Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 21
20 Sunnudagur 19. desember 1976 Sunnudagur 19. desember 1976 21 Menntun til munns og handa Einar Olafsson. ienskutíma hjá Sigrlöi Sveinsdóttur, en hún er eini Islenzki kennarinn, sem kennir erlent mál f Námsflokkum Kópavogs. í námsflokkun Kópavogs fer fram kennsla í fjölmörgum greinum, allt frá ítöisku og ensku til tréskurðar og garðyrkju EINS OG mörgum er kunnugt, voru fyrir nokkrum árum stofn- aðir námsflokkar i Kópavogi. Fyrst í stað var þetta einkafyrir- tæki með styrk frá Kópavogs- kaupstað, en árið 1974 var skipu- laginu breytt þannig, að siðan eru námsflokkarnir alveg reknir á vegum bæjarins. Maðurinn, sem núna veitir Námsflokkum Kópavogs for- stöðu, er Einar ólafsson. Hann féllst góðfúslega á að ræða við blaðamann frá Timanum til þess að fræða lesendur okkar um hina nýju menntastofnun i Kópavogi, Námsflokkana. Meirihluti nemendanna voru skólakrakkar — Hafðir þú kynnzt hliðstæðri starfsemi áður en þú gerðist for- stöðumaður Námsflokka Kópa- vogs, Einar? — Nei, það hafði ég ekki gert. Éghafði ekki komið nálægt neinu sliku, en hins vegar var ég lengi búinn að vera kennari i skóla. — Var nokkuð sérstakt, sem öðru fremur vakti athygli þina, þegar þú byrjaðir að fást við Námsflokka Kópavogs? — Já, ekki neita ég þvi. Sam- kvæmtþeim skýrslum sem ég sá og kynnti mér, virtist ekki nema tæpur þriðjungur nemendanna var fullorðið fólk. Allt hitt voru skólakrakkar i ýmiss konar hjálparflokkum. Ég hafði alltaf álitiö, aö námsflokkar ættu fyrst og fremst að vera fyrir fulloröið fólk, og þvi fannst mér ég strax hafa verk að vinna, eftir að ég var tekinn til starfa. Hitt tek ég skýrt fram, að ég er ekki að álasa þeim mönnum, sem stjórnuðu Náms- flokkum Kópavogs á undan mér. Þeir urðu að kappkosta að fá sem flesta þátttakendur til þess að standa undir kostnaöi, og tii þess að þeir ynnu ekki alveg kauplaust við þetta sjálfir. Og þar með er- um við komnir að fjármálahliö- inni á þessum málum. Náms- gjöldin i Námsflokkum Kópavogs voru um það bil tvöfalt hærri en I Reykjavik, og afleiðingin varö sú, að flest fullorðna fólkið i Kópa- vogi, sem óskaði eftir sliku námi, innritaðist i Námsflokka Reykja- vikur, en ekki Kópavogs. Ég ein- setti mér að ráöa bót á þessu, og það hefur mér tekizt, að verulegu leyti en ekki fullkomlega. — Hversu margir eru núna i Námsflokkum Kópavogs? — Núna eru skráðir um tvö hundruð og tuttugu nemendur, en haustið sem ég tók við þessu, voru þeir áttatiu. Og veturinn þar áöur voru þeir álika margir. Námiðáaðveita gleði og lifsfyllingu — Halda nemendur út I þessum frjáisa skóla, eða eru þeir að koma og fara? — Mér skilst, að lltiö hafi veriö fylgzt meö sliku, yfirleitt, og ég fyrirmittleyti hef ekki gert nein- ar athuganir á þvl fyrr en núna. Eftir þvi sem mér sýníst, þá erum við miklu betur á vegi staddir með þessa hluti en til dæmis Dan- ir. Þeir missa um það bil þrjátiu af hundraði skráðra þátttakenda I námsflokkum sinum, en hjá okk- ureru það ekki nema tiu prósent, eða