Tíminn - 10.03.1977, Qupperneq 15

Tíminn - 10.03.1977, Qupperneq 15
Fimmtudagur 10. marz 1977 15 sjónvarp Fimmtudagur 10. mars 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Guðni Kolbeinsson les söguna af „Briggskipinu Blálilju” eftir Olle Mattson (26). Tilkynningar kl. 9.30 Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinnkl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir i þriöja sinn viö Kjartan Guðjónsson sjómann og slita þeir sföan talinu. Tónleikar. Morgun- tónleikarkl. 11.00: Sinfóniu- hljómsveitin i Dallas leikur „Algleymi” sinfóniskt ljóö op. 54 eftir Alexander Skrjabin: Donald Johanos stj. /Filharmoniusveitin i ósló leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr op. 4 eftir Johan Svendsen: Miltiades Caridis stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frivaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Hugsum um þaöAndrea Þóröardóttir og Gisli Helga- son fjalla um félagsstarf fyrir aldraö fólk I Reykjavik. 15.00 Miödegistónleikar Leontyne Price syngur ariur úr óperum eftir Verdi. Concertgebouw hljómsveit- in I Amsterdam leikur „Dafnis og Klói”, hljóm- sveitarsvitu nr. 1 og 2 eftir Ravel; Bernard Haitink stj. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 „Snýtt sér áöur en klukk- an slær”, smásaga eftir Elsu Appelquist. Þýö- andinn, Guörún Guölaugs- dóttir les. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur I útvarpssal Manuela Wiesler og Snorri Sigfús Birgisson leika „Xanties” eftir Atla Heimi Sveinsson. 19.55 Leikrit: „Garöskúrinn” eftir Graham Greene (áöur útv. 1958). Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: James Callifer: Gisli Halldórsson Frú Callifer: Arndis Björnsdóttir, John Callifer: Arni Tryggvason, Sara Callifer: Guöbjörg Þor- bjarnardóttir, Anne Calli- fer: Kristin Anna Þórarins- dóttir, Séra William Calli- fer: Valur Gislason, Dr. Baston:Ævar R. Kvaran, Dr. Kreuzer: Brynjólfur Jó- hannesson, Frú Potter: Aróra Halldórsdóttir, Ungfrú Connally: Edda Kvaran, Corner: Guðmundur Pálsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Lestur Passiusálma (28). 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ■ ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guömundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (6). 22.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 6. skák. Dagskrárlok um kl. 23.55. Hættulegt ferðalag mmm eftir Maris Carr ir þínar, sagði hún kuldalega. — Ég anga af sóthreins- unarlyf jum og er svo uppgefin aðeg er varla af lögufær um neitt. Hún dró andann djúpt og bætti við, beiskri röddu: — Þú hlýtur að hafa verið aðframkominn af hungri í koss. Hún steig eitt skref aftur á bak og var hrædd um að hann ætlaði að slá hana utan undir, en höndin, sem hann hafði lyft, hvarf djúpt niður í vasa. — Ef til vill. Þetta var ófyrirgefanlegt af mér. Kaldhæðnin í rödd hans var eins og ísköld vatnsgusa og Penny skammaðist sín. Henni hefði verið nær að reyna heldur að koma í veg fyrir að hann kyssti hana. Hún hafði notið þess að láta hann halda utan um sig og leyft honum það fúslega. Mike vissi líka hvers vegna hún var svona reið. Hún færði sig f jær honum og ætlaði að fara niður stigann, en hann kom á eftir henni. — Það bíður matur eftir þér í matsalnum, en ef þú vilt heldur borða í kof- anum, skal ég senda hann yfir. — Nei, vertu ekki að hafa fyrir því. Ég ætla bara að þvo mér og hafa fataskipti, svo borða ég. — Ég skal fylgja þér. Hún heyrði á rödd hans, að ekki þýddi að andmæla, svo henni var bezt að láta slag standa. En þegar þau komu út á torgið milli kof anna, bauð hún stuttlega góða nótt og varð dálítið hissa á að hann skyldi ekki fara fram á að fylgja henni alla leið. Að venju var nætur- himininn stjörnum stráður, en nú var skýjað, svo myrkrið var kolsvart. Einhver nærgætin sál hafði kveikt á olíulampa í kofanum. Penny þvoði sér og för í hreinan kjól, en hafði ekki orku til að setja upp hárið aftur, burstaði það aðens og lét að falla frjálst niður á axlirnar. Henni geðjaðist ekki að tilhugsuninni um að fara ein út í matsalinn, því hún var hrædd við skrækina í öpunum í myrkrinu. Þess vegna létti henni innst inni, þegar hún sá að Mike beið handan við torgið og hún mótmælti ekki einu sinni, þegar hann lagði handlegginn utan um hana. — Ég vissi að þú myndir ekki slóra frekar en venju- lega, sagði hann