Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.12.2005, Blaðsíða 18
 30. desember 2005 FÖSTUDAGUR18 UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Tíu sinnum lengur í bruggun Hinn margverðlaunaði Budweiser Budvar er heimsþekktur fyrir gæði og natni í framleiðslu. Budweiser Budvar er bruggaður í 100 daga. Það er tíu sinnum lengri tími en flestir lagerbjórar! LÉ TT Ö L HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005 Atvinnulíf á Íslandi á árinu einkenndist af gríðarlegri þörf fyrir vinnuafl og litlu atvinnuleysi. Má segja að smjör hafi dropið af hverju strái. Vinnumarkaðurinn var í brennidepli og þá sérstaklega barátta verka- lýðshreyfingarinnar gegn félagslegum undirboðum íslenskra fyrirtækja. Mörg fyrirtæki hafa fengið erlenda starfsmenn í gegnum erlendar eða íslenskar starfsmannaleigur á kjörum sem gilda í heimalandi þeirra. Margir hafa einnig komið á þjónustusamningum þar sem vara er keypt að utan og gerður samningur um að starfsmenn fylgi til að setja hana upp. Holskeflan reið yfir Erlendum ríkisborgurum fjölg- aði verulega hér á landi á árinu, sérstaklega í byggingariðnaði. Í langflestum tilvikum hafa þeir komið með löglegum hætti til landsins og lagt eðlilegan skerf til samfélagsins en í undantekn- ingartilfellum hafa þeir komið ólöglega og vinnuveitendur borg- að þeim laun undir taxta, stund- um jafnvel seint og illa og veitt þeim slæman aðbúnað og hús- næði. Erlendir starfsmenn eru taldir tapa um einum milljarði í tekjum á ársgrundvelli á þessu fyrir- komulagi, að mati ASÍ. Þá er talið að skattsvikin geti numið hálfum milljarði króna. Er þá miðað við 500 erlenda starfsmenn á höfuð- borgarsvæðinu en búast má við að tekjutapið og skattsvikin séu mun meiri því að ASÍ hefur talið að erlendir starfsmenn séu allt að 1.000 á höfuðborgarsvæðinu einu saman en félagsleg undirboð eru stunduð um allt land. Í tengslum við framkvæmd- irnar á Kárahnjúkum fór að bera á því að portúgalskir starfsmenn kæmu hingað til lands á vegum starfsmannaleiga í heimalandinu á ráðningakjörum sem þar gilda. Eftir miklar viðræður og átök við forsvarsmenn aðalverktakans, Impregilo, hefur náðst sátt um framkvæmd mála þar. Fljótlega reið holskeflan yfir. Einn réttur - ekkert svindl Þegar leið á árið fór að bera á starfsmönnum frá Eystrasalts- ríkjunum sem voru ráðnir hingað á allt öðrum kjörum en hér gilda. Einnig komu margir í gegnum svokallaða þjónustusamninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og um allt land. Vara var þá keypt frá erlendri verksmiðju og starfsmennirnir fylgdu til að setja hana upp. Mikil umræða var um það hvort kjarasamningar væru brotnir á erlendum starfsmönnum og þegar síga fór á veturinn og komið var fram á vorið fóru ýmis mál að koma í dagsljósið. Erlendir starfsmenn frá voru sakfelldir á Selfossi í vetur enda játuðu þeir, meðal annars að hafa ekki leyfi til starfa hér. Í maí voru Lettar, sem komu hingað til að aka rútu fyrir verktaka- fyrirtæki samkvæmt þjónustu- samningi, sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands. Gagnrýnisraddir sögðu dóminn ekki hafa tekið á því hvort lög hefðu verið brotin, aðeins því hvort Lettarnir hefðu rétt til að vinna hér á landi eða ekki. Í kjölfarið á umræðunni um ólöglegt erlent vinnuafl hér á landi ákvað verkalýðshreyfing- in að fara í átakið Einn réttur - ekkert svindl og hófst það 1. maí. Gefið var út kynningarefni um réttarstöðu og kjarasamn- inga á ýmsum tungumálum og stofnaður var tveggja manna vinnuhópur til að vinna í mál- efnum erlendra starfsmanna. Þessi vinnuhópur hefur tekið við ábendingum um kjarasamnings- brot, rannsakað þau og liðsinnt erlendum starfsmönnum við að leita réttar síns. Lög taka gildi Stjórnkerfið hefur verið seint að fara í gang, að mati verkal ýðshreyfingarinnar. Fyrirtæki komast enn upp með að nota erlenda starfsmenn og