í mesta lagi á milli tiu og fimmtán af hundraði, sem hverfa frá námi. Ef ég veit fyrirfram, að fólk sé að hugsa um að hætta námi, hef ég tekið upp þann hátt að ræða við það og reyna að fá að vita ástæðurnar til þess að það vill hætta. Siðan reyni ég að hjálpa þvi til að halda áfram námi, ef það vill, og ef slfk hjálp er á mlnu valdi. Sumir vilja kannski skipta um námsgrein, eða jafnvel aðeins um flokk, og þá er það aö sjálfsögðu reynt, að verða við slíkum óskum. Námsflokkarnir verða nefnilega að hugsa um gæði skólans, engu slður en um hitt að sópa sem allra flestu fólki inn I skólann — og hæla sér svo af höfðatölunni. Meginatriði er að fólkið sé ánægt með nám sitt, og að þaö öðlist þá lífsfyll- ingu sem öllum er nauðsynleg, ekki sizt fullorðnu fólki, — hvort sem nám þess er bóklegt eöa verklegt. — Hafa einhverjir hætt viö að hætta vegna þess að þú taiaðir við þá? — Já, allmargir hafa haldið á- fram námi vegna þess að ég tal- aöi viö þá, þegar þeir höfðu á- kveðið að hætta. Það er ákaflega óæskilegt að menn hætti I miðjum kliðum við nám, sem þeir hafa byrjað á. Þeim finnst þá oft eftir á, að þeir hafi reist sér huröarás um öxl, að þeir hafi ekki ráðið við námið, og að þeir hafi orðiö fyrir einhvers konar niöurlæg- ingu. Það verður að koma I veg fyrir þetta með öllum tiltækum ráðum, og oftast er það hægt, ef bæði nemandinn og kennarar hans leggjast á eitt. Flestir tungumálakenn- ararnir eru útlendingar — Þú nefndir áöan mikia fjölg- un nemenda i Námsflokkum Kópavogs. Veizt þú einhverjar á- stæður til þeirrar þróunar? — Þar kemur sjálfsagt margt til greina. Ég get imyndað mér að ein meginástæðan sé sú, að ég hef fitjað upp á ýmsum nýjungum, hafið kennslu i greinum, sem ekki hafa verið kenndar I öðrum námsflokkum. Enn fremur hitt, að ég gekk strax i það, með góðu samþykki yfirmanna minna, aö lækka námsgjöldin til samræmis við Reykjavik, og nú er svo kom- ið, að þau eru hin sömu á báðum stöðum. — Það væri gaman aö heyra á- kveðnar tölur, til frekari glöggv- unar. — Já. Námskeiö af algengri lengd, segjum tuttugu og tvær kennslustundir, kostar fjögur þúsund krónur bæði i Reykjavik og Kópavogi. Ég get ekki dæmt um, hvernig þeír kennarar voru, sem kenndu í Námsflokkum Kópavogs, áður en égkom þangað, þvi ég þekki ekki einn einasta þeirra, en hitt veit ég, að ég hef verið fram úr skar- andi heppinn með kennara, og vafalaust á það mikinn þátt I auk- inni aðsókn. Um kennslu i erlend- um málum er það að segja, að ég hef lagt metnað minn I þaö að kennararnir kenni eingöngu sitt eigið móðurmál. Það er að segja að Svii kenni sænsku, enskumæl- andi maður ensku, og svo fram- vegis. Aðeins einn tslendingur kennir ensku hjá mér I Náms- flokkunum. Það er kona, sem hefur BA próf i enskri tungu frá Háskóla tslands. Þessi kona kennir ensku i fyrstu f jórum stig- um námsins, en eftir það tekur við annar enskukennari, sem er lektor I ensku við háskólann hérna, en kennaralærður I heima- landi sinu. — Hvernig ferð þú að þvi aö krækja i útlendingana, sem kenna I