Tíminn - 02.11.1976, Side 6

Tíminn - 02.11.1976, Side 6
TÍMINN 6 Er Vatikanið gjaldþrota? A siöastliðnu vori gaf fjár-. mdlaráðgjafi páfa, Egidio Vag- nozzi kardináli, út þá yfirlýs- ingu, að Vatikanið værí i fjár- hagskröggum og væri haldið gangandi aðeins með þvi að sækja fé i sjóði, sem ætlaöir væru fátæku fólki. Þessi bar- lómur i fjármálaráðgjafanum varð til þess að vekja miklar umræður um þetta efni og voru margir f jármálaspekiagar fengnir til að segja álit aitt á þessu. Egidio Vagnozzi fuUyil i. aé heildartekjur rikisins bmm aé- eins rúmum hundrað milljánn dala á ári. Þetta telja hins vegar sérfræöingar engan veginn geta staðizt og sagði t.d. dr. Gilberto Giliberti, fyrrverandi yfirmað- ur i Banca di Roma, stærsta banka ttaliu, að það væri fjar- stæða að halda þvi fram að Páfariki væri á kúpunni. Nær væri aö telja árstekjur þess um 345 millj. dala. Þessa fjárupp- hæö fær rikiö af skuldabréfum, fasteignum, tekjum af ferða- mönnum, opinberum rikis- styrkjum og framlögum frá kaþólskum kirkjum viða um heim. Upplýsingar, sem bankastjór- ar, biaðamenn og fulltrúar ýmissa þjóða gáfu, benda til þess að fjárhagur páfarikis sé ails ekki svo bágur. Þar kemur fram, að Vatikanið eigi á milli 1.9 og 2.0 billjónir dali i skulda- og hlutabréfum erlendis, mest i Bandarikjunum, Sviss, Þýzka- landi, Frakklandi og Stóra- jjretlandi. Um 320 milljónir i skuldabréfum á ttaliu. Nærri eitt hundrað milljón dali i gulli, sem geymt væri i hólfi i Banda- rikjunum. Fasteignir i Róm og nágrenni lauslega metið á 160 millj. dali. Þúsund ekrur af landi að verðmæti eitt hundrað millj. dalir og „hefðhelgrahags- muna” sem það á að gæta i eignum kaþólskra kirkna um heim allan, að upphæð 68.4 billj- ón dalir. Auk þessa bættu sér- fræðingarnir við, að feröamenn, sem heimsæktu Róm væru drjúg tekjulind fyrir páfa og næmu tekjur af þeim þrettán milljónum á ári. Einnig fær Vatikaniö um áttatiu og fimm þúsund dali á ári i leigu, en það leigir smákaupmönnum hús- næði meðfram St. Péturstorgi og veggjum Vatikansins. — Fjármálaráðgjafar páfa eru þeir slyngustu, sem ég hef kynnzt á minum langa ferli sem bankastarfsmaður, segir dr. Giliberti, en hann var yfirmað- ur einnar deildar Banca di Roma i rúm þrjátiu ár. Sérstak- lega menntaðir sérfræðingar þeirra fylgjast stöðugt með þró- un mála á peningamörkuðum i heiminum, og eru fljótir að bregða við ef eitthvað mikilvægt ligguri loftinu. Hann bentiá, að áður en lög voru samþykkt um það á Italiu árið 1968, að skylda Vatikanið til að greiða tekju- skatt af öllum þeim tekjum, sem það fengi i landinu, minnk- aði það verulega allar fjár- festingar sinar þar. Stjórnin i Róm hafði boðizt til þess að taka til athugunar ýms- ar undanþágur, ef Vatikanið vildi gefa upp allar sinar tekjur og tekjulindir á ttaliu, en páfi hunzaði boðið. Frá þvi að Páll páfi komst til valda i júni árið 1%3 hefur Vati- kanið varið meira en tuttugu og sex milljónum dala i nýbygg- ingar og endurbætur. I þessum kostnaðier innifalið 4.8millj. til að endurbyggja Laterna höllina og 1.5 millj. til endurbyggingar á Sa Giovanni tuminum i hótel fyrir tigna gesti. Frá þvi þessi breyting var gerð á tuminum hefur aðeins einn gestur gist hann, en það var Shenouda, yfirmaður egypzku Copti Ortho- dox kirkjunnar. ( JB þýddi og endurs.) Ævintýri um þýzkan reykháf Þaö var hundur, sem varð þess fyrst áskynja, að ekki var alltmeð felldu með reykháfinn i Angertorstræti 1 i Miinchen. Svo fór litill drengur að hlusta eins og hundurinn, og þá heyrði hann eitthvert þrusk og þess á milli högg og köll. Hann gerði for- eldrum sinum viðvart. Þau kvöddu slökkviliðið á vettvang. Aöur en slökkviliðið kom hafði heimilisfólkið opnað auga á reykháfnum, gert sótaranum til hægðarauka, og séð æði ókræsi- lega mannskqjnu, sem húkti á járngrind. Þessi mannskepna var dregin upp úr reykháfnum meö miklu umstangi, og komið i sjúkrahús. Þetta reyndist vera danskur feröamaður, Brúnó Kirkebæk frá Viborg, tuttuguog fjögurra ára gamall. Hann hafði setið i reykháfnum i þrjátiu og tvo klukkutima, þegar honum var bjargað. Við yfirheyrslu sagðist mað- urinn hafa verið i heimsókn hjá hinni frægustu ölgerð i Miinchen, en farið þaðan í veit- ingahús.horftá klámsýningu og drukkið mikið af öli. Þegar hann fór þaðan, ruddust að honum tveir menn og heimtuðu af honum veski hans. Hann hratt þeim frá sér, en i næstu andrá slóannar maðurinn hann. Hann kveðst hafa slegið á móti, unz honum var greitt rothögg. Siðan vissi hann ekki af sér, sagði hann, fyrr en hann raknaði úr rotinu áþessum lika skuggalega stað. Þýzka lögreglan er ekki alls kostar trúuð á þessa frásögn, en hafnar þvi þó ekki með öllu, að mennirnir kunni að hafa haldið Danann dauðan og gripið til þess ráðs i hræðslu aö troða honum niður i reykháfinn. Auó- velt var að komast upp á þak hússins, þvi að pallar höfðu verið reistir við það vegna við- gerðar. Eigi að sfður telur þýzka lögreglan nær sanni, að maðurinn hafi sjálfur farið upp á þakið í ölæði og dottið eða skriðið niður i reykháfinn. Annars varð vist mannsins i reykháfnum lengri en mátt hefði ætla. Húsmóðirin i ibúð- inni á neðstu hæðinni, er mikið upp á þýzkt hreinlæti, hún varð þess sem sé áskynja, að aska og sót þyrlaðist út úr kolaofninum hennar, þegar maðurinn hlunk- aðist niður i reykháfinn. En hún varð bara forviða fyrst, en lét sér nægja að hreinsa þetta, þegar ekki fylgdi meira á eftir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.