Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 19. desember 1976
23
sjonvarp
SUNNUDAGUR
I9.desember 1976
16.00 Húsbændur og hjú.
Breskur myndaflokkur. 7.
þáttur. Miskunnsami Sam-
verjinn. Þýöandi Kristmann
Eiösson.
17.00 Mannlifiö. Lifsvenjur.
Lýst er breytingum sem
oröiö hafa i þjóðfélagshátt-
um á undanförnum áratug-
um og viðhorfum manna til
þeirra. Sýnt er fram á hætt-
una, sem er þvi samfara aö
maöurinn spilli umhverfi
sinu og raski eðlilegu jafn-
vægi i náttúrunni. Þýðandi
og þulur Óskar Ingimars-
son.
18.00 Stundin okkar. Sýndur
verður annar þáttur
myndaflokksins um Kalla i
trénu, þá verður önnur
mynd um Hilmu og loka-
þátturinn um Molda mold-
vörpu. Siðan er sjötti og sið-
asti þátturinn um Komm-
óðukarlinn, litiö verður inn
til Pésa, sem er einn heima,
og loks verður sýnt föndur.
Umsjónarmenn Hermann
Ragnar Stefánsson og Sig-
riður Margrét Guðmunds-
dóttir. Stjórn upptöku Krist-
in Pálsdóttir.
19.10 Enska knattspyrnan.
Kynnir Bjarni Felixson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Munir og minjar.
Byggöasafniö i Skógum —
síöari hluti.Horfið er aftur i
timann og dvalist meðal
heimilisfólks i baðstofu á is-
lenskum sveitabæ. Fylgst er
með störfum þess og farið
með bónda i smiðju. Þulur
Ómar Ragnarsson. Um-
sjónarmaður Rúnar Gunn-
arsson.
21.10 Saga Adams-fjölskyld-
unnar. Bandariskur fram-
haldsmyndaflokkur. 7. þátt-
ur. John Quincy Adams,
sendifulltrúi. Efni sjötta
þáttar: John Adams eldri er
kjörinn forseti Bandarikj-
anna 1797. Englendingar og
Frakkar eiga i styrjöld, og
minnstu munar, að Banda-
rikjamenn dragist i strið
gegn Frökkum. Adams
tekst að afstýra þvi, og við
það fara vinsældir hans
dvinandi. Hann nær ekki
endurkjöri.
Adams verður fyrir öðru á-
falli, þegar Charles, sonur
hans, deyr aðeins þritugur
aö aldri. Hann ákveður að
setjast i helgan stein. Þýð-
andi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.10 Frá Listahátið 1976.
MIK-söngflokkurinn frá
Grænlandi leikur. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir. Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
22.30 Aö kvöldi dags. Pjetur
Maack, cand. theol., flytur
hugvekju.
22.40 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
20. desember 1976
20.00 Fréttir og veður.
20.30. Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 tþróttir. Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
21.20 Hátiöadagskrá Sjón-
varpsins.Kynning á jóla- og
áramótadagskránni. Um-
sjónarmaður Elinborg
Stefánsdóttir. Stjórn upp-
töku Egill Eðvarðsson.
21.50 Gerviásýnd fasismans.
Heimildamynd um Musso-
lini og fasistatimabilið á
ítaliu. Myndirnar tóku fas-
istar sjálfir á sinum tima,
en óhætt mun áð fullyrða að
þær segi aðra sögu nú en
ætlast var til. Myndinni lýk-
ur með innrás Itala i
Eþiópiu. Þýðendur Elisabet
Hangartner og Gylfi Páls-
son, og er hann jafnframt
þulur. (Nordvision —
Danska sjónvarpiö)
22.30 Dagskrárlok.
Hinrik konungur VIII
og konur hans sex
Eftir Paul Rival
lega efniskenndur. Hinrik tók að riða út aftur og skjóta
af hinum langa boga. Hann fann ekki til þreytu, fékk
ekki einu sinni höfuðverk. Hann bað lækni sinn að halda
sér í hæfilegri fjarlægð, yfirgaf skriftaföður sinn, lét
Katrínu eina ásamt dótturinni, þær gátu iðkað sínar
bænir. Hann flutti til annarrar hallar, gerði boð fyrir
Wolsey og sendi hraðboða eftir önnu. Eftir allar
skelfingarnar fannst honum Anna frábærari en nokkru
sinni áður. Hinrik var varla viss um hvort hann væri enn
á jörðinni, eða hvort hann væri kominn til ódáinsakra,
þar, sem konur tóku á sig gervi guðdómsins. En það var
sama hversu Ijúf og blíð Anna var honum, hún var stöð-
ugt hin ósnortna mey, sem enn varðveitti dulúð sína.