Námsflokkum Kópavogs? — Þegar ég sé á haustin hver þátttakan ætlar að verða i Náms- flokkunum, hringi ég I skrifstofu Háskólalslandsogfæaö vita nöfn þeirra útlendinga sem skráðir eru til náms þar, og þetta hefur oft gefizt mjög vel. Núna er til dæmis stór byrjendaflokkur I sænsku hjá mér i námsflokkunum. Það er sænsk stúlka, nemandi i Háskóla íslands, sem kennir, og það geng- ur ágætlega. I haust skipulagði ég nám i itölsku og ætlaði að ná I kennara I gegnum háskólann, en það brást, og nú var ekki gott I efni, kennsl- analveg að byrja og enginn kenn- arinn! Þá datt mér allt í einu i hug að hringja i útlendingaeftir^ litið. Og ég var reyndar dállt- ið kunnugur þar á bæ, ’þvi ég vann I lögreglunni á námsár- um mínum. Það er svo ekki að orðlengja, aö einungis tiu minút- um eftir aö ég hafði talað við út- lendingaeftirlitið, hringdu þeir til min og bentu mér á mann, sem þeir sögðu að væri alveg rétti maðurinn til þess að kenna itölsku hjá mér. Þetta hefur stað- izt fullkomlega, þvi öllum nem- endunum ber saman um að hann sé afbragös kennari, og ég get borið um það af eigin raun, þvi að ég er sjálfur aö læra itölsku hjá honum. — Þú ert þá ekkert feiminn við að vera nemandi i þeim skóla, sem þú stjórnar sjálfur? ' — Nei, siður en svo. Það hafa allir gott af að læra, og menn eru aldrei of gamlir eða of „virðuleg- ir” til þess. Kennarar og skóla- stjórar hafa gott af þvi að stunda nám, engu siður en aðrir. Fjölmargar námsgrein- ar, — allt frá málmsmíði til matreiðslu — Eru ekki fleiri nýjar náms- greinar I Námsflokkum Kópa- vogs en italska? — Þýzka, bókfærsla og vélritun hafa verið kenndar þar siðan ég tók við stjórninni, en eftir þvi sem ég veit bezt, voru þessar greinar ekki kenndar þar áður. Af verklegum og hálf-verkleg- um greinum má til dæmis nefna garðyrkju. Ég er sjálfur áhuga- maður um garðyrkju, og mér datt I hug að hún gæti veriö skemmti- legur námsflokkur. Strax fyrsta veturinn var tuttugu manna hóp- ur sem nam garðyrkju, og allir, sem ég átti tal við, voru mjög á- nægðir með þaö námskeið. Næsta vetur voru þrlr hópar i þessari grein, allir yfirfullir, svo að ég mátti vel við una, þátttakan þre- faldaðist. Nú er kominn fram- haldsflokkur fyrir þá, sem höföu kynnt sér garðyrkju áður, fyrir utan byrjendaflokkana, sem allt- af eru starfandi. A örðu ári minu hjá Námsflokk- um Kópavogs var hafin kennsla i tréskurði. Þátttaka varð strax næg, og þar kennir ágætur kenn- ari, Siggeir ólafsson, sem einnig vinnur við skólann á daginn. Aður en ég tók að mér þessa námsflokkastjórnhafðiég mikinn áhuga á annarri grein handa- vinnu. Það var málmsmiöi. Hún er nú kennd I Námsflokkum Kópavogs, hana kennir Björgvin Svavarsson, en Björgvin er tvi- mælalaust með allra færustu mönnum i þeirri grein, og hefur oft verið fenginn til þess að kenna málmsmiði á kennaranámskeið- um. — Fyrst i stað komu ekki nógu margir i þennan námsflokk, menn héldu vist að það ætti aö hamra járn með sleggju i timun- um, og treystu sér ekki til þess. Ég þurfti fyrst að fá leyfi