vingjarnlega. — Líður þér betur núna? — Miklu betur. Fyrirgefðu, hvað ég varð reið áðan, en hitinn undir Ijósunum í skurðstof unni var að gera út af við mig. María þolir hann mun betur. Það var eins og hún fyndi ekki til hans. Kemur hún annars ekki með okkur? Hún hefur heldur ekkert borðað. — Fanný hugsar um hana. Hún sótti matinn hennar og fór með hann yfir. Hún ætlaði að færa þér líka, en mér datt í hug að þú myndir haf a gott af að hvíla þig svona hálftíma fyrst. — Nærgætiðaf þér. Penny hrökk illa við, þegar api rauf þögnina með skerandi væii. — Ég held ég venjist aldrei þessum hræðilegu öskrum, sagði hún og færði sig ósjálfrátt nær Mike. — Við skulum vona að þú þurfir ekki að vera hérna nógu lengi til að venjast þeim. — Þetta hljómar eins og þú viljir losna við mig sem fyrst, sagði hún og hló lágt. — Ég hef séð hvernig dvöl á svona stað getur farið með konur, sagði Mike alvarlegri röddu. — Ég vildi óska, að þú hefðiir aldrei komið hingað, Penny. — Þetta var svei mér fallega ságt! Ég sem hélt að ég hefði gertsvolítiðgagn hérna, að minnsta kosti í kvöld! — Auðvitað, en það er ekki kjarni málsins. Neil og Grace eru heppin að þú skyldir vera hérna og ég met störf þín mikils. En mér f innstég bera ábyrgð á þér. Þú værir miklu öruggari í Manaus eða Macapa. — örugg fyrir loftslaginu, matnum eða karlmönnun- um? spurði hún stríðnislega. Hún heyrði að hann blótaði lágt og mundi að hann hafði kysst hana og hvað hún hafði sagt við því. Hún hefði ekki áttað minnastá það mál afturog ef hún væri óþreytt og eins og hún átti að sér, hefði hún gætt tungu sinnar. Hönd hans brann á handlegg hennar og hún var þakklát, þegar hún sá Ijósið í matsalnum og þorði að færa sig frá Mike. — Þú þarft ekki að koma með mér inn, sagði hún hik- andi. — Ég fer út í sjúkraskýlið þegar ég er búin að borða og þú þarft líka snemma á fætur. Vertu ekkert að bíða. — Eins og þú vilt. Rödd hans var köld. — Ég skal ekki neyða návist minni upp á þig. Góða nótt! Hann var horfinn áður-en hún fór inn. Hún stóð andartak og horf ði út í myrkrið, en beit svo á vörina. Hún hafði reitt hann til reiði og sært hann, i einskæru hugsunarleysi, en hana undraði hvað hann reyndi lítið að dylja það. Þetta var nú bara koss, sagði hún við sjálfa sig um leið og hún gekk inn í matsalinn. Einn koss skiptir karl- menn litlu máli. En ég vildi óska, að ég hefði ekki endurgoldið hann svona viljug. Mér finnst ég á vissan hátt sek en skil alls ekki hvers vegna! 5. kafli. Júlía veiktist tveimur dögum seinna. Að minnsta kosti sannfærði hún Mike og öll hin um að það væri nógu alvarlegt til að hún þurfti að leggjast inn í sjúkraskýlið. Penný var illa við að taka f Ijótfærnislegar ákvarðanir, svo hún beið með að kveða upp sinn dóm. En það hvarf laði að henni, að Júlia öf undaði Grace af allri um- hyggjunni og léti þess vegna sem hún væri veik til að draga athyglina að sér. Penny var að hjálpa Maríu í læknastofunni, þegar Mike kom inn með Júlíu meðvitundarlausa í fanginu. — Hvað kom fyrir? spurði hún og vísaði honum inn þar sem hann gat lagt Júlíu á bekk. — Varð hún fyrir slysi? Mike hristi höfuðiö. — Ég var að tala við hana úti á torginu, þegar hún hneig niður. — Líklega of mikið af sólskini. Hún gengur aldrei með höfuðfat. — Júlía?Hannbrosti hissa. — Hún er alvön hitanum. — Það kemur fyrir að það líður yf ir fólk án nokkurr- ar sýnilegrar ástæðu. Hefur það komið fyrir áður? Penny losaði um kragann á blússu Júlíu, en leit upp þegar María kom inn með vatnsglas. — Ég man að Hugh minntist einhverntíma á að hann hefði áhyggjur af því, hvérnig Júlía virtist stundum hreinlega detta út úr umheiminum, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef séð hana svona. Augu Mikes voru full af áhyggjum. — Það hefur hvílt mikið á henni undanfarnar vikur og hún er áreiðanlega ekki búin að jafna sig eftir dauða hans. — Þér er alveg óhætt að skilja hana eftir hjá okkur, sagði Penny. — Þegar hún rankar við sér, háttum við hana. Hún hef ur gottaf að liggja einn eða tvo daga. Það væsir ekki um hana. Svipur Mikes lýsti þakklæti. — Það er það, sem hún þarfnast. Einhver til að stjana við hana. Hann fór og nokkrum sekúndum seinna opnaði Júlía .augun og horfði með óánægjusvip upp á Penny. — Þú „Ég er hræddur um aö ég sé ekki réttur læknir fyrir hann.” „Hon- um er alveg sama.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.