greiða þeim lægri laun en markaðurinn segir til um. Að því leyti stendur vinnumarkaðurinn enn í sömu sporum nú í lok árs og í upphafi þess. Samkomulag náðist þó við Samtök atvinnulífsins um upplýsingaskyldu fyrirtækja. Sú framför hefur þó átt sér stað að átak verkalýðshreyfing- arinnar er farið að skila sér í auknum upplýsingum til fyrir- tækja og erlendra starfsmanna. Verkalýðshreyfingin telur að ólöglegum starfsmönnum sé hótað með að vera sendir úr landi ef þeir leiti réttar síns en segir um leið að þeir séu sér betur meðvitaðir um réttarstöðu sína og treysti verkalýðshreyfing- unni betur. Samstarfsnefnd ASÍ og SA hefur tekið til starfa þó hún hafi litlu skilað og mörg mál eru í gangi. Enginn hefur yfirsýn yfir stöðuna á vinnumarkaði í dag en það horfir til bóta. Nýtt frumvarp tekur væntanlega gildi í upphafi næsta árs og verða starfsmanna- leigur þá að skrá sig og starfs- menn sína hjá Vinnumálastofnun. ghs@frettabladid.is Í HÉRAÐSDÓMI AUSTURLANDS Dómur féll í Héraðsdómi Austurlands í máli bílstjóra frá Eystrasaltslöndunum. Þeir komu hingað á þjónustusamningi og verkalýðshreyfingin taldi um ráðningarsamband að ræða, ekki viðskipti með þjónustu. Vildu sumir meina að dómurinn hefði ekki tekið á því máli. FORYSTA ASÍ Verkalýðshreyfingin barðist vasklega á árinu fyrir kjörum erlendra verkamanna. Ár erlenda verkamannsins ERLENDIR VERKAMENN Mikill fjöldi erlendra verkamanna setti svip sinn á íslenskan vinnumarkað á árinu. Fjölmörg tilvik komu upp þar sem grunur lék á að kjör og aðbúnaður þessara manna væri ekki eins og íslensk lög kveða á um. GYLFI ARNBJÖRNSSON Þegar líða fór á veturinn komu ýmis mál í dagsljósið sem verkalýðsforystan taldi sig þurfa að taka á, ekki síst til að verja kjör og réttindi í landinu. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, var þar framarlega í flokki. Rithöfundurinn Sigurjón Birgir Sigurðsson, öllu þekktari undir nafninu Sjón, hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs á árinu. Var það í fimmta sinn sem Íslendingi hlotnast þessi heiður frá því byrjað var að veita þessi verðlaun 1962. Verðlaunin hlaut Sjón fyrir bókina Skugga-Baldur en í rök- stuðningi sínum sagði dóm- nefndin: „Skugga-Baldur er verk sem er jafnt ljóð og skáldsaga. Í sögunni eru ofin saman minni úr íslenskum þjóðsögum, rómant- ískri frásagnarlist og heillandi sögu þar sem leitað er svara við áleitnum siðferðisspurningum sem eiga erindi við samtímann.“ Sjón var að sjálfsögðu hæst- ánægður með verðlaunin. „Þetta er mér mikill heiður og ánægja. Ég þóttist vera kominn í góðan félagsskap með tilnefningunni, en nú er félagsskapurinn orð- inn enn betri,“ sagði skáldið skömmu eftir að tilkynnt var að það hlyti bók- menntaverðlaun Norð- urlandaráðs. Verðlaunin, sem nema 350 þúsund dönskum krón- um, um það bil 3,8 milljón- um íslenskra króna, voru afhent í Reykjavík 26. október, strax að loknum fundi Norð- urlandaráðs. Við það tækifæri sagði skáldið: „Það er náttúrlega fyrst og fremst mikill heiður að fá verðlaun af þessu tagi. Þetta eru stærstu bókmenntaverðlaun á Norðurlöndum og maður finn- ur að víða er borin mikil virðing fyrir þeim. Það hefur þau áhrif að fleiri veita bókinni athygli og það er nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli fyrir höfunda á þessu litla málsvæði. Fyrir mig, sem er búinn að vera skrifandi í öll þessi ár, er þetta líka ákveð- in viðurkenning á því að öll sú vinna hafi verið þess virði. Það er alltaf erfitt að skrifa og það er erfitt að vera rithöfundur vegna þess að maður er í rauninni allt- af að vinna í fagi þar sem manni mistekst jafn mikið og manni tekst. Um leið og maður fær bók úr prentun þá sér maður eitthvað sem hefði mátt fara betur. Eina leiðin til að bjarga því er að reyna að gera betur næst.“ - ssal Heiður og ánægja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.