Blíðuhót önnu voru eins og maður gat hugsað sér hjá álf-
konu eða skógardís, sem sótti þrótt sinn í safa trjánna,
hún var töfrandi en varla mennsk. Hinrik strauk hár
hennar, vanga og likama, hún veitti honum allt, nema
hinn einfalda lokaþátt, sem fullnægir og veitir frið.
Lokabarátta Wolseys.
(1528-1530)
Páfalegur fulltrúi, sem fer sér hægt.
' Koma Campeggio, kardinála var nú yf irvofandi. Hinrik
ráðlagði Önnu að hverfa heim til Hever. Hún varð stór-
móðguð,svo aðtil mála kom að hann skammaðist sín fyr-
ir hana. Hinn óvéfengjanlegi hreinleiki hennar gæti ork-
aðtvímælis, og enn hræddari var hún vegna þess að Hin-
rik ætlaði sér að neita þeim um að hittast á hverju kvöldi.
Hún óttaðist að Wolsey gripi þá tækifærið og fengi kon-
ungi aðra konu, sem ef til vill hefði róandi áhrif á hann
og rifjaði þannig upp yfir honum blessun friðsælla til-
finninga. En þegar hún fór að hugsa sig um, komst hún
að þeirri niðurstöðu að ef til vill væri tímabært að reyna,
hversu mikil tök hún hefði, jafnvel fjarverandi. Hún
gerði gys að Hinrik fyrir kjarkleysi og smámunalega
varúð. Síðan fór hún, til að njóta haustilmsins að Hever.
Að lokum kom hinn ellihrumi Campeggio, Hinrik tók á
móti honum, með mikilli viðhöfn, og auðsveipur eins og
hlýðinn sonur. Einu sinni enn, sáu Lundúnabúar hinn
virðulega páfakross, prestur einn hélt krossinum á lofti,
sá reið múldýri. Campeggio blessaði lýðinn af hinu
mesta örlæti. i fylgd með kardinálanum var sonur hans,
hávaxinn piltur, sem studdi föður sinn, en Campeggio
stakk við. Sonur kardinálans var skilgetinn, Campeggio
hafði ekki unnið hin heilögu heit fyrr en hann var orðinn
aldraður. Hann hafði orðið sárhryggur, er hann missti
konu sína. Áður en Campeggio gerðist kirkjunnar maður
hafði hann verið lagaprófessor, um tuttugu ára skeið.
Hann var því vel hæfur, til að fella réttlátan dóm. En
hann hraðaði ekki málinu, frekar en Wolsey. Þessi gamli
maður virtist telja sig hafa eiiífðina á valdi sínu, hann
var mótfallinn fIjótfærnislegum yfirlýsingum. Hann
vildi kynna sér málið f rá sjónarmiði beggja aðila. Hinrik
taldi þarflaust að ræða við Katrínu, en Campeggiotaldi
það áríðandi. Hann vonaði að geta komið málinu í kring
með mildum fortölum, Katrín var þó aðeins kona. Cam-
peggio heimsótti Katrínu og spurði hana hvort hún gæti
ekki hugsað sér að yfirgefa heiminn og taka klaustur-
heit. Gat hún gert ráð f yrir betri f ra.mtíð? Hún væri orð-
in öldruð og gat ekki f ramar alið börn né notið ásta. Guð
var tvímælalaust að opna henni klausturdyrnar. Cam-
peggio lýsti af eigin raun, dásemdum trúarlífsins, hann
lýsti því, sem skjóli þeirra, sem voru viðkvæmir og von-
sviknir. Katrínu fannst italinn ofdirfskufullur. Henni
fannst ólíku saman að jafna, þar sem um var að ræða
annars vegar réttan og sléttan lagaprófessor og hins
vegar drottningu og spænska erfðaprinsessu. Katrín
svaraði því til að hún mundi skrýðast nunnuslæðu um
leið og Hinrik gengi í klaustur, en slíku gat Campeggio
ekki lofað, þrátt fyrir alla sína samningalipurðog Katrín
neitaði að láta undan. Campeggio fékk sér liðsstyrk,
hann kom aftur til Katrínar, ásamt Wolsey og f jórum
biskupum. Katrín lét þá fara erindisleysu og var ánægð
með.
