Fréttablaðið - 12.01.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 12.01.2006, Síða 6
6 12. janúar 2006 FIMMTUDAGUR KJÖRKASSINN Telur þú að Úrvalsvísitalan haldi áfram að hækka á þessu ári? Já 93% Nei 7% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefurðu áhyggjur af því að fuglaflensan berist hingað til lands? Segðu þitt álit á vísir.is ÍRAN, AP Það er sama til hvaða þvingunaraðgerða eða annarra ráðstafana Vesturveldin kunna að grípa til, það mun ekki hafa nokk- ur áhrif á kjarnorkuáætlun Írana. Þetta sagði Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans, sem enn er einn æðsti ráðamaður landsins. Utanríkisráðherrar Bretlands, Frakklands og Þýskalands – hóp- urinn sem í nafni Evrópusam- bandsins hefur síðastliðin tvö ár reynt að eiga milligöngu um lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Írana – munu hittast í Berlín í dag til að ráða ráðum sínum um við- brögð við þeirri ákvörðun Írana að hefja aftur vinnu við áætlun- ina. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gaf til kynna í Lundún- um að bresk stjórnvöld myndu ýta á um að Alþjóða kjarnorkumála- stofnunin (IAEA) vísaði málinu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það getur ákveðið refsiaðgerðir. „Ég tel að það fyrsta sem gera beri sé að tryggja samkomulag um að vísa málinu til öryggisráðsins,“ sagði Blair. „Við útilokum aug- ljóslega engar ráðstafanir,“ sagði Blair um hugsanlegar þvingunar- aðgerðir. Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagðist hafa rætt málið við bandaríska starfssystur sína, Condoleezzu Rice, og þau deildu „djúpstæðum vonbrigðum“ yfir ákvörðun Írana. Rússar hafa lagt Írönum til ýmsan búnað og aðstoð við uppbyggingu kjarnork- uáætlunar þeirra. Til hafði staðið að miðlunarvið- ræður Evrópusambands-þríeyk- isins Breta, Frakka og Þjóðverja héldu áfram í Teheran þann 18. þessa mánaðar. Háttsettur full- trúi í þýska utanríkisráðuneytinu sagði í gær að ESB-teymið gæti ekki haldið áfram viðræðum við Írana um kjarnorkuáætlunina nema þeir hétu því með trúverð- ugum hætti að auðga ekki úran. Auðgað úran er hægt að nota í kjarnorkuvopn. Sérfræðingar IAEA segja að í þeim búnaði sem starfsmenn kjarnorkuáætlunar Írana rufu innsiglið á í fyrradag sé hægt að auðga úran. Íranar halda því staðfastlega fram að öll kjarnorkuáætlun- in hafi það eitt að markmiði að framleiða rafmagn, en ráðamenn í Washington og víðar á Vestur- löndum grunar að klerkastjórnin í Teheran stefni að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. audunn@frettabladid.is Á BÆN Hashimi Rafsanjani, fyrrverandi forseti Írans og einn æðsti klerkurinn í klerkastjórn- inni, leiðir bænir námsmanna við Teheran-háskóla við upphaf Eid-al-Adha-hátíðar múslima í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Segir þvinganir ekki munu hagga áætlun Rafsanjani, fyrrverandi Íransforseti, segir Írana munu halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu, burtséð frá því til hvaða þvingunaraðgerða Vesturveldin kunna að grípa gegn henni. Líkur aukast á því að málið komi til kasta öryggisráðs SÞ. STJÓRNMÁL „Afstaða stjórnar- andstöðunnar kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir, því það er ekki verið að biðja hana um að tilnefna í enn eina fjölmiðlanefndina,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráherra. Formenn þingflokka stjórnar- andstöðunnar tilkynntu mennta- málaráðherra í gær að ekki yrðu tilnefndir fulltrúar í nýja fjöl- miðlanefnd að beiðni mennta- málaráðherra nema málefni Rík- isútvarpsins yrðu þar einnig til meðferðar. „Umfjöllun um Ríkisútvarpið fer ekki að öllu leyti saman við smíði frumvarps um fjölmiðla því í sérstöku frumvarpi er fjallað um rekstrarform þess. Auk þess er komið til móts við sjónarmið stjórnarandstöðunar í því frum- varpi, að það verði áfram í eigu ríkisins og styrki innlenda dag- skrárgerð. En almenn löggjöf um fjölmiðla mun að sjálfsögðu taka til Ríkisútvarpsins.