Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 19. desember 1976 11 Að skrúfa sig í stríðsskap FARMAÐUR i FRIOI OG STRÍOI Jóhannes Helgi: GJAFIR ERU YÐUR GEFNAR. Almenna bókafélagið. Reykjavik 1976. 148 bls. Margt verður mönnum að bókarefni. Nú hefur Jóhannes Helgi safnað á einn stað greina- skrifum sinum i blöð á liðnum árum. Mest þrasgreinar, nokk- ur eftirmæli og aftast viðtöl þrjú sem blaðamenn hafa átt við hann „gegnum tiðina” eins og nú er ti^ka að segja. Einn af helztu bókmenntaskýrendum vorum er fenginn til að skrifa formála að ritinu, og loks leitað tilNjálueftir nafniá afurðirnar. Hér stendurgreinilega mikið til. Jóhannes Helgi á langan höfundarferil að baki. Á þvi skeiði hefur margt borið við i bókmenntum: ýmislegt komið upp i samskiptum rithöfunda við almenning og stjórnmála- stefnur haft itök i skáldum með ýmsum hætti. Og listræn vanda- mál hefur jafnframt verið við að etja: hið episka söguform þokað i skugga um sinn, siðan komizt til vegs á ný. Margvisleg eru þau öflsem hafa skekið heiminn á siðustu áratugum, og þá einn- ig skáldin sem sögð eru manna næmust á hræringar lifsins. En sá maður leitar ullar i geitarhúsi sem hyggst verða einhvers visari um þessa hluti af bók Jóhannesar Helga. Heimspekilegar spurningar striða ekki á hann. Honum er ekki i mun að átta sig á mögu- leikum orðlistar i heiminum, veltir ekki fyrir sér neinum félagslegum, siðlegum eða list- rænum vandamálum. Lesand- inn hlýtur að spyrja sjálfan sig eftir lestur bókarinnar: Liggur þessum höfundi þá ekkert á hjarta? Jú reyndar. Jóhannes Helgi á eitt áhugamál sem rithöfundur. Og þetta áhugamál er reyndar ekkert sérmál skálda. Það má fela i einu orði: peningar. Jó- hannes Helgi virðist halda að is- lenzkir listamenn eigi ekki við annan vanda að fást en fjár- hagslegan. Þegar eitt sinn var i þessu blaði lýst eftir snilldar- verkum frá ungum mönnum (slikar eftirgrennslanir eru raunar alla jafna tilgangslitlar) svarar Jóhannes efnislega á þá leið að snillingarnir geti ekki sakir fátæktar borið verk sin fram. Og þessi söngur er sung- inn i bókinni með ýmsum tilbrigðum. Nú er það f jarri mér að gera litið úr nauðsyn þess aö rit- höfundar hafi laun eins og aðrir menn. Hitt þykir mér ógæfulegt ef þeir telja ekki ómaks vert að ræða um neinn annan vanda sinn en fjárhagslegan. Allir muna þau upphlaup sem verða i blöðum hvert sinn sem fé er deilt meðal rithöfunda. En svo litur út sem ýmsir þeir sem þá hafa hæst kæri sig ella ekki um að fást við nokkurn vanda eða varpa á hann ljósi. Peningamál- in virðast upphaf og endir alls. Jóhannes Helgi hefur persónulega stilgáfu: þvi verð- ur ekki neitað. Still hans er stór- karlalegur og hávær, myndir hans útfærðar með öfgum, „stækkaðar”. Rithátturinn er jafnan huglægur, höfundurinn breiðir sig sjálfur yfir efni sitt. Fyrirgangurinn getur stundum orðið nokkuð skoplegur, ekki sizt þegar sjálfsagðir hlutir eru settir fiam sem opinberun: „Framþróunin er fyrst og . fremst verk manna sem ekki aðlaga sig að umhverfinu til fulls. Þeir halda klukkunni gangandi. An þeirra værum við enn i trjánum. Uppreisn manns- ins gegn