Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 31

Tíminn - 19.12.1976, Blaðsíða 31
Sunnudagur 19. desember 1976 31 Nú-tímaviðtal við Jóhann G. Jóhannsson jóhAnn g. jóhannsson sendi nýlega frá sér sina aöra sólóplötu, Mannlif aö nafni, en tvö ár eru liöin frá þvi fyrri plata hans, Langspil kom út. Nú-timinn hitti Jóhann að máli i vikunni og kvaöst hann hafa unnið aö gerö plötunnar frá þvi siðari hluta júlimánaö- ar fram i byrjun nóvember. — Þessi plata er á margan hátt sérkennilega unnin, sagöi Jóhann. — Ég og Óli Garðars byrjuöum á þvi aö æfa grunn- ana heima i stofu hjá mér, hann á trommur og ég á bassa eöa gitar. Þegar upp i stúdió var komið var svobyrjaö á þvi að taka upp trommurna einar, sem er frekar óvenjulegt, enda yfirleitt fleiri hljóöfæri tekin upp i grunni. Þetta gerir geysilegar kröfur til trommu- leikarans, hann þarf að þekkja lagiö mjög vel og þá mögu- leika, sem ég haföi ákveöiö aö nota i laginu, og leika síöan á trommurnar með þessa möguleika i huga. Jdhann sagöi, aö þaö væri rétt, að Mannlif væri talsvert ólik Langspilsplötunni. — Þaö ermeira ,,bit” á þessari plötu, önnur hliðin er léttari og þar er meira rokk, en á hinni hliðinni örlar á dýpri „spekúlasjónum”. Jóhann kvað stúdió Hljóö- rita, þar sem platan var tekin upp, aö mörgu leyti mjög gott stúdió. Hann sagöi aö visu, aö þar sem stúdióið væri ungt, hefði hann þurft aö ganga i gegnum ýmiss konar tilraunir og mikill timi heföi fariö i þaö. Þá kvaðst Jóhann hafa orðið að gera margar tilraunir i sambandi við aöfengna hljóö- færaleikara. — „Session”- stéttin er bara rétt aö verða til núna, og þar sem ég hef verið I tiltölulega litlum tengslum viö poppbransann um nokkurn tima burfti ég dálitiö aö leita fyrir mér. Við eigum annars orðið mjög góða hljóöfæra- leikara, einkanlega var ég ánægður meö Þorstein gitar- leikara i Eik að öðrum ólöst- uðum. Nú-timinn innti Jóhann eftir þvi, hvort hann hefði einhver áform á prjónunum um þaö, að koma fram opinberlega og leika sina tónlist. — Ég hef veriö aö hugsa um hljdmleika eftir áramótin, en ég veit ekki hvaö verður. Ég tel það mjög nauösynlegt fyrir mig aö koma fram og halda tengslum viö poppunnendur, sem hafa þvi miður veriö litil á undanförnum árum. Þaö er hins vegar mikið áhættufyrir- tæki aö efna til hljómleika og erfitt aö koma þeim i kring. Taliö barst nú aö skemmtanalifinu og sagöi Jó- hann að það væri mjög ein- hæft, þvi veitingahúsaeigend- ur gerðu ekkert i þá átt að f itja upp á nýjungum i rekstri. — Skemmtistaöirnireru þaö fáir aö samkeppnin milli þeirra er engin. öll húsin eru troðfull og þaö skiptir að þvi er virðist engu máli hvaða tónlist þar er flutt, svo fremi aö hún sé danstónlist. Þaö var miklu meiri gróska i þessu áður, þá voru oft eins konar tónleikar á skemmtistöðunum — og mér finnst þaö miöur að þetta hef- ur lagzt niður. Jóhann G. er sem kunnugt er myndlistarmaður, og hefur haldið nokkrar einkasýningar. Við spurðum hann þeirrar spurningar, hvort ætti sterk- ari itök i honum, tónlistin eöa myndlistin. — Ég veit ekki, sagöi hann. — Þetta er erfið spuming. Þetta er tvennt ólikt, tónlistin er félagslegt fyrirbrigöi en i myndlistinni er maður einn með sjálfum sér og léreftinu. Tónlistin gerir þá kröfu, t.d. viö gerð sólóplötu, aö ná út úr samstarfsmönnum þvi bezta, og það er aö miklu leyti undir manni sjálfum komið hver árangurinn verður. Mér finnst oft gott eftir að hafa unnið að tónlist i ein- hvern tima, að mála. — En eru þetta ekki meira og minna samofnir þættir... — Þú meinar hvort ég máli ekki lög og semji málverk. Þaö má til sanns vegar færa. Ég sé lögin fyrir mér i mynd- um, útsetningamar eru litir og form. — Mér fannst Hendrix t.d. alltaf vera geysilega mik- ill málari, hann var svo skap- andi. Jóhann hefur unnið aö list sinni eingöngu undanfarin ár, og þvi spurðum viö hann aö þvi, hvernig honum reiddi af fjárhagslega. — Þetta hefur gengið, enda lifi ég heldur spart. Ef mál- verkasýning gengur vel aflar maöur einhverra tekna, sem ganga aö visu upp i skuldir aö verulegu leyti, sem maöur hefur safnað á meöan unniö varaö sýningunni. En þetta er alltaf mikil áhætta og fastar tekjur eru náttúrulega engar. Þessi plata var t.d. mjög dýr i gerö og ég skulda nú á fjóröu milljón vegna plötunnar. Þegar á heildina er litið hef- ur þó gengið vonum framar aö lifa af listinni, og þaö er hægt aö lifa af henni. Ég hef aö visu reynt aö lifa á listinni á þann hátt að halda minni reisn, halda minum standard,þ.e. ég sendi ekkert frá mér öðru visi en að ég sé ánægður meö það og mér finnist ég ekki vera aö svikja sjálfan mig. — Gsal Stevie Wonder: Songs in the key of life Eagles: Hotel California Abba: Arrival Queen: A Day At The Races E.L.O............A New World Record Jackson Browne. The Pretender Gerorg Harrison..33 1/3 Roger Whittaker..Christmas Album Leo Kottke.......My Feet Are Smiling Frank Zappa......Zoot Allures Joni Mitchell....Heijra Loggins and Messina ... Best of Friends Seals and Crofts.SudanVillage Bee Gees.........Children Of The World Sailor...........The Third Step Led Zeppelin.....The Song Remains Elton John.......Blue Moves Donna Summer.....Four Seasons of love Boston...........Boston The Earl Scruggs Revue Family Portrait Chicago..........Chicago X Ted Nugent.......Free For All TheJacksons...... Enjoy Yourself. íslenzkar plötur Jakob Magnússon ...Splunkuný plata Björgvin Halldórsson... Einu sinni var Ýmsir listamenn...Jólastjörnur Spilverk þjóðanna.Götuskór Gisli Rúnar...........Algjör sveppur Júdas.................Einsog fæturtoga Lúdó og Stefán........Lúdó og Stefán Haukar................Fyrst á röngunni. A.T.H. Hin sívinsælu gjafakort Faco komin aftur Sendum i póstkröfu samdægurs eins og venjulega Sendum gegn póstkröfu Laugavegi 89 Hafnarstræti 17 simi 13008 sími 13303.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.