Tíminn - 17.04.1977, Page 15

Tíminn - 17.04.1977, Page 15
Sunnudagur 17. apríl 1977 15 Vaka eða víma Hversu skal verjast? Uníanfarnar vikur hefur ó- venjumargt veriB rætt opinber- lega um áfengismál. Ber tvennt til þess: Annað er tillagan um að leggja á vald rikisstjórnar að leyfa frjálsa sölu áfengs öls eins oger á gosdrykkjum. Hitt er þó meira og alvarlegra tilefni þar sem er hin almenna og stórkost- lega áfengisnautn, sem mörg- um ofbýður svo að þeir finna að svo búið má ekki standa. Þeir, sem voru ungir fyrir 40- 50 árum og fylgzt hafa meö þjóðlifinu siðan, hafa orðið vitni að miklum breytingum. Þegar þeir voru ungir var drykkju- skapur unglinga nánast óþekkt- ur. Nú er svo komið aö fjöldi unglinga 14-16 ára virðist skammast sin fyrir að játa að þeir hafi ekki drukkiö. Dagblaö eitt birti lesendabréf frátveimur 15 ára stúlkum, sem raunar nefndu sig ekki fullum nöfnum. Þærvoruað mæla gegn bjórnum. Þær tóku það fram að þær væru ekki bindindismenn. „Við höfum báöar drukkiö okk- ur fullar”, sögöu þær. Hvers vegna fannst þeim nauösyn aö taka það fram? Könnuðust þær viö þaö eitt að litiö væri á bind- indismenn sem sérvitringa, sem ekkert mark væri takandi á? Eða fannst þeim, að enginn væri maður með mönnum án þess að hafa drukkið sig fullan, — drukkið frá sér vit og mann- dóm? Ungtemplarar höfðu náms- skeið með gagnfræöaskóla- nemendum snemma þessa vetrar. Dvalið var eina helgi austur i ölfusborgum. Eitt af dagblöðunum birti viötal við nokkra unglingana eftir helg- ina. Þeir létu allir mjög vel yfir þessu. Sumir voru steinhissa. Þarna haföi verið skemmtileg dvöl alla helgina áfengislaust. Sum börnin gerðu ráð fyrir að þetta námskeið kynni að verða til þess að þau minnkuðu drykkju sina. Nú má vera aö nokkur ungæð- islegur ýkjubragur sé á þessu tali. Þó er það nógu alvarlegt út af fyrir sig ef börnum á ferm- ingaraldri finnst það óbærileg skömm að hafa aldrei drukkið sig full. En alvarlegast er þetta þó þegar hugsað er til framtið- arinnar. Þar sem drykkjutizkan er orðin eins almenn og hér er fjöldi manns, sem vill neyta á- fengis hvenær sem gera skal dagamun. Þvi rýmri sem fjár- ráðin eru og þvifleiri tómstund- ir og fridagar sem gefast, þvl oftar og meira er drukkið. Þvi er hættan á fjölgun drykkju- manna og aumingja þvi meiri sem lifskjör eru rýmri að þessu leyti. Fjárráðin i þessu sam- bandi veröur aö meta i hlutfalli viö verðlag áfengis. Það tekur oftast nokkur ár aö menn verði ósjálfstæöir aum- ingjar vegna drykkjufýsnar. Hjá sumum verður fýsnin aldrei svosterk aö húnverðiað ástriðu sem hætta stafar af. En þvi fyrr sem menn byrja og þvi oftar sem drukkið er, þvi yngri missa menn vald yfir fýsninni. Og böl- ið og vandræðin aukast miklu meira og örar en drykkjuskap- urinn sjálfur. Tvöfaldist drykkjuskapurinn fjórfaldast áfengisbölið. A sama hátt má reikná meö þvi að væri áfengis- neyzlan minnkuð um helming yrði áfengisbölið ekki nema einn fjórðiþess sem nú er. Þetta byggist á þvi að áfengisneyzlu undir vissu marki fylgir ekk- ert áfengisböl. Þau mörk gilda bara svo sjaldan. Þar sem drykkjuskapur ungl- inga hefur færzt i aukana sið- ustu árin vitum við að eftir nokkur ár verða neikvæö áhrif áfengisnautnar enn meiri og voðalegri en nokkru sinni fyrr. Þetta vitum við að hlýtur að verða nema straumhvörf verði til meiri bindindissemi. Og hver ráö eru til þess? Það er til margt áhugasamra manna og góöviljaðra á þessu sviði. 1 fyrsta lagi verða bind- indismenn að standa betur sam- an en verið hefur, treysta sam- tök sín, hafa betri og meiri sam- ráð. Hvenær sigraði tvistraður her? spurði skáldið. 1 öðru lagi skal svo minnt á það aðhálfvelgjan hjálpar ekki. Hér veitirekki af að staðið sé að málum afdráttarlaust af fullum heilindum. Hér er um að ræöa eitt mesta slysavarnarmál, stórkostlegt heilbrigðismál og þó fyrst og fremst siðgæðismál. Ráðið sem dugar er að efla fé- lagslif eldri