurkennir þó fúslega að
hafa stundum verið fúl
þegar hún var krakki því þá
gat hún ekki boðið bekkjar-
systkinum sínum í veislu því
öll voru þau í jólafríi.
Þó engin verði veislan
í dag býst María við að fá
fínar afmælisgjafir frá
körlunum sínum tveimur,
eins og hún kallar eigin-
manninn og þriggja ára son.
„Ég veit hvað strákurinn
ætlar að gefa mér. Hann er
sniðugur og ætlar að gefa
mér það sem hann langar
mest í og það er hlébarði,“
segir María og hlær og bætir
við að hún muni fúslega taka
hlébarða inn á heimilið. ■
MARÍA PÁLSDÓTTIR LEIKKONA Annir dagsins koma í veg fyrir afmælisveisluhöld í dag en hún vonast til að geta
hóað saman nokkrum vinum á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MARÍA PÁLSDÓTTIR LEIKKONA: ER ÞRJÁTÍU OG FIMM ÁRA Í DAG
Fær hlébarða í afmælisgjöf
AFMÆLI
Knútur Hallsson, fyrrverandi
ráðuneytisstjóri, er 82 ára.
Adda Bára Sigfúsdóttir veður-
fræðingur er 79 ára.
Frosti Bergsson fjárfestir er 57
ára.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á
Þórshöfn, er 51 árs.
Brynjar Valdimarsson snóker-
maður er 38 ára.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
39 Rómverski keisarinn Titus.
1899 Helge Ingstad, norskur
landkönnuður.
1937 Gordon Banks, breskur
knattspyrnumaður.
1946 Patti Smith, bandarísk
söngkona.
1957 Matt Lauer, bandarískur
sjónvarpsmaður.
1975 Tiger Woods, bandarískur
kylfingur.
JARÐARFARIR
10.30 Anna Jóna Ragnarsdóttir,
Blikahöfða 5, Mosfellsbæ,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju.
11.00 Minningarathöfn um
Droplaugu Pálsdóttur
frá Grænavatni, Espigerði
10, Reykjavík, fer fram í
Bústaðakirkju. Hún verður
jarðsett á Skútustöðum í
Mývatnssveit föstudaginn 6.
janúar.
13.00 Ingi Bergmann Karlsson,
Aðallandi 11, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju.
13.00 Margrét Jónsdóttir,
Arnarhrauni 14, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Grens-
áskirkju.
13.00 Sr. Ólafur Oddur Jónsson,
sóknarprestur í Keflavík,
verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
14.00 Davíð Stefánsson, bóndi á
Fossum í Landbroti, verður
jarðsunginn frá Prestbakka-
kirkju á Síðu.
14.00 Kristrún Sigfríður
Guðfinnsdóttir, Gerða-
völlum 1, Grindavík, verður
jarðsungin frá Hólskirkju í
Bolungarvík.
14.00 Margrét Stefanía Hall-
grímsdóttir, Laugarvegi 24,
Siglufirði, verður jarðsungin
frá Siglufjarðarkirkju.
15.00 Guðrún Guðlaugsdóttir,
Nóatúni 24, Reykjavík, verð-
ur jarðsungin frá Digranes-
kirkju.
15.00 Jóhannes Kr. Magnússon,
frá Bolungarvík, verður jarð-
sunginn frá Aðventkirkjunni
í Reykjavík.
15.00 Snorri Bjarnason,
Flúðabakka 1, Blönduósi,
verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
MERKISATBURÐIR
1880 Gengið er á ís úr Reykjavík
í Engey og Viðey og upp á
Kjalarnes. Þessi vetur hefur
verið kallaður frostaveturinn
mikli.
1887 Bríet Bjarnhéðinsdóttir flytur
fyrirlestur í Góðtemplarahús-
inu í Reykjavík um kjör og
réttindi kvenna.
1903 Sex hundruð manns láta lífið
í eldi sem kemur upp í leik-
húsinu Iroquois í Chicago.
1935 Níu manns farast er eldur
kom upp á jólatrésskemmt-
un í samkomuhúsi ung-
mennafélagsins í Keflavík.
1922 Sovétríkin eru stofnuð.
1993 Ísrael og Vatíkanið hefja
stjórnmálasamband.
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, systir,
tengdamóðir,
Bjarnfríður H. Guðjónsdóttir
(Fríða)
Orrahólum 7, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. desember.
Útför fer fram frá Árbæjarkirkju 05. jan. kl. 13.00.