umhverfinu, þrotlaus viðleitni hans til að laga það jafntog þétt aö nýjum og nýjum hugmyndum, er sjálf driffjöðrin i lifsvagninum”. Nú væri ekki sanngjarnt að afgreiða Jóhannes Helga með slikri tilvitnun. En markiaus hávaðiaf þessu tagi er of mikill i bók hans. Bezt tekst honum þegar hann hefur áþreifanlegt efni við að fást, helzt manneskj- ur með holdi og blóði. Af slikum þáttum eroflitiðibókinni.enég nefni minningargrein um Jón Engilberts. Lýsing höfundar á málaranum er ljóslifandi. En i mannlýsingum Jóhannesar kemur fram sá eiginleiki sem áður var nefndur: hann notar breiða drætti, persónurnar verða stórar i broti. Það er tröll- skapur Jóns Engilberts sem grein Jóhannesar túlkar. Og mynd hans af Ragnari i Smára er einnig býsna mögnuð. A þessum slóðum ætti höfund- ur að halda sig. Málefnaleg um- fjöllun lætur honum vægast sagt illa. Hann hefur oftsinnis gert athugasemdir vegna gagnrýni um bækur sinar og má sjá dæmi þeirra i bókinni. Stundum er sagt að rithöfundar eigi ekki að svara gagnrýni. Að minum dómi er ekkert þvi til fyrirstöðu að þeir hreyfi andmælum á opinberum vettvangi, telji þeir gagnrýnandann misskilja eða rangtúlka. Vitaskuld eru höfundar viðkvæmir fyrir ritum sinum og ekki um að sakast þótt þykkju gæti i máli þeirra þegar svo ber undir. En þá frumkröfu verður að gera til höfunda sem gagnrýnenda i slikum orða- skiptum að þeir séu málefnaleg- ir. Annars er verr af stað farið en heima setið. Með engu móti verða andsvör Jóhannesar til gagnrýnenda sinna einkennd með þeim hætti. Honum virðist mest i mun að senda mönnum persónuleg skeyti. En þegar ritdómur er metinn skiptir engu máli hvort hann er saminn af „skipbrots- skáldi”. Slik hrópyrði heyrast oft frá höfundum. Efnisleg umræða er þeim fjarri skapi. Aðeins eina undantekningu man ég að nefna frá siðustu árum: andsvör Vésteins Lúðvikssonar við gagnrýni Helgu Kress. Sú er niðurstaða Jóhannesar Helga um kjaramál rithöfunda, studd eigin reynslu hans að Is- land sé „meira en vont land fyrir höfunda og hefur verið lengi, þaöer orðið vonlaust eins og nú horfir”. Samt er það svo að menn halda áfram að yrkja og skrifa, gefa út blaðagreinar sinar i bókarformi ef ekki vill betur til. Jóhannes lýsir starfi rit- höfundarins með sinum hætti: „hann glimir við snúið við- fangsefni og skrúfar sig upp i striðsskap”. Vonandi á Jó- hannes Helgi eftir að heyja slika glimu. Sú var tiðin að hann var efnilegurhöfundur og vart verð- ur þvi trúað að hann hafi nú brotið skip sitt. Gunnar Stefánsson. bókmenntir KRON Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis rekur 7 matvöruverslanir viðs vegar i Reykjavik og Kópavogi. Byggingavöruverslun KRON er að Hverfisgötu 52. Vöruhúsið Domus, Laugavegi 91, selur búsáhöld, gjafavörur, heimilistæki, fatnað, leikföng, skó, sportvör- ur o.fl. DOMUS Liverpool, Laugavegi 18a, selur gjafavörur, búsáhöld, rafmagnstæki, leikföng og sportvörur. A LIVERPOOL uk þess 7 matvöruverslanir og byggingavöruverslun Kaupféiag Reykjavíkur og nágrennis gætir eingöngu hagsmuna viðskiptavina sinna ©BÚÐ ER ÞÍN BÚÐ Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.