Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 30. desember 2005 27 7.800,- 3.700,- 2.200,- 3.000,- 2.500,- 4.500,- 4.500,- 6.000,- NÚ VERÐA LÆTI! FJÖLSKYLDUPAKKAR GOS DRAUGAKÖKUR risakökur og ísskápar KR-flugeldar bjóða að vanda magnaða flugelda í ótrúlegu úrvali og á frábæru verði. Þú tryggir pottþétt áramót með heimsókn til okkar. Sölustaður KR-heimilið við Frostaskjól Afgreiðslutími 28.12. kl. 10–22 29.12. kl. 10–22 30.12. kl. 10–22 31.12. kl. 9–16 Fyrstu ellefu mánuði ársins seldu íslensk fyrirtæki skip og flugvélar fyrir 3,3 milljarða króna. Á sama tímabili í fyrra nam þessi útflutningur rúmum 350 milljónum króna. Margrét Káradóttir, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, segir skýringuna á þessum mismun meðal annars vera vegna sölu á tveimur flugvélum og skipum í brotajárn. Mismunur á því verðmæti vara sem fluttar eru inn til landsins og út nemur nú rúmum 89 milljörðum króna. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 173 milljarða króna en inn fyrir 262 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 30 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn er því rúmum 58 milljörðum króna lakari í ár. Hefur hann aldrei verið meiri. Mest varð aukning í innflutn- ingi á flutningatækjum, sér- staklega fólksbílum, og fjárfest- ingarvöru. Þá hefur verðmæti olíuinnflutnings aukist mikið, ekki síst vegna verðhækkunar erlendis. Aukning varð í útflutningi á frystum heilum fiski, ferskum fiski og áli svo og í sölu á skipum og flugvélum. Á móti kom sam- dráttur í útflutningi á rækju og fiskimjöli. - bg Flytjum miklu meira inn en út FLUGVÉLAVIÐSKIPTI. Viðskipti íslenskra aðila með flugvélar eru orðin umfangs- meiri en áður. Uppgjör Mosaic Fashions á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum Íslandsbanka. Hagnaður Mosaic var um 495 milljónir króna en Íslandsbanki hafði spáð 583 milljónum í hagnað. Tekjur fyrirtækisins voru einnig undir spá. Skýrist það meðal annars af lægri birgðastöðu hjá Karen Millen og verkfalli hjá einni verksmiðju Whistes, en auk þess hefur breski smásölumarkaðurinn verið erfiður. Allar tískuverslanakeðjur Mos- aic-Oasis, Karen Millen, Coast og Whistles sýndu söluaukningu á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Mest var aukningin í verslunum Coast eða 41 prósent. - eþa Undir væntingum Forstjóri Føroya Sparikassa, Marner Jacobsen, hræðist ekki samkeppni við KB banka, sem ætlar að opna banka- útibú í Færeyjum í byrjun næsta árs. Í viðtali við færeyska útvarpið í fyrradag segir Marner að sparisjóðurinn hans hafi búið sig vel undir aukna sam- keppni allt þetta ár. Þau geti boðið alla þá þjónustu sem KB banki kemur til með að bjóða viðskiptavinum sínum. Petur Holm, sem mun veita útibúi KB banka forstöðu, segir að bankinn ætli að vera stærsti banki atvinnulífs- ins í Færeyjum eftir nokkur ár. Starfs- menn verði fjórtán frá næstu áramót- um. Í byrjun verði einstaklingum ekki veitt lán og ekki standi til að fjölga útibúum. Marner segir þá vel í stakk búna að keppa við KB banka um að þjón- usta atvinnulífið í landinu og muni halda sterkri stöðu sinni. - bg AUKIN SAMKEPPNI BANKA Í FÆREYJUM Þörf er á að auka enn frekar aðhald í peningamálum segir í riti grein- ingardeildar Landsbankans um efnahagsmál og skuldabréfamark- að. Nú stefni í að viðskiptahallinn verði meira en fimmtán prósent af landsframleiðslu og spenna á vinnu- markaði virðist fara vaxandi. „Að okkar mati mun Seðlabank- inn hækka stýrivexti á næstu mánuðum í þremur skrefum um 75 punkta í 11,25 prósent og halda þeim óbreyttum þar til í ársbyrj- un 2007,“ segir í ritinu. Nú eru stýrivextirnir 10,5 prósent. Starfsmenn hjá greining- ardeildinni spá því að krónan muni veikjast hægt á næsta ári og gengisvísitalan verði um 120 stig í lok ársins. Þá gera þeir ráð fyrir að verðbólga verði vel fyrir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent, og hækki um 4,1 prósent yfir árið. -bg Stýrivextir hækki í þremur skrefum KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.526 +0,04% Fjöldi viðskipta: 402 Velta: 6.860 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,50 +0,41% ... Bakkavör 51,60 -0,98% ... FL Group 19,70 -2,48% ... Flaga 4,83 -2,48% ... HB Grandi 9,35 +0,54% ... Íslandsbanki 17,40 +1,16% ... Jarðboranir 25,00 +2,04% ... KB banki 739,00 -0,27% ... Kögun 61,40 +0,82% ... Landsbankinn 25,40 -0,39% ... Marel 65,40 +0,62% ... SÍF 4,08 +0,47% ... Straumur- Burðarás 15,90 +2,58% ... Össur 112,00 +0,00% TÖLUR MIÐAST VIÐ stöðuna í Kauphöll Íslands kl. 14.05 MESTA HÆKKUN Straumur 2,58% Atorka 2,46% Jarðboranir 2,04% MESTA LÆKKUN FL Group -2,48% Mosaic Fashions -1,08% Bakkavör -0,98% Umsjón: nánar á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.