Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 14
14 aSM'í Sunnudagur 19. desember 1976 Ingólfur Davíðsson: „Komir pú á Grænlands- grund, ef gjörir ferð svo langa þér vil ég kenna aö. þekkja sprund, sem þar i buxum ganga”. Svo kvaö Siguröur Breiðfjörö, en hann dvaldi á Grænlandi i 4 ár (1831-1834) aö kenna Grænlendingum hákarla- veiðar og starfa sem byrkir viö konungsverzlunina. Siguröur hafði heimþrá, eins og sjá má i hinum þokkafulla mansöng Ur Númarimum. „Móðurjörð, hvar maður fæðist — mun hún eigi flestum kær” o.s.frv. Ætti ein hver söngvari að taka sig til að syngja það ljóð fyrir alþjóð. Sig- urður kunni samt aö ýmsu leyti vel við sig á Grænlandi og yrkir saknaðarljóð er hann fór þaðan, en i þeim eru m.a. þessar gull- fallegu visur: ,,Þaö er vinskaps orsök ein yðar verð að lofa. Is- lendinga öldruð bein i ykkar skjóli sofa. Geymið þið feðra gömlu bein sem grafar feldur ornar, geymið á sinum stað hvern stein, sem styöja tóptir fornar.” Nú gengur kvenfólk varla lengur i skinnbuxum á Græn- landi. En ætli bláar vinnubuxur séu ekki orðnað einkennisbún- ingur i staðinn? Enginn Islend- ingur reynir nú aö kenna Græn- lendingum hákarlaveiði, en is- lenzkur fjárstofn hefur verið fluttur til Grænlands, og is- lenzkir sauöamenn hafa dvalið þar sem kennarar i fjárrækt. Ungir Grænlendingarkynna sér islenzkan búskap i seinni tið. Mikið er ritað og rætt um grænlandsmál i Danmörku — og hefur lengi verið. Grænlending- ar vilja fá aukna stjórn mála sinna og nú eru lika námurétt- indi mjög á dagskrá, en Græn- land er talið allauöugt að málm- um. Deilt er um hver i raun og veru eigi undirstöðu eða grunn landsins, Grænlendingar sjálfir eða danska rikið, en til þess telst Grænland. Hafis, jöklar og köid veðrátta gerir námurekstur erf- iðan og mjög fjárfrekan. Siðustu áratugi hafa Danir og sumir Grænlendingar, stutt mjög að þvi að færa byggðina saman og koma Grænlendingum fyrir i þorpum og þéttbýli. En þetta hefur að ýmsu leyti gefizt illa. Strjálbýlisfólkið kann ekki við sig á nýju stööunum — og hljót- ast oft vandræði af, m.a. aukinn drykkjuskapur og llfsleiöi. Þetta er flókið mál. Grænland er ekki Danmörk! Nýlega birtist i Berlingske Tidende viðtal viö Hans C. Christiansen forstjóra konung- legu Grænlandsverzlunarinnar, erhannsjötugur lét af starfi eft- ir 20 ára þjónustu. Koma hér glefsur úr viðtalinu. Christians- en litur yfir liðin 20 ár. Vöru- Hutningar til Grænlands hafa vaxið úr 64 þúsund tonnum'upp 1110 þúsund tonn. Og frá Græn- landi úr 38 þúsund tonnum I 61 þúsund tonn. Mannfjöldinn hef- uraukiztumhelming —I 50 þús- und. Árið 1956 var ferðamanna- fjöldinn til og frá Grænlandi með skipum 2930 og flugleiðis 300. En 1975 er oröin geysileg breyting á þessu, þvi þá feröuð- ust 674 með skipum, en 19.500 flugleiöis tilog frá landinu. Ekki hefur byltingin orðið minni i innanlandsferöum. Arið 1956 ferðuðust 2600 með skipum en 1975 voru þeir 34.920 og 59 . 245 Eskimóakona skerpir á katlinum með flugvélum. Peningaveltan við vöruverzlun hefur tífaldazt. Um skeið jókst mjög þorskafli báta við Grænland og voru gerð- ar miklar áætlanir, er á þvi byggðust. En svo tók náttúran óþyrmilega I taumana. Lofts- lagsbreytingin er hófst um 1963 gerði i rauninni flestar Græn- landsáætlanir að engu. Áður fóru þorskveiðar stöðugt vax- andi en nú tók sjórinn að kólna og minnkaöi þorskaflinn á bát- ana um 40%.og árið eftir (1964) 30% þar af. Siöan 1962 hefur þorskaflinn minnkað um allt að 90%. Hið kalda loftslag hefur lika haftáhrif á sauðfjárræktina á Suöur-Grænlandi. Búið var að reisa sláturhús fyrir 20 þú'.und dilka. En i fyrra lækkaði slátur- fjártalan niður i 7 þúsund og gott þykir ef slátrað verður meir en þremur þúsundum I ár. Harður vetur, mikill snjór, sein vorkoma og mikið votviörasum- ar, já og léleg spretta lagðist á eitt tilað fækka fénu. Ég man ekki eftir svo slæmu sumri, seg- ir Hans Christiansen. Þaö er halli á útgerö þorsk- bátanna. Draga mætti-úr þeim rekstrarhalla með þvi að fækka þeim eða stöðva veiðarnar. Það kostar um 4 kr. danskar að veiða 1 kg af þorski, sem við seljum á 1.85. En ef úr veiöum dregur stöðvast verksmiðjur og atvinnuleysi ógnar, svo ekki er hægt að stööva veiðarnar. Við verðum að stunda lika aðra arð- vænlegri veiði sem uppbót, og erum m.a. byrjaöir á rækju- veiðum, en þvi miður hefur sú