Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 28
][ Mandarínur eru ómissandi um jólin. Það er mjög fal-legt að hafa mandarínur í skál á borðinu og þá eru þær líka aðgengilegar öllum.
„Á gamlárskvöld er algengt að fólk
fái sér kransaköku og fingramat
með víninu um kvöldið,“ segir
Þormar Þorbergsson, konditor á
Café Konditori Copenhagen. „Með
súkkulaðiréttum er til dæmis oft
drukkið púrtvín, koníak eða ein-
hver góður líkjör. Á miðnætti er
svo mjög hátíðlegt að vera með
kransakökutopp og kampavín.“
Kona Þormars er dönsk og
hann segir jólahaldið bera keim
af dönskum hefðum. „Við erum
til dæmis með kransaköku bæði
á jólum og áramótum. Sjálfur er
ég mikið fyrir súkkulaði og borða
mikið af því.“
Þormar gefur hér þrjár upp-
skriftir að léttum og einföldum
réttum sem ljúffengt er að gæða
sér á þegar aðalréttir kvöldsins
eru farnir að sjatna í heimilisfólk-
inu.
Súkkulaðimús
100 g ekta belgískt súkkulaði
100 g sykur
1 dl vatn
3 dl rjómi
3 eggjahvítur
Sykurinn og vatnið er soðið
saman. Hellið því saman við brætt
súkkulaðið. Rjóminn er léttþeytt-
ur og honum blandað saman við
súkkulaðið. Síðan eru eggjahvít-
urnar stífþeyttar og þeim bland-
að varlega út í. Þetta getur maður
borið fram í skálum eða steypt
þetta í tertuformi og látið ávexti,
súkkulaðikrem og allt mögulegt
ofan á, en þetta bragðast líka vel
bara með þeyttum rjóma. Einnig
má setja þetta á tertubotna ef
maður vill búa til köku.
Trufflur
2 dl rjómi
360 g ekta súkkulaði
Rjóminn er soðinn og súkku-
laðið brætt annaðhvort í vatns-
baði eða örbylgjuofni. Rjómanum
er hellt yfir bráðið súkkulaðið.
Látið það síðan standa í um 5 mín-
útur og sprautið kreminu síðan á
pappírsklædda plötu í litlar kúlur.
Síðan er þeim stungið inn í ísskáp
í 10 mínútur. Þá er kúlunum velt
upp úr rifnu súkkuðlaði og síðan
upp úr kakói. Mesta kakóið er
hrist af milli fingranna og kúlurn-
ar látnar stífna.
Massarínukaka með ristuðum hnetum
heslihnetur
heilar möndlur
pistasíuhnetur
pekanhnetur
100 g smjör
100 g sykur
100 g egg
100 g marsipan
30 g hveiti
Hnetunum blandað saman og
þær ristaðar í ofni í 7-8 mínútur.
Sykurinn og smjörið er hnoðað
saman. Marsipanið skorið niður
og blandað út í og egginu bætt í
hægt og rólega og hveitið sigtað
saman við. Hrært varlega og sett í
pappírshúðað eða vel smurt form.
Ristuðu hnetunum dreift yfir og
ef menn vilja fá liti í kökuna má
blanda rauðum og grænum kirsu-
berjum ofan á. Þegar búið er að
baka kökuna er fínt að sigta smá
flórsykur yfir hana. Passar vel
með kampavíni og hvítvíni.
Eftirréttir fyrir
áramótaveisluna
Ljúffengir smáréttir fyrir augað og bragðlaukana.
Þormar með massarínukökuna góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
�������������������
�����������������
������������������������������������������
������������������������������������������������
����������� ��
���������
�����������������������������
F
A
B
R
IK
A
N
Jói
Fel
Óskum landsmönnum gleðilegs
nýs árs og þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Trufflur og fleira góðgæti. Þormar hefur gert köku með súkkulaðimús
á milli.
Þegar gamlárskvöld rennur í
hlað skal góða veislu gjöra. Við
leggjum upp úr því að matur-
inn sé góður og einnig ættum
við að leggja upp úr því að
vínið smakkist sem best það
getur.
Þegar rauðvín er borið fram er
ágæt regla að umhella víninu. Flest
rauðvín eru þannig gerð að gæði
þeirra batna við að anda í hálfa til
eina klukkustund. Margir opna vín-
flöskuna og láta hana standa opna á
borðinu en besta leiðin til að fá vín
til að anda er að hella því yfir í kar-
öflu. Kjósi fólk að hafa vínið í flösk-
unni er lítið mál að hella því aftur
til baka.
Í flöskum með þroskuðum rauð-
vínum getur myndast botnfall og er
því betra að umhella eldri vínum.
Flaskan er til að byrja með látin
standa meðan gruggið fellur til
botns. Flaskan er svo opnuð og vín-
inu er hellt varlega yfir í karöflu
svo að gruggið þyrlist ekki upp
aftur. Gott er að birtan sé góð við
umhellinguna því þá er auðveldara
að sjá hvenær gruggið byrjar að
renna og hægt að stoppa í tæka tíð.
Með því að umhella víninu er
verið að losa vínið undan þungu
bragði og draga fram náttúrulegt
bragð vínsins og auka
á gæði þess. Ekki
eru öll vín sem
þ a r f n a s t
umhellingar
og gott er að
ráðfæra sig
við sölu-
mann um
eiginleika
vínsins og
h v e r n i g
best sé að
m e ð h ö n d l a
það.
Umhelling vína
750 g sveppir
75 g smjör
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
söxuð blöð af 1 rósmaríngrein
2-3 timjan-
greinar eða
1/2 tsk. þurrk-
að timjan
nýmalaður
pipar
salt
steinselja
Sveppirnir
skornir í
helminga eða
fjórðunga eftir stærð. Smjörið brætt
á pönnu og sveppirnir látnir krauma
í því við rúmlega meðalhita með
hvítlauk og kryddjurtum. Kryddað
með pipar og salti eftir smekk. Þegar
sveppirnir eru tilbúnir er hnefafylli af
saxaðri steinselju stráð yfir og hrært.
uppskrift }
Smjörsteiktir svepp-
ir með kryddjurtum
MEÐLÆTI MEÐ VILLIBRÁÐ
Tosti er rótgróið ítalskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað 1820 af Giovanni
Bosca og er rekið að afkomendum hans enn í dag. Í dag er fyrir-
tækið næst stærsti freyðivínsframleiðandi heims. Tosti er í hjarta
Piedmonte-héraðsins á Ítalíu, fjölskyldan kaupir ber af bestu ekrum
héraðsins og blandar þeim við ber af sínum eigin ekrum og nær
þannig að framleiða mikið magn freyðvíns í háum gæðaflokki.
Moscato-þrúgan, sem er aðalþrúga svæðisins, hefur verið notuð
til víngerðar öldum saman eða allt frá tímum Rómarveldis. Það
segir allt sem segja þarf um ræktunarskilyrðin. Árið 2004 voru
Tosti-freyðivínin kosin freyðivín ársins af vínþjónum Ítalíu.
Tosti framleiðir margar tegundir freyðivína, frá sætum upp
í þurr og slagorð fyrirtækisins er: „Magn og gæði geta vel
farið saman.“
Vínið hefur góða fyllingu og hentar mjög vel með
eftirréttum. Er í góðu jafnvægi og fellur að smekk
flestra. Kjörinn fordrykkur í fjölmennar veislur svo
sem brúðkaup, þar sem allir verða ánægðir. Og
svo auðvitað skotvínið í ár...
Kynningarverð á hátíðardögum í vínbúðum
790 kr.
TOSTI ASTI: Skotvínið í ár