“ Þorgerður kveðst fagna því engu að síður að stjórnarandstað- an sé reiðubúin til þess að koma að smíði frumvarps ásamt þeim lög- fræðingum sem hún hafi valið til starfans og muni líkast til starfa í sérstakri nefnd. „Aðalatriðið er að stjórnarand- staðan var beðin um að koma að því að semja frumvarp og þar eru enn álitamál uppi,“ segir mennta- málaráðherra. - jh ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA Höfum þegar komið til móts við stjórnarandstöðuna um Ríkisútvarpið. Menntamálaráðherra um afstöðu stjórnarandstöðunnar til fjölmiðlanefndar: Tregðan veldur vonbrigðum GJALDÞROT Lítið fæst upp í þær kröfur sem gerðar hafa verið í þrotabú Slippstöðvarinnar á Akureyri. Alls áttu um 300 aðilar kröfu í búið en einungis 20 höfðu fyrir því að láta sjá sig á skiptafundi sem haldinn var í gær. Lang- stærsti kröfuhafinn er þýska stór- fyrirtækið DSD og hljóðar krafa félagsins upp á rúmar 625 millj- ónir króna en Slippstöðin var und- irverktaki fyrirtækisins við stórt verkefni í Kárahnjúkavirkjun. - kk Slippstöðin á Akureyri: Fáar eignir upp í kröfur SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- un ætlar að meta á fundi sínum í morgunsárið í dag hvort leitarskip- ið Árni Friðriksson RE verði sent á miðin norður og norðaustur af Langanesi. Þar hafa nokkur skip verið við loðnuveiðar í næstum tvo sólarhringa. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri á nytjastofnasviði Haf- rannsóknastofnunar, áréttar að enn ríki algjör óvissa um ástand loðnustofnsins. „Það voru þarna fimm skip við veiðar og það er eitthvað nýtt sem ekki mældist um daginn, en í augnablikinu er ekkert hægt að meta hvort það er mikið eða lítið,“ segir hann og bætir við að stofnunin fylgist með þróun mála. Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna, tekur í sama streng og Þorsteinn, en kvað þó ástandið hafa gjörbreyst á þessu svæði þar sem loðnan hefur verið að veiðast. „Það er miklu meira líf og hvalur þarna núna. Þetta er á svæði sem við fórum yfir um dag- inn og sáum þá ekki neitt,“ segir hann en kveður enn of snemmt að segja til um hvort loðnan sé þarna komin. „Þessi skip sem eru þarna taka ekki mjög mikið magn, held- ur bara eins og þau þurfa til að frysta, en þau verða þarna nokkur áfram á miðunum og svo fer rann- sóknaskipið líka af stað, hvenær sem það verður.“ Friðrik sagði því enga ástæðu til að vera með nein- ar dómsdagsspár að sinni. „Það er allavega eitthvert líf kviknað þarna núna.“ Þá segir hann mjög mikilvægt að menn átti sig á að jafnvel þótt einn árgangur loðnunnar misfær- ist, þá þyrfti það ekki að þýða að stofninn væri hruninn. „Þetta er allt öðru vísi en aðrir stofnar sem við erum að nytja vegna þess hve þetta er skammlífur fiskur. Það er einn árgangur sem ber uppi veiðina hverju sinni.“ Hann segir fordæmi fyrir því að árgangar misfarist, en áréttar um leið að LÍÚ hafi hvatt Hafrannsóknastofnun til að verja mun meiri fjármunum í rannsóknir á göngum loðnunnar og hrygningu. „Það er alveg ljóst að hún hefur haldið sig á öðrum svæðum.“ - óká LOÐNUVINNSLA Í TOGARA Framkvæmdastjóri LÍÚ furðar sig á umræðum um mögulegt hrun loðnustofnsins því fordæmi séu fyrir að árgangar misfarist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nokkur skip hafa veitt loðnu norður og norðaustur út af Langanesi en ekki er vitað hversu mikið er af henni: Ákvörðun um leit tekin í byrjun dags Fimmtán umsóknir Alls sóttu fimmtán manns um starf framkvæmda- stjóra Háskólaskrifstofu Háskólans á Ak- ureyri sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði. UMSÓKNIR FASTEIGNAVIÐSKIPTI Fasteignin Austurstræti 12a og 14 í Reykja- vík og fyrirtækin í húsinu, Kaffi Reykjavík og tóbaksverslunin London, skiptu um eigendur í desember þegar Austurstræti 14 ehf., félag í eigu dánarbús Ketils Axelssonar, seldi Höllum hf., sem eru í eigu feðganna Franz og Grét- ars I. Berndsen, framkvæmda- stjóra Óðals, eignina. Í húsinu er margþættur rekst- ur, Kaffi París, tóbaksverslunin London, nektarklúbburinn Óðal og skrifstofur alþingismanna. Grét- ar segir að reksturinn verði að mestu leyti óbreyttur. Fasteignin er rúmlega 2.200 fermetrar að stærð á fimm hæðum. Kaupverðið er trúnaðarmál. - ghs Austurstræti 12a og 14 selt: Sami rekstur í húsinu og áður AUSTURSTRÆTI 12A-14 Dánarbú Ketils Axelssonar hefur selt húsið sem hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá 1936. PARÍS, AP Frönsk 38 ára kona sem á var grætt nýtt nef, haka og munnur í nóvember fer nú út á meðal manna án þess að vekja athygli, að sögn skurðlæknis hennar. Konan, sem er tveggja barna móðir, örkumlaðist í fram- an þegar labradorhundur hennar réðist á hana í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem and- lit líffæragjafa er grætt á mann- eskju. - smk Konan sem fékk nýtt andlit: Fær nokkuð eðlilegt útlit NÝTT ANDLIT Tölvumynd af þeim hluta andlitsins sem græddur var á konuna. Tvö ný skip Slysavarnafélagið Lands- björg sjósetti tvö ný björgunarskip í gær sem koma í stað eldri skipa á Vopnafirði og Siglufirði. Er því búið að endurnýja ellefu af fjórtán björgunarskipum félags- ins um landið. BJÖRGUNARSKIP DÓMSMÁL Þingfest var í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær kæra á hendur Ásgeiri Davíðssyni, sem rekur nektarstaðinn Goldfinger í Kópavogi, og tveimur dansmeyjum, 35 og 33 ára gömlum. Konurnar eru ákærðar fyrir að hafa að kvöldi 7. október sýnt nektardans viðskiptavini í lok- uðu rými, svokallaðan einka- dans. Ásgeir er svo kærður fyrir að hafa sem fyrirsvarsmaður og rekstraraðili staðarins staðið fyrir sýningunni. Brotið er í ákæru sagt vera gegn lögreglusamþykkt Kópa- vogsbæjar. Ásgeir vísar ákærunni hins vegar á bug. „Þetta er ekkert sem veldur mér áhyggjum,“ segir hann og bendir á að ekki sé hægt að líta á staðinn þar sem dansinn fór fram sem lokað rými. „Það væri þá eitthvað nýtt ef nægir að draga fyrir tjald til að úr verði lokað rými.“ - óká Kært vegna Goldfinger: Brutu reglur um nektardans ÁSGEIR DAVÍÐSSON Ásgeir, sem stundum er kallaður Geiri á Goldfinger, hafnar ákær- um sýslumannsins í Kópavogi. LÖGREGLA Tvær konur og einn karl voru flutt á slysadeild eftir harðan árekstur lítils jeppa og fólksbíls á Snæfellsnesvegi síðdegis í gær. Að sögn lögreglu í Borgar- nesi fór annar bíllinn yfir á rangan vegarhelming þannig að þeir lentu framan á hvor öðrum. Hálka var á snæfellsnesi og snjór yfir öllu. Konurnar voru á ferð í jeppan- um og voru þær fluttar á slysadeild Landspítalans í Reykjavík, en maðurinn var fluttur á Sjúkrahús- ið á Akranesi til skoðunar. Draga þurfti bílana af vettvangi. Fólkið kenndi til eymsla í hálsi, að sögn lögreglu. - óká Bílslys á Snæfellsnesi: Þrír slasaðir eftir árekstur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.