Tíminn - 18.02.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 18.02.1977, Qupperneq 8
8 Brýn þörf markvissra að- gerða í þógu ófengisvarna — segir í þingsályktunartillögu, sem nú liggur fyrir Alþingi Umræöur um áfengismál tóku langan tima á Alþingi i gær og þá aöallega um þaö á hvern hátt bægja mætti áfengisbölinu frá. Umræöurnar uröu i tilefni tillögu tilþingsályktunar,sem þingmenn úr öllum flokkum flytja um fræöslu og þáttf jölmiöla I þágu á- fengisvarna. Tillaga þessi er bor- in fram i framhaldi af störfum nefndar þeirrar er kjörin var á Alþingi 1975 til aö kanna ástand 1 áfengismálum Þingsályktunartillaga þessi var einnig borin fram á slöasta ári, en hlaut þá ekki afgreiöslu. Þá liggur einnig fyrir Alþingi frum- varp til laga um breytingar á á- fengislögum, en þaö frumvarp var einnig samiö af þessari nefnd þingmanna. Tillögugreinin er svohljóöandi: Alþingi ályktar aö brýn þörf sé markvissra aögeröa I þágu á- fengisvarna i landinu. Sérstak- lega beriaöleggja rækt viöhvers konar fyrirbyggjandi fræöslu- og upplýsingastarf. 1 þvi skyni skorar Alþingi á rik- isstjórnina aö beita sér fyrir: 1. Aö hraöaö veröi sem kostur er skipulagningu og undirbúningi Skólarannsókna rikisins á áfeng- isfræöslu I öllum skólum landsins og endurskoöum á reglugerö um slika fræöslu. 2. Aö fjölmiölar og þá einkum sjónvarpiö veröi nýttir meö skipulegum hætti I þessu skyni. Þannigveröireglulega teknir upp i dagskrá sjónvarpsins fræöslu- og skemmtiþættir i samráöi viö áfengisvarnaráö og aöra þá aöila sem vinna aö bindindisstarfiog á- fengisvömum. 1 greinargerö meö tillögunni er skýrtfrá þeim undirbúningi, sem áundanförnum árum hefur fariö fram til þess aö skipulegri fræöslu um áfengismál veröi komiöá I skólum landsins. Ætlun- in er aö fella þaö námsefni inn i samfélagsfræöi annars vegar og liffræöi hins vegar. Ný handbók, sem ætluö er kennurum, er um þaö bil fullbúin til útgáfu, en samt er margt ógert viö undirbúning þessa náms. Er þvi full ástæöa til aö knýja á um aö honum veröi hraöaö sem mest segir 1 greinar- geröinni. Þá er I greinargeröinni sagt, aö rikisfjölmiölum beri tvimæla- laust skylda til þess aö sinna fræöslu I þessum málum af meiri alvöru en hingaö til, svo drjúg tekjulind sem ágóöi af áfengis- sölu er islenzka rikinu. Sá ágóöi er þó aö stórum hluta blekking ein, og enginn vafi er á aö aukin bindindisstarfsemi þjóöarinnar og minnkandi áfengisneyzla myndi skila margföldum aröi i betra og heilbrigöara þjóölffi. Sérstaklega er bent á aö sjón- varpiö þurfi aö auka þátt sinn i fræöslunni, enda sé þaö áhrifa- mesta tækiö, sem viö höfum yfir aö ráöa til þess aö ná athygli fólks. Hljóðvarpiö heíur um all- langt skeiö haldíö uppi ágætum þáttum um áfengismál og ber aö viröa þá starfsemi, segir enn- fremur i greinargeröinni, en lik- lega er þó fremur aö þakka áhuga einstakra starfsmanna stofnun- arinnar heldur en stefnumótandi ákvöröunum stofnunarinnar. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) mælti fyrir tillögunni, en auk hennar tóku þátt I umræöunum Helgi F. Seljan (Ab), EggertÞor- steinsson (A) Guölaugur Gislason (S) og Jón Sólnes (S). 1 umræöunum kom fram aö mikil nauösyn væri á aö breyta almenningsálitinu og virkja þaö til fyrirbyggjandi aögeröa. Þar væri mest um vert aö auka fræöslu um skaösemi áfengisins enn meir frá þvi sem nú er og leita til þess allra tiltækra ráöa. Vilhjólmur Hjdlmarsson mentamdlardðherra: Leita þarf leiða til hagræð- ingar og sparnaðar í rekstri ríkisútvarpsins — um leið og hafizt verður handa um ýmsar þær framkvæmdir, sem setið hafa ó hakanum á síðustu misserum Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra svaraöi ný- lega fyrirspurn um sparnaö I rekstri rikisútvarpsins. Greindi hann þá m.a. frá tillögum, sem sérstök milliþinganefnd skilaöi áriö 1975, án þess þó aö fara út i þær i einstökum atriöum, enda geta þeir þingmenn, sem þess óska fengiö nefndarálitiö I hend- ur. önnur meginbreytingin, sem 1 þessum tillögum fólst, sagði ráö- herra vera þá, aö gerbreyta inn- heimtu afnotagjalda, hætta skráningu tækja og jafna afnota- gjöldunum niður á alla greiðend- ur tekjuskatts. 1 ööru lagi lagöi nefndin til aö nokkrar skipulagsbreytingar yrðu gerðar á yfirstjórn, eöa eins og segir i nefndar'álitinu „aö fá fjármáladeild i hendur eiginleg verkefni á sviöi fjármálastjórnar á grundvelli fastmótaörar áætlunargeröar og reglubundinna upplýsinga úr vel skipulögöu bók- haldi”. Ráðherrann sagði, aö þegar heföi nokkuö þokazt i þessa átt. Atriði, sem tekin hafa verið til athugunar og eftirbreitni Þá vék ráöherrann aö nokkrum atriöum I tillögum nefndarinnar, sem þegar hafa veriö tekin til at- hugunar og eftirbreytni og nefndi fyrst nokkur almenn atriði. 1. Útvarpsstjóri hafi endanlegt ákvöröunarvald, þegar hann tel- ur, aö dagskrárgerö leiöi til kostnaöar, er fer út fyrir ramma fjárhagsáætlunar. 2. Starfssvið deildarverk- fræöings tæknideildar sjónvarps veröi breytt I almenna umsjón tæknilegra mála Rikisútvarpsins og samskipti viö Póst og slma vegna dreifikerfisins. 3. Nokkur skipulagsbreyting á fjármáladeild og rekstrarskrif- stofu hljóðvarps. 4. Settar fastar reglur um meö- ferö beiöna frá dagskrárdeildum til bókunarskrifstofu og bókunar- manni f engiö tiltekiö ákvöröunar- vald. 5. Framkvæmdastjórar hljóö- varps, sjónvarps og fjármála- deildar annist öll starfsmanna- mál. Fjármáladeild annist sam- skipti viö ráðuneytiö vegna þess- ara mála. Til greina kemur aö ráöa sérstakan starfsmanna- stjóra Þessu næst nefndi ráð- herra nokkur atriði, sem varða hljóðvarpið sér- staklega: 6. Viöhaldiö sé þeirri venju, aö setja reglur um hámarksverö á aökeyptu efni. 7. Ekki veröi aö sinni komið upp ööru stúdiói eins og komiö haföi til tals. 8. Sérstakir forstööumenn veröi settir yfir kvikmyndadeild og upptöku- og útsendingardeild. Jafnframtþvi sem verkfræöingur fái nýtt starfssviö Þessu næst vék ráðherr- ann að nokkrum atrið- um, sem varða sjón- varpið sérstaklega: 9. Haldið veröi áfram aö ráöa dagskrárgeröarmenn timabundiö og geröir veröi fyrirfram samn- ingar um sérstök verkefni. 10. Leiklistardeild sjái um all- an leiklistarflutning I hljóðvarpi. Loks ræddi ráöherra atriði, sem varöa stofnunina i heild og sagöi, aö aukiö heföi veriö sam- starf meö fréttastofum útvarps og sjónvarps, t.d. þegar senda þarffréttamenn úr landi. Sérstök athugun gerð á yfirvinnugreiösl- um og bifreiöakostnaöi, og athug- að um hagræöingu viö styttingu vakta og endurskipulagningu þeirra á grundvelli sérstakrar at- hugunar, sem gerð heföi veriö. Loks nefndi ráöherrann, að hætt sé aö greiöa ráðherrum, stjórnmálamönnum og opinber- um starfsmönnum fyrir aö koma fram I hljóövarpi og sjónvarpi nema ’viö sérstakar aöstæöur. Mörg atriði, sem vega misjafnlega þungt Siöan sagöi ráöherra: — Eins og sjá má af þessari upptalningu, sem alls ekki er tæmandi — held- ur aöeins dæmi, er hér um mjög mörg atriöi aö ræöa, sem vega misjafnlega þungti sparnaöarátt. En þetta nefndarálit er þó allt of yfirgripsmikiö til þess að unnt sé að gera þvi nokkur skil i fyrir- spurnartima, en eins og ég sagöi áöur er þaö fáanlegt i heild. Óeðlileg innheimtuað- ferð Þá vék ráðherra aö tillögum nefndarinnar um innheimtu af- notagjalda en þær voru á þessa leiö: Afnotagjöld hljóövarps og sjón- varps veröi lögö niöur. Upp veröi tekiö eitt þjónustu- gjald útvarps. Þjónustugjaldiö verði ákveðið árlega i fjárlögum, lagt á gjald- endur tekjuskatts og eignarskatts af skattátjórum og innheimt meö opinberum gjöldum af inn- heimtumönnum rikisins. Rikissjóöur ábyrgist skil þjón- ustugjaldsins til Rikisútvarpsins með 10 þvi sem næst jöfnustum greiöslum á ári. Innheimtudeild Rikisútvarps- ins veröi lögö niður. Ýmsar ástæöur valda þvi að ekki hefur veriö hafizt handa um framkvæmd þessara tillagna, sagöi ráöherra. Skal hér fátt eitt talið af mörgu, sem athuga þarf. óeðlilegt viröist, að þeir einir greiöi ’fyrir útvarpsafnot sem .greiöa tekjuskatt ár hvert. Tekjuskatturinn er breytileg- ur og þvi óheppilegur grundvöllur útvarpsgjalda. Væri hins vegar farið inn á nefskatt á breiöara grundvelli tapast hagræöingin af notkun gjaldseöla til tekjuskatts. 1 tillögunni er gert ráö fyrir aö hætta skráningu tækja. En nú þykir nauösynlegt aö leggja hærra afnotagjald á litasjón- varpstæki en tæki fyrir svarthvita mynd. Slikt gerir áframhaldandi skráningu óhjákvæmilega. Auk þessa má nefna, aö sitt- hvaö mælir meö þeim háttum nú sem fyrr aö ætla rikisútvarpinu sjálfstæöan tekjustofn. Aö lokum gat ráöherra þess, að sparnaöar- og hagræðingarmál hafi verið rædd bæöi I Rikisút- varpinu og menntamálaráöu- neytinu og allmörg bréf fariö þar á milli. Aö sjálfsögöu yröi haldiö áfram á þeirri braut að leita leiöa til aukinnar hagkvæmni og sparnaðar I rekstri Rikisútvarps- ins, um leið og hafizt yrði handa um ýmsar þær framkvæmdir, sem setiö hafa á hakanum slöustu misseri, en óhjákvæmilegar eru ef unnt á aö vera aö halda I horfi með rekstur þessarar þýöingar- miklu þjónustustofnunar. Bjór- frum- varp Jóns fram Jón G. Sólnes lagöi i gær fram á Alþingi breytingartil- lögu viö frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, sem nú liggur fyrir alþingi. 1 breytingartillögu Jóns er lagt til að rlkisstjórninni veröi heimilt aö leyfa tilbúnings öls til sölu innanlands og til út- flutnings, sem hefur inni aö halda meira ei 2,5% af vin- anda aö rúmmáli. Afengt öl, sem selt er innanlands, skal undanþegiö ákvæöum laga um meöferö og sölu áfengis. alþingi Vatns- fleyti- króna Ég býst við aö flestir þing- menn hafi prófaö þaö af eigin raun aö láta nýju krónuna fljóta á vatni, sagöi Lárus Jónsson (S) þegar hann mælti fyrir tillögu sinni til þings- ályktunar um könnun á aö hundraöfalda verögildi islenzku krónunnar. Þing- maöurinn sagöi, aö augljóst væri aö slik vatnsfleytikróna heföi miöur góö áhrif á yijröingu almennings fyrir gildi gjaldmiöils okkar, krónunnar. Tillagan gerir ráö fyrir aö kannaö veröi, hvort hag- kvæmt og timabært sé aö hundraöfalda verögildi islenzku krónunnar þannig aö 100 krónur veröi aö einni. Viö mat á hagkvæmni þessara breytinga á verögildi gjald- miðilsins skal þess gætt, hvort hún stuðlar aö hagkvæmari myntsláttu og seölaútgáfu jafnframt þvi, aö auka virðingu almennings og traust á gildi peninga. Lárus taldi, aö auöveldara væri aö hundraöfalda verðgildiö I stað þess aö tífalda þaö eins og oft hefur veriö rætt um á undanförnum árum., T.d. heföi veriö sam- þykkt þingsályktunartillaga frá Birni Pálssyni áriö 1972, en meginefni hennar var aö fela rikisstjórninni aö láta athuga hvort timabært þætti að auka verögildi íslenzkrar krónu þannig aö 10 krónur yröu aö einni. Mó

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.