Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. desember 1976 17 SIAÐAR tölurnar reiknaðar eftir breytingumá framteljendum til skatts i landbúnaði i hlutf alli við framteljendur i heild. Nokkur ó- vissa hlýtur að vera bundin þvi, hvort rétt mynd fæst af þróun- inni vegna þess að tekin er upp breytt aðferð við talningu i þessum samanburði”. Hver hefur fram- leiðsluaukningin orðið? Allir kannast við þá kenningu sumra hagfræðinga, að svo- nefnd „framleiðniaukning” hafi orðið minni i landbúnaði en öðr- um atvinnugreinum. Á henni var svo hinn frægi dómur Gylfa Þ. Gislasonar byggður, um að landbúnaðurinn væri „dragbitur á hagvöxt þjóðarinnar”. Um þetta atriði segir svo i skýrslunni: „Framleiðsla og framleiðni i landbúneði. Þrátt fyrir fækkun fólks við landbúnaðarstörf hefur framleiðslan farið vaxandi. Frá lokum siðara striðs og fram undir 1960 var hörgull á land- búnaðarafurðum hér innan- lands, en siðan hefur fram- leiðslan verið nægileg og sum ár allmikill útflutningur. Með þvi að gera ráð fyrir að verðlag landbúnaðarafurða til bænda hafi þróazt ámóta og visitala framfærslukostnaðar, má fá eftirfarandi samanburð milli ára á framleiðslu i land- búnaði i heild og á hvern mann við landbúnaöarstörf. Arið 1940 eru þessar stærðir settar sem 100.0, sjá töflu 1. TAFLA 1 Framleiðslu- og fram- leiðnivisitölur i landbúnaði x 1940 1950 1960 1970 Heildarfram leiðslumagn 100 140 192 227 Heildarfram ieiðsla á mann 1 landbúnaði 100 181 301 443 ^irðisaukning landbúnaðar- afurða á mann i landbúnaði 100 153 211 286 xHeimild: Landbúnaðarráðu- neyti Arið 1970 er framleiöslan i heild tvöfalt meiri en árið 1940, en vegna fólksfækkunar er hún um 4 sinnum meiri á hvern einstakling i landbúnaði. Vegna þess að bændur kaupa að meiri þjónustu við búvöruframleiðsl- una en áður og vegna þess að rekstrarvörur, svo sem áburður og kjarnfóður, eru notaðar i rik- ara mæli en var, er aukning verðmætasköpunarinnar hjá bóndanum minni en aukning framleiðslumagnsins. Það sést af þvi, að virðisaukinn hefur 2,8 faldazt á mann meðan fram- leiðslumagnið hefur meir en fjórfaldast. Þessa þróun má bera saman við þróun i þjóðar- framleiðslunni. Þjóðarfram- leiðsla á mann hefur aukizt um 3% á ári á timabilinu 1950-1970 og verömætasköpun i landbún- aði það timabil hefur aukizt jafn mikið á mann”. Féð komið til réttar eftir sumarlangt frelsi. Kýrnar á heimieið úr haga aö kvöldlagi. I iil Móðir og afkvæmi á góöu beitilandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.