Lára Hjartardóttir
Ester Gísladóttir Haukur Barkarson
Eyrún Helga Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson
Elva Rut Jónsdóttir
Erna Ósk Guðjónsdóttir
Þórdís M. Guðjónsdóttir Margeir Elentínusson
Lára Samira Benjnouh Yann Le Pollotek
Þórdís Nadía Óskarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar og tengdafaðir,
Pétur Sigurðsson
frá Grundarfirði,
lést þriðjudaginn 27. desember á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd
afkomenda,
Ingibjörg Pétursdóttir Magnús Karl Pétursson
Halldóra Karlsdóttir
Kristján Pétursson Erla Magnúsdóttir
Sigrún Pétursdóttir Björn Ólafsson
Sigurður Kr. Pétursson Helga Magnúsdóttir
Sigþór Pétursson Colleen Mary Pétursson
Ástkær faðir okkar, sonur, tengdafaðir, afi
og bróðir,
Guðbjartur Ingi Bjarnason
Feigsdal, Ketildölum, Arnarfirði,
lést að kvöldi jóladags.
Fyrir hönd aðstandenda,
Víðir Hólm Guðbjartsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jónas Tryggvi Gunnarsson
frá Vík í Mýrdal, Kristnibraut 25, Reykjavík
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn
3. janúar kl. 15.00.
Helga Árnadóttir
Ása J. Jónasdóttir Ove Hansen
Kristín Jónasdóttir Ómar Hauksson
Guðný Jónasdóttir Árni S. Sigurjónsson
Margrét Jónasdóttir Ólafur Baldursson
Ólöf Helga Jónasdóttir Valtýr Óskarsson
Árni Jónasson
barnabörn og langafabörn.
TRYGVE LIE (1896-1968) LÉST ÞENNAN DAG.
„Alvöru stjórnarerindreki er sá sem
getur skorið nágranna sinn á háls án
þess að hann taki eftir því.“
Trygve Lie var fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Á þessum degi árið 1958 áttu sér stað einhverjir
blóðugustu bardagarnir í uppreisn kúbverskra
skæruliða, undir forystu Fidels Castro, gegn ríkis-
stjórn landsins. Bardagarnir höfðu staðið í tvo daga
og um 3.000 manns höfðu særst eða látið lífið af
völdum þeirra.
Í bænum Santa Clara, í héraðinu Las Villas, börð-
ust skæruliðar gegn hermönnum ríkisstjórnarinnar í
hverfum bæjarins. Það var uppreisnarmönnum mjög
mikilvægt að ná bænum á sitt vald enda stefndu þeir
á að komast til höfuðborgarinnar sem var í næsta
nágrenni. Her ríkisstjórnarinnar var mun fjölmenn-
ari en liðsafli uppreisnarmanna en hins vegar stóð
almenningur á bak við uppreisnarmennina og það
átti sinn þátt í að þeir höfðu unnið marga bardaga
gegn her ríkisstjórnarinnar. Aðeins nokkrum vikum
fyrr voru uppreisnarmennirnir einangraðir í fjalla-
héraði langt frá höfuðborginni en nú voru þeir stutt
undan og komnir í góða
aðstöðu á leið sinni þang-
að.
Auk þess að berjast í
návígi við uppreisnarmenn-
ina beitti herinn skriðdrek-
um gegn þeim og orrustu-
þotur hersins gerðu árás á þá. Einn af leiðtogum
uppreisnarmannanna, læknirinn Ernesto „Che“ Gue-
vara, óskaði eftir vopnahléi svo hægt væri að fjar-
lægja lík fallinna af götum bæjarins.
Því var hafnað af ríkisstjórninni og forseti landsins,
Fulgencio Batista, ákvað í framhaldi að taka yfir stjórn
hersins. Uppreisnarmenn náðu fljótlega yfirhöndinni
í bardögunum og tveimur dögum síðar flúði Batista
frá Kúbu og lifði það sem eftir var ævi sinnar í útlegð
í Portúgal og á Spáni. Fidel Castro tók við völdum á
Kúbu nokkru síðar og er enn við völd í dag.
ÞETTA GERÐIST> 30. DESEMBER 1958
Blóðugir bardagar á Kúbu
ANDLÁT
Bjarnfríður (Fríða) H. Guðjóns-
dóttir, Orrahólum 7, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hring-
braut 24. desember.
Elísabet Jóhanna Sigurbjörns-
dóttir (Hanna Beta), Gnoðarvogi
20, Reykjavík, lést á Grensásdeild
Landspítalans þriðjudaginn 27.
desember.
Friðfinnur Pálsson, Þríhyrningi,
Hörgárdal, andaðist á Dvalar-
heimilinu Hlíð þriðjudaginn 27.
desember.
Heiðar Þórnýr Þórðarson lést
á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 26. desember.
María Jensen, Samtúni 28,
Reykjavík, lést á Landspítalan-
um í Fossvogi þriðjudaginn 27.
desember.
Pétur Sigurðsson frá Grundar-
firði lést þriðjudaginn 27. desem-
ber á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.