veiði minnkað aftur i Diskoflóa. Utan skerja er allt fullt af út- lendum veiðiskipum. Við verð- um sem fyrst að fá viðurkennda okkar landhelgi — og koma út- lendingunum af grunnmiðum. Þrir fjórðu áhafna kútteranna eru Grænlendingar, en fáir yfir- manna. Þaðernú verr, að erfitt reynist að fá Grænlendinga til að vinna lengi eöa nógu stöðugt svo þeir geti orðið yfirmenn. Þetta er mikið vandamál. Hugs- unarhátturinn verður að breyt- ast. Skrifstofubáknið veldur lika vissum erfiðleikum og tefur oft nauðsynlegar framkvæmdir og breytingar. Þaö vill taka ár og daga að koma málum i gegnum kerfið. Eitthvað á þessa leið virðist hinn aldni verzlunar- stjóri lita á viss grænlenzk mál- efni. Grænland er stórt og Græn- landshaf 300 km breitt. Þó hefur löngum verið talið að i sérlega góðu skyggni mætti af miðju hafi sjá til Snæfellsjökuls á ís- landi og Hvitserks á Grænlandi. Jafnvel hefur verið fullyrt að komið gæti fyrir að frá fjöllum Vestfjarða mætti sjá Græn- landsjökuli hillingum. „Brattur er Grænlandsbryggjusporður” kvað Jón forni. Grænland er i vestri, Græn- land er i noröri og Grænland er i suðvestri! Lengd þess er talin á- lika og frá Islandi til Spánar. Og það sem mörgum kemur á óvart — Grænland nær langt suður fyrir Island, þar sem hin forna Eystribyggð lá, eru grösugir dalir og hliðar. Nafn Eiriks rauða á landinu hefur ekki að- eins verið auglýsing, heldur einnig stuðzt við staðreyndir. Nýkomnar eru út „Græn- landsmyndir” (Grönlandsbill- eder) 1860-1920, eítir Keld Hans- en, texti bæði á dönsku og græn- lenzku,. Segir höfundur m.a. að alls konar „þjóðlifsfræðingar” hafi rannsakað Grænlendinga að undanförnu. Læknar hafa gert heilsufars- og blóðrann- sóknir, aðrir athugað sögu og lifnaðarhætti, veiðiaðferðir sér- staklega, rissað i minnisbækur sinar og tekið ógrynni mynda, en litið hafi birzt um allt þetta á grænlenzku, og sjaldan hafi hin- um innfæddu verið sendar myndir. Þegar ég heimsótti eitt plássið, segir Keld, voru þar þrir leiðangrar samtimis (danskur, franskur og kanad- fskur) og allir spurðu sömu spurninganna, svo veiði- mennirnir voru orðnir æði hissa! Arin 1967-1970 dvaldi Keld Hansen meðal veiðimanna i Up- ernavikhéraði til athugana. Segir mjög bagalegt að ekki fá- ist lán til byggingar frystihúss. Það þýðir að duglegur veiði- maður fer aðeins svo sem tvisv- ar I viku i veiðiferð, svo hann geti veitt i matinn handa sinni fjölskyldu. Þýðingarlaust að veiða fleiri seli, þvi kjötið myndi bara skemmast. Hvað á lika að gera við hið mikla umfram, magn af selspiki, sem áður var brennt i lýsislömpum? Arið 1964 hætti Grænlandsverzlun að kaupa það, þvi að markaður brást erlendis. A sama tima voru flestir torf- kofar Grænlendinga rifnir og reist timburhús i staðinn. En þar með urðu menn alveg háðir aðfluttri oliu til upphitunar og ljósa. Vist eru timburhúsin og hinir dýru mótorbátar mikil framför, en hafa jafnframt, nokkuð snögglega kollvarpað ævagömlum þjóðfélagsháttum Grænlendinga. þ.e. veiðimann- anna. Aður fengu allir sem að- stoðuðu við löndun og með- höndlun hvals og sels hlutdeild I veiðinni, og allir hjálpuöust að. En nú, þegar veiði- maðurinn þarf að borga af bæöi bát og húsi, hlýtur hann að verða sjálfum sér næstur, og þarf ekki heldur hina almennu aðstoð. Vélbátarnir hafa gert veiðimönnunum fært að flytja samani þorp og þéttbýliog geta samt sótt á gömlu miðin. Oft taka þeir kajaka sina með um borð og nota þá svipað og fyrr- um. Allt horfir þetta til fram- fara, en við verðum jafnframt að kenna Grænlendingum margt fleira um vinnu og verzl- un og nýja samvinnuhætti, ef val á að fara. Ekki eru allir Grænlendingar veiðimenn? spyr blaðamaður. Nei, i raun og veru lifir aðeins tiundi hver maður af veiðum, en samt eru veiðar mikilsveröur þáttur — og veltur á miklu að vel takist. í nyrztu byggðunum Upernavik og Thule er ekki um aðrar tekjur að ræða, að segja má. Þegar sjávarhiti lækkaði um eina gráðu dró mjög úr þorsk- veiðunum. En i staðinn hefur komið meira af sel og hval. Hef- ur þetta haft mikil áhrif á ýms- an hátt. Meðan þorskveiðarnar gengu vel, var farið að lita niður á selveiðimennina i hinum dreifðu byggðum. En nú þegar verr gengur i útgerðarbæjun- um, verða veiðimennirnir hetj- ur að nýju i augum almennings. Kennslumál eru mjög á dag-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.