Hinrik gerði boð fyrir Campeggio. Hinrik sagði: „Ef
Katrín er f ús að gerast nunna, er ég reiðubúinn að verða
munkur, við vinnum þá bæði klausturheitið. Seinna getur
svo hinn heilagi faðir leyst mig f rá minu heiti. Þá verður
hún bundin sínu heiti, en ég verð f rjáls, og þar, sem Eng-
land verður að eignast krúnuerf ingja, mun ég auðvitað
velja mér nýja brúði, en vitanlega með leyfi páfa."
Campeggio fannst þessi uppástunga bera vott um
hreinlyndi, en of flókin í framkvæmd og framar öllu
óvirðuleg. Hanntaldi það óráðlegt að einvaldsherra léki
opinberlega slíkan skrípaleik. Hinrik sagði þá: „Ég tek
mér þá til fyrirmyndar hina helgu menn Gamla testa-
mentisins. Ég hef oft lesið um það í biblíunni, að Drott-
inn leyfði ættfeðrunum að eiga margar konur samtímis.
Til dæmis þegar Sara var orðin gömul og gat ekki alið
börn tók Abraham Hagar sem hjákonu, og hún ól honum
son. Jakob átti tvær lögmætar eiginkonur, sem þar að
auki voru sytur, hann bætti svo við sig tveim hjákonum.
Hann hefur sjálfsagt verið afar þróttmikill. Frá þessu
fólki erusvokomnar hinar tólf ættkvíslir ísraels. Davíð
átti f jölda eiginkvenna, sömuleiðis Salómon, sem átti
heilt kvennabúr, og þetta var grundvöllurinn að, upp-
runa sjálfs frelsarans. Því skyldi ég þá ekki eiga tvær
eiginkonur? Á aðeins að fara eftir kenningum biblíunn-
ar, þegar hún bannar, en ekki þegar hún leyfir? Katrín
gæti eftirleiðis verið hin viðurkennda drottning, en Anna
gæti alið mér son. Við gætum öll lifað í sátt og
samlyndi."
Compeggio lét í Ijósi undrun, þegar hann hafði hlýtt á
málflutning Hinriks, en þá minnti Hinrik hann á að hinn
frægi Lúther, sem þegar á allt var litið, var bæði lærður
maður og fróður, leyfði mönnum, sem áttu konur, er
gátu ekki alið börn, að fara til annarra kvenna og geta
börn við þeim. Slíkt leyfði Lúther einnig konum við sömu
aðstæður. Hinrik sagðist álíta það synd að neita körlum
jafnt sem konum að eignast af kvæmi og koma þannig i
veg fyrir að sálu gæddar verur yrðu til. Þessu svaraði
Compeggio stuttlega: „En Lúther er villutrúarmaður."
Því svaraði Hinrik ekki, en hann hugleiddi, hvort villutrú
hefði ekki sínar góðu hliðar.
Katrin er rekin á brott
í fyrsta sinn
Það var mikið skrafað. Á hverju götuhorni lét fólk í
Ijós hneykslun sína yfir því að þessi lítilsiglda stúlka
leyfði séraðgera uppistand innan konungsf jölskyldunn-
ar og reyna að bola sjálfri drottningunni frá. ófríðum
konum og barnlausum fannst sérstaklega að sér vegið.
Hinrik kallaði saman nokkra aðalsmenn og framámenn,
meðal Lundúnarbúa. Hann hélt yf ir þeim langa ræðu um
siðgæði, þar sem hann útskýrði að sambúð hans og
drottningar væri syndsamleg og bannfærð samkvæmt
öllum helgilögum, og að hann væri búinnað búa við þessa
villu í tuttugu ár. Hinrik sagði að þetta ástand mætti ekki