Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 40
'tMmi
Sunnudagur
19. descmber 1976
LEIKFANGAHÚSIÐ
Skólavörðustig 10 - Sími 1-48-06
Fisher Price leik/öng
eru heimsjrag
Póstsendum
Brúðuhús
Skólar
Benzinstöðvar
Sumarhús
Flugstöðvar
Bilar
fyrirgóéan mai
$ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
L i
Hellis-
sandur
£9
Bií
MÓ-Reykjavík — Nes-
hreppur utan Ennis heitir
hreppur einn á Snæfells-
nesi. Þar búa á sjöunda
hundrað manns, en byggð-
in skiptist í þrjá þéttbýlis-
staði. Stærstur þeirra er
Hellissandur, þar sem búa
um 450 manns, á Rifi búa
rúml. 100 manns og á
Gufuskálum, sem er loran-
stöð búa um 50 manns. At-
vinnulífið á Rifi og Hellis-
sandi snýst aðallega um
útgerðog fiskvinnslu. Það-
an eru margir bátar gerðir
út og áhugi er fyrir að fá
skuttogara þangað. Þar
eru f iskvinnslustöðvar,
sem annað geta meiri
af la, en nú berst þar á land
enda eru það bæði saltfisk-
verkunarhús og hrað-
frystihús.
Landshöfnin á Rifi
Landshöfn er á Rifi og i sumar
var unniö aö þvi aö gera þar smá-
bátahöfn og gengiö var frá viö-
leguplássi, svo þar er nú sæmileg
aöstaöa fyrir smábátana. Þá var
gengiö frá syöri hafnargaröinum
og steypt var plan á uppfyllingu
viö höfnina. Alls var framkvæmt
fyrir um 35 milljónir kr. og á
næsta ári er áætlaö aö fram-
kvæma fyrir álika upphæö.
Meðal þess, sem þá er áætlaö
að gera, er aö byggja vita á svo-
nefndri Tösku, en ekki er afráðið
hvaö fleira verður gert. Að sögn
Leifs Jónssonar hafnarstjóra er
mjög aðkallandi aödýpka höfnina
og ýmsar aðrar framkvæmdir
eru þar einnig nauösynlegar. En
Leifur sagöi aö frá náttúrunnar
hendi væri hafnaraöstaba i Rifi
mjög góö og þar væri ótakmarkað
pláss til þess aö stækka höfnina.
Mikil bátaútgerð
Frá Rifi er mikil útgerð stund-
uð og þar landa 17-20 bátar á vetr-
arvertið. Auk þess eru margar
trillur gerðar út þaöan. Alls bár-
ust um 8000 lestir af fiski þar á
land á siöasta ári, en Leifur Jóns-
son hafnarstjóri bjóst viö aö held-
ur minni afli yröi á þessu ári.
Aflinn er bæði saltaður og fryst-
ur. Frystihús er starfrækt á
Hellissandi og nú upp úr áramót-
unum verður nýtt frystihús tekiö i
notkun á Rifi. Þaö hús er byggt i
tengslum viö eina saltfiskverkun-
arstöðina þar, en alls eru þrjár
saltfiskverkunarstöövar á Hellis-
sandi og Rifi.
Þá er þar skelfiskvinnsla og
aflinn fluttur á bilum frá Stykkis-
hólmi. Einnig er þar lifrar-
bræðsla sem vinnur alla lifur,
sem þar berst á land auk þess,
sem hluta af lifrinni frá Ólafsvik
er ekiö úteftir til vinnslu.
Þá var rækjuvinnsla byggð þar
i fyrravetur, en hún hefur ekki
fengið mikinn afla til vinnslu enn-
þá.
Vantar skuttogara
Sævar Friöþjófsson skipstjóri
sagöi aö fiskvinnslustöövarnar á
Rifi og Hellissandi gætu annaö
meiri afla, en nú bærist þar á
land. Þvi væri mikil nauösyn aö
auka útgerð frá Rifi og þvi heföi
fyrir rúmu ári verib sótt um leyfi
til þess aö kaupa skuttogara.
Ekki heföi þó jákvætt svar borizt
Mikil fisk-
vinnslu-
hús, en
meiri afla
vantar
Fiskvinnsluhúsin geta
annað mun meiri afla
en nú berst d land
Ennfremur sagöi Sævar aö út- loftnetsmastrinu á Gufu-
gerðarmenn á Snæfellsnesi væru skálum. Mynd. Grétar
mjög óánægöir meö hvað togur- Vésteinsson.
unum væri hleypt innarlega á
Breiöafjörö og þvi litill friður
fyrir bátana. Benti hann á að
aðalfundur Landssambands is-
lenzkra útgeröarmanna hefði á-
lyktað um þetta efni og talið
nauösyn á að færa mörkin fjær
landi út af Snæfellsnesi.
Áhugi fyrir
feitmetisverksmiðju
Þá sagði Sævar aö á Snæfells-
nesi væri mikill áhugi á aö setja
þarupp feitmetisverksmiðju. Slik
verksmiðja væri vel staðsett
gagnvart loðnumiðunum og
myndi hún verða til þess aö hægt
væri að fara aö stunda loðnu-
veiðar frá höfnum á Snæfellsnesi.
Einnig benti Sævar á aö þær
beinaverksmiðjur, sem væru á
Snæfellsnesi væru orönar gamlar
og færu að syngja sitt siðasta.
Væri þvi mikil nauðsyn á að koma
upp nýrri verksmiðju, sem gæti
tekið viö þeirra hlutverki.
Nýr skóli
i byggingu
Nú er langt komið meö aö
ganga frá sökklum fyrir nýjum
barnaskóla, sem byggður veröur
á Hellissandi. Þetta verður 1160
ferm. bygging og er ráögert að
gera húsiö fokhelt I einum áfanga
og verður þvi verki væntanlega
lokið haustiö 1978. Aætlaöur
kostnabur við bygginguna er um
116 milljónir kr.
Samúel Ólafsson sveitarstjóri
sagði aö mikil nauösyn væri á að
koma þessari byggingu, sem
fyrst i gagniö, þvi aö nú væru ein-
ungis þrjár kennslustofur i gamla
skólanum og væri þaö aðeins um
13% af húsnæöisþörf skólans.
Þaö sem bjargaöi kennslumálun-
um væri aö hægt væri aö nota fé-
lagsheimiliö Röst undir kennslu.
Strax upp úr áramótum veröur
PALLI OG PÉSI
tekin i notkun ný sundlaug á
Hellissandi og siðar á árinu verö-
ur iþróttasalur tekinn i notkun.
Sundlaugin er i iþróttasalnum og
þegar nota á salinn til iþróttaiök-
ana verður gólf sett yfir laugina,
en tekið i burtu, þegar laugin er
notuð. Kostnaður við byggingu
iþróttahússins er oröinn 85-90
millj. kr.
Olíumölin tilbúin
Búið er að blanda um 2000 lestir
af oliumöl, sem lögð verður á göt-
ur i hreppnum. Bundiö slitlag var
lagt á eina götu 1973, en siðan hef-
ur litið veriö unniö aö þeim mál-
um. Þó er búið að undirbyggja
nokkrar götur á Rifi, en á Hellis-
sandi þarf að undirbyggja göt-
urnar og leggja nýtt holræsakerfi.
Samúel sveitarstjóri sagöist telja
að á þvi verki yrði að byrja áöur
en hægt yrði að leggja slitlagið,
en stefnt er að þvi aö fram-
kvæmdir við gatnagerðina hefjist
strax og eitthvert f jármagn hefur
fengizt.
Vandræðaástand með
rafmagn og síma
Mikið vandræðaástand rikir i
rafmagns og simamálum á Snæ-
Frh. á bls. 39
dagar til jóla