Tíminn - 10.11.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 10.11.1976, Qupperneq 7
Miövikudagur 10. nóvember 1976 TÍMINN 7 Um nýjar gerðir móta fró Svíþjóð Gætu lækkað byggingar- kostnaðinn verulega, ef allir legðust ó eitt, segir Grímur S. Runólfsson, framkvæmda- stjóri Byggingasamvinnu- félags Kópavogs F.I. Reykjavik — Lækkun byggingakostnaðarins var okkur efst f huga, er við völdum þessi steypumót, og höfðumvið þá viða leitað fanga á Norður- löndum og i Bretlandi. Fyrir valinu urðu sænskar geröir móta, sem ekki höfðu áður verið notaðar á höfuðborgarsvæöinu, sagði Grlmur S. Runólfsson, framkvæmdastjóri Bygginga- samvinnufélags Kópavogs í samtali við Timann, en Byggingasamvinnuféiagið tók I vor upp nýjar gerðir móta frá Sviþjóð við smiði fjölbýiishúsa I Kópavogi. Þvkir tilkoma þessara móta skapa mikla vinnuhagræðingu, og er þá einkum átt við meiri hraða í uppbyggingu og efnissparnað. Að sögn Grims eru mótin byggð upp á einingastærðum, sem fara allt upp i 4,20 metra á lengd. Grindin i veggja- mótunum er stálgrind, klædd með krossviði, og er flekunum læst saman með klofajárni. Tengingin i mótinu er efst og neöst, en efri tengingin verður fyrirofan steypuskil, og eru þvi aðeins göt i veggnum neðst. Hvað loftaundirslættinum viðvikur, þá er hann byggður upp á járngrind með kross- viðarklæðningu. Þessa járn- grínd má siðan tjakka upp og niður eftir hæð. Þegar flekarnir hafa gert sitt gagn og steypan er orðin hörð, eruþeir fjarlægðir i heilu lagi og færðir á næsta stað, en krani út- búinn sérstökum gálga annast flutningana. Til samanburðar má geta þess, að með hefðbundnu aðferðinni rifa menn móta- timbrið niður svo til jafnskjótt og þeir slá þvi upp. Gamli timburundirslátturinn er að þvi leyti eilif hringrás uppsláttar og niðurrifs. Það er sorgleg staðreynd, hélt Grimur áfram, að viö Isíend- ingar höfum verið að byggja úr steini i þrjá aldarfjórðunga án þess að hagnúta okkur að nokkru marki nýjungar i byggingaiðnaðinum. Menn virðast hræddir við framfarir á þessu sviði og imynda sér, að þeirmissispón úrsinum aski, ef örlar á breytingum. En sann- leikurinn er sá, að þeir iðnaðar- menn, arkitektar og verk- fræðingar, sem kynnast nýjum starfsaðferðum i reynd, kunna að meta þær, enda er andstaða i þessu sambandi yfirleitt á mis- skilningi byggð. Við hjá Byggingasamvinnu- félagi Kópavogs hófum notkun sænsku mótanna i vor við smiði sjö hæða háhýsis að Engihjalla 1 i Kópavogi, en þar voru fyrir grunnurinn og hluti af kjallara. í húsinu eru 42 ibúðir, og hug- myndin er að skila þeim fullfrá- gengnum á næsta ári. Sú áætlun ætti að standast, enda spörum við nú bæði tima og efni. Veggurinn kemur nú fullbúinn raflögnum og slökkvaradósum og er þar að auki einangraður. Aferð veggj- anna er f alleg og þurfa þeir ekki aðra meðhöndlun en holu- fyllingu og sandspörtslun. Aðeins útveggir eru sléttaðir. Áður skiluðum við húsunum tilbúnum undir tréverk og málningu, en sameiginlegur frágangur var á vegum félags- ins. Af fimm háhýsum, sem okkur var upphaflega úthlutað, verða þá þrú fullunnin strax, en tveimur byggingaflokkum frá ’73 og ’74 verður skilað tilbúnum undir tréverk og málningu. I siðari flokknum eru fjölbýlis- húsin við Kjarrhólma og Furu- grund. Aætlað verð á tveggja her- bergja ibúð við Engihjalla er tæpar 5 milljónir króna. Þriggja herbergja ibúðirnar kosta frá rúmum 6 og upp i tæpar sjö milljónir og fjögurra herbergja ibúðir verða á um 7,4 milljónir króna. Þetta verð áætluðum við auðvitaö út frá hefðbundnum byggingamáta, en gerðum ráð fyrir, að það sem áynnist með nýrri tækni, kæmi til með að vega upp á móti væntanlegum hækkunum i byggingakostnaði. En ég tek fram, að til þess að mótin skili fullum arði, verður að semja við ákveðna aðila. Nýbreytnin krefst nýrra taxta til dæmis. Þeir eru þvi miöur ekki til enn, og uppmælinga- taxtar eru reiknaðir út frá allt öðrum forsendum. Þrátt fyrir þetta hafa forkólfar iðnaðar- mannastéttanna haldið þvi fram i f jölmiðlum, að þeir væru ekki hindrun á vegi fullkomnari tækni. Eitthvað eru þeir seinir á sér, er á reynir. Stjórnvöld taka heldur ekkert tiliit til breyttra aðstæðna i byggingariðnaði og leika þar ó s k e m m t i 1 e g a n leik. Innflutningur á byggingakrana og mótum er ekki aðeins mjög hátt tollaður, heldur er meira að segja á honum vörugjald, sem ekki þekkist t.d. i bilainn- flutningi. 6g legg áherzlu á, aö óþarft er að hleypa upp verði ibúðarhús- næðis eins og gert hefur verið. Augu ráðamanna opnast að sjálfsögðu einn daginn fyrir þessari staðreynd, þvi fyrr þvi betra. Hey til sölu Af sérstökum ástæðum, eru til sölu 1100 baggar af góðu heyi. Upplýsingar i Grænuhlið, Eyjafirði, simi um Saurbæ. OC ALFA-LAVAL Bændur — Athugið Eigum fyrirliggjandi til afgreiðslu nú þegar örfá ALFA-LAVAL RÖRMJALTAKERFI með öllum bezta fáanlega útbúnaði. Viljum benda á, að 50% stofnlán fæst út á mjaltakerfi. Gerið góð kaup og hafið samband við okkur nú þegar. Næsta sending kemur ekki fyrr en eftir áramót og munu þau kerfi verða dýrari vegna hækkunar erlendis. Hafið þvi samband straxl $ Samband islenzkra samvmnufelaga VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik simi 38900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.