til þess að hefja kennslu i þessari grein, þótt þátttakendur næðu ekki þeirri lágmarkstölu, sem tilskilin er, en það breyttist svo rækilega að siðan hefur frekar þurft að visa fólki frá heldur en hitt. — Hafði málmsmiði ekki verið kennd i kvöldskólum fyrr en I Námsflokkum Kópavogs? — Nei, ekki svo mér sé kunn- ugt, enda ætlaði fyrst aö verða nokkrum erfiðleikum bundið að hrinda hugmyndinni I fram- kvæmd, af þvi að fólk vissi ekki hvað þetta var. Til viðbótar þeim greinum, sem hér hafa verið nefndar, má til dæmis nefna barnafatasaum, sem lengi hefur verið kenndur i Námsflokkum Reykjavlkur, sniðanámskeiö og hnýtingar, sem alltaf hafa verið vinsælar. — Þið kenniö ekki leiriðnað? — Nei, það hef ég ekki reynt ennþá,enda er ég ekki viss um að við höfum aöstæöur til slikrar kennslu. Húsnæðið er takmarkað. Við kennum matreiðslu, og þar að auki leiklist. Jón Júllusson mun annast kennslu I þeirri grein. Myndiö hef ég hugsaö mér að taka upp, og er það nýmæli. Astæðan til þess að mér datt þetta Ihug var sú, að einn af samkenn- urum minum i Vighólaskóla lætur nemendur sina gera slika hluti meö miklum árangri. Ég tók fljótt eftir þvi, þegar ég kom inn i kennslustofuna til þessa sam- kennara mins I haust, að þar voru komnar myndir upp á veggi, og ekki hefur þeim fækkað siðan. Ég minnist þess ekki aö hafa séð teiknikennara ná öðrum eins ár- angri i samstarfi við nemendur sina, svo mér hugsaöist að tilvalið væri að gefa fullorðnum kost á kennslu þessa ágæta kennara. Hjálp I viðlögum hefur einnig verið kennd i samráði við Rauða Kross Islands, Kópavogsdeildina, og að sjálfsögðu er hin mesta nauösyn að fólki gefist tækifæri til þgss að afla sér þekkingar I þeim efnum. Aðallega fullorðins- fræðsla, en einnig góð aukakennsla handa skólanemendum — Eru Námsflokkar Kópavogs nú eingöngu orönir skóli fyrir fullorðna? — Nei, ekki algerlega. Enn eru þar nokkrir hjálparflokkar fyrir skólanemendur, sem þess æskja. Ég hef alltaf litið svo á, að náms- flokkar eigi fyrst og fremst að vera handa fullorðnu fólki, sem vill afla sér nýrrar þekkingar eða endurhæfa sig i þvi sem það hefur lært einhvern tima áður. En hins vegar hef ég ekki viljað hætta al- veg að aðstoða skólanemendur, þvi að það getur verið gott fyrir efnaiitið fólk að fá þannig miklu ódýrari aukakennslu handa börn- um sinum en annars væri kostur á. Skólanemendur, sem þurfa á þviað halda, verða að geta fengið aukatilsögn, hvað sem efnahag foreldra þeirra liður. A seinasta starfsári voru um fimm hundruð og þrjátiu nem- endur I Námsflokkum Kópavogs, þegar allt er talið. Af þeim f jölda voru um hundrað og þrjátiu nem- endur úr gagnfræðaskólum bæj- arins.Fullorðnir voru með öðrum orðumumfjögurhundruð.en árið áður en ég tók við, voru þeir full- orðnu tæplega hundrað, en skóla- krakkarnir aftur á móti yfir tvö hundruð. Hlutfalliö á milli skóla- krakka og fullorðins fólks I Námsflokkum Kópavogs hefur þannig gerbreytzt I þá átt sem ég tel I samræmi við eöli og tilgang námsflokka yfirleitt. — Eruð þið ekki með einhverj- ar nýjungar, sem enn eru ekki komnar til framkvæmda, — og eru kannski aðeins hugarfóstur enn sem komið er? — Jú. Ég hef lengi haft I huga námsgrein, sem viö getum kallað umhverfisfræði, en ef til vill er átthagafræöi alveg eins rétt orð. Ég hugsa mér þessa námsgrein á þá leiö, að tvinnuð væri saman saga Kópavogs og náttúra hans. Ég á við, að sagnfræðingur yrði fenginn til þess að fara yfir sög- una með nemendum sinum, jarö- fræðingur útlistaði jarðfræðina o.s.frv. Af nógu er að taka. Þetta væri hægt að kenna með fyrir- lestrum sem tækju nokkur kvöld, en siðan mætti fara meö nemend- unum i skoðunarferð um ná- grennið. Það mætti taka bil á leigu, fara hringferð um nágrenn- ið, skoða nærliggjandi eldstöðvar og gera sér nánari grein fyrir myndunarsögu svæðisins. 1 tengslum við þetta mætti skoða fornminjar, til dæmis gamlar húsarústir, sem ekki eru allar langt undan, enda eru miklar sögulegar minningar tengdar Kópavogi, eins og alkunnugt er, þótt þær séu ekki að sama skapi gleðilegur kapituli i þjóðarsög- unni. Björgvin Svavarsson við kennslu I málmsmlði. Kennslustund i tréskurði hjá Siggeiri ólafssyni. Velvild og ómetanleg fyrirgreiðsla — Mér skilst á öilu, að i Náms- flokkum Kópavogs sé margt nemenda og kennara. Hvar hafið þið fengið húsnæði fyrir aila þessa starfsemi? — 1 Vighólaskóla i Kópavogi. Við, námsflokkamenn, njótum þar frábærrar fyrirgreiðslu, ekki aðeins hvað sjálft húsnæðið snert- ir, heldur fáum við einnig að nota vélar og tæki Vighólaskóla eftir þvl sem þörf krefur. Sveinn Jó- hannsson, skólastjóri Vfghóla- skóla, hefur alltaf verið mér inn- an handar. Við Sveinn höfum lengi verið samkennarar i Vig- hólaskóla, og jafnan samið vel, svo ég óttaðist aldrei að okkur kæmi illa saman, eftir að ég væri tekinn við Námsflokkum Kópa- vogs, enda hefur fyrirgreiðsla hansog aðstoð við mig verið slik, að það hefur létt mér starfið við námsflokkana til mikilla muna. Enn fremur hafa samskipti min við stjórnendur Kópavogskaup- staðar verið með miklum ágæt- um, og ég hef ekki mætt öðru en skilningi og góðum hug þar, hve- nær sem ég hef þurft til þeirra að leita. Allt er þetta auðvitað ómet- anlegur stuðningur. — Ég hugsa stundum til frumkvöðlanna, sem stofnuðu Námsflokka Kópavogs sem einkafyrirtæki og urðu i rauninni að taka af kaupinu sinu til þess að kynna starfsemina, og jafnvel til óhjákvæmilegra aug- lýsinga. — Er þessi kvöldkennsla ekki erfið fyrir þig, sem kennir auk þess fulla kennslu i Vighólaskóla? — Ég er auðvitað oft bundinn á þeim tima sem aðrir eiga frl. En aðalkennslan i námsflokkunum fer fram á tveim kvöldum í viku, þriðjudags- og fimmtudagskvöld- um. Þá er kennt I rykk til klukkan hálfellefu, og þaö er auðvitað langur timi. Auðvitað væri auð- velt að dreifa þessari kennslu á þrjú eða fjögur kvöld, jafnvel fimm, en ég hef komið þessu svona fyrir af hagkvæmniástæð- um, bæði fyrir fólk sem skráir sig i fleiri en eina grein, og eins til þéss að halda niðri kostnaði i sambandi við ræstingu, ganga- vörzlu og annaö sem óhjákvæmi- lega fylgir skólastarfsemi. — Nú, hvað sjálfan mig snertir, þá þarf égauövitað oft að vinna eitthvað i þágu námsflokkanna á laugar- og sunnudögum, en ég reyni að stilla öllu sliku I hóf, eftir þvi sem kost- ur er, svo ég hafi einhverjar stundiraflögu handa sjálfum mér og fjölskyldu minni, en óneitan- lega er það mikið verk aö hafa yfirumsjón með kvöldskóla, auk annarra starfa. Að kenna garðyrkju á þorranum — Þú hefur talað hér að fram- an um kennsiu i garöyrkju. Er ekki nokkrum vandkvæðum bundið að kenna slika námsgrein á þorranum? — Segja má, að dálitið erfitt sé um verklega kennslu á þeim tlma árs. Kennslan fer fram I fyrir- lestrum ’ og með sýningu lit- skuggamynda. Margir kennar- anna hafa með sérblóm og ýmiss konar jurtir i pottum, og oft eru bæði jurtaleifar og mold á borö- um að kennslustund lokinni. Fólk tekur afleggjara af plöntum og gengur frá þeim eins og vera ber, Kristinn Helgason, formaöur Daliuklúbbsins, kennir garðyrkju hjá okkur, og hann hefur látið nemendurna spreyta sig á þvi að skipta dalium til þess að fjölga þeim, og ganga þannig frá af- leggjurum að þeir haldi áfram að lifa og dafna. Hugmyndina að garðyrkju- kennslunni fékk ég frá Garð- yrkjufélaginu og Daliuklúbbnum. Þar eru alltaf haldin kynningar- kvöld, og ég var búinn aö sjá, aö menn geta orðið talsvert miklir sérfræðingar i garðyrkjuá einum sex til sjö árum, ef þeir koma á hvern fræðslufund. Og þá fór mér að detta i hug, að þaö væri nú reyndar ekki svo fráleitt fyrir þá sem nýbúnir eru að slétta lóðina sína, en ekki komnir lengra, að fá allan „sex ára skammtinn” af garðyrkjuþekkingu á einum vetri, — eða jafnvel aðeins hálf- um vetri. Þess vegna fannst mér tilvalið að taka upp kennslu i garðyrkju i Námsflokkum Kópa- vogs. Formlegir kvöldskólar þurfa að vera til sem viðast — Eru Námsflokkar Kópavogs formlegur skóli, sem útskrifar nemendur sina með prófum og öðru sliku? — Nei. Þetta er eingöngu fri- stundanám, og engin próf þreytt. Eina undantekningin frá þeirri reglu er vélritunin. Þar hafa þeir, Oddrún Pálsdóttir, húsmóðir I Keykjavik hefur stundað nám f málm- smlði f Námsflokkum Kópavogs. Hér er hún að byrja á nýjum hlut. Nokkrir af munum þeim, sem Oddrún Pálsdóttir hefur gert á tveim námskeiðum i máimsmiði. Afköst hennar eru mikil og handbragðið geta menn séð með þvl að virða gripina fyrir sér. sem náðu verulegum tökum á þeirri grein, tekið próf á raf- magnsvélar, en þær eigum við of fáar. Astæðan til þess að við höfum ekki gert þetta að formlegum kvöldskóla, likt og til dæmis Námsflokka Reykjavikur, er sú, að Kópavogur er, eins og allir vita, fasthjá Reykjavlk, og meira að segja að nokkru leyti umlukinn henni. Aðeins fáir nemendur Námsflokka Kópavogs hafa farið þess á leit við mig að fá aö taka próf. Ég hef þá talað við skóla- stjóra Námsflokka Reykjavik- ur, ogfengið að visa þessum nem- endum þangað til þess að láta þá taka próf þar. Skólastjóri Náms- flokka Reykjavíkur, Guðrún Halldórsdóttir, hefur alltaf tekið vel slikum beiðnum frá okkur, og ég hef talið rétt að fara þessa leið, á meðan aðsóknin að Námsflokk- um Kópavogs er ekki meiri en svo, að miklu dýrara yrði að stunda þar nám en i Námsflokk- um Reykjavikur, ef viö gerðum námsflokkana hjá okkur að form- legum kvöldskóla á sama hátt og Námsflokkar Reykjavikur eru. — En hillir ekki undir það i ná- inni framtiö, að Námsflokkar Kópavogs verði formlegur kvöld- skóli? — Ég veit ekki. Nú liggur fyrir Aiþingi frumvarp um fulloröins- fræðslu, svokallaða, og enginn veit enn, hvaða afgreiðslu það fær. Ég er reyndar þeirrar skoð- unar, — og segi það á eigin á- byrgð — að þetta frumvarp sé þannig úr garði gert, að erfitt muni verða aö fá það samþykkt ó- breytt. En ef þetta frumvarp eða annað i þess stað, verður aö lög- um, er kannski hægt að gera sér vonir um kvöldskóla vlöar en i Reykjavik. Ef rikið tekur aö sér að greiða sjötiu og fimm hundr- aðshluta kostnaðar, ætti það að tákna jafnari aðstöðu byggðar- iaga. — Auövitað eru margir verr settirað þessu leytien Kópavogs- búar. Við getum visað nemendum okkar i Námsflokka Reykjavikur og látið þá taka próf þar, með góðfúslegu leyfi skólastjórans, eins og ég var að segja hér að framan, en þetta geta ekki þorp ogbyggðarlög út um landsbyggð- ina. Látum skynsemina ráða — Þú virðist ekki vara mjög hrifinn af þessu nýja frumvarpi um fullorðinsfræðslu. Hvað finn- ur þú þvi helzt.til foráttu? — Það hefur verið lögð mikil vinna i að semja frumvarpið, og allteruþaðágætirmenn, sem þar hafa að unnið. En þeir hafa fallið i þá gryfju, sem mörgum tslend- ingum hættir til að detta i. Þeir virðast hafa gleymt þvi, að við tslendingar erum ekki nema rösklega tvö hundruö þúsund. Stærstu kvöldskólar i Danmörku myndu rúma alla nemendur i öll- um námsflokkum og kvöldskólum á Islandi. — Þeir kæmust allir fyrir I einum dönskum kvöld- skóla. Eftir þvi sem mér hefur sýnzt, þegar ég hef kynnt mér á- standið i þessum efnum I Dan- mörku, þá get ég ekki betur séð, en við höfum fallið i allar þær gryfjur, sem Danir eru nú i vand- ræöum .með hjá sér I þessum efn- um. Þar er til dæmis margskipt- ingin ofarlega á blaði. Fulloröins- fræðslan heyrir undir marga aðila, og yfirbyggingin gengur langt fram úr hófi. Það er gert ráö fyrir sérstökum skólanefnd- um fyrir fullorðinsfræðsluna, og sérstöku fræðsluráöi, niu manna lið, ef ég man rétt. Ég held við ættum heldur aö fella fulloröins- fræðsluna inn i skólakerfið eins og það er, láta skólanefndimar á hverjum stað annast þetta eins og önnur fræöslumál, og trúað gæti ég þvi, að einn duglegur maður i menntamálaráðuneytinu gæti annað yfirstjórn fullorðinsfræösl- unnar fyrst i stað. Ég held, aö okkur hér á lslandi henti betur einfalt og ódýrt, en flókið og dýrt. Auðvitað verðum við að koma þessum málum i viðunandi horf hjá okkur. Fullorðið fólk á rétt á að mennta sig eftir þvi sem hugur þess og hæfileikar standa til. En okkur ber skylda til að haga framkvæmdum á eins auðveldan, ódýran og árangursrikan hátt og \ okkur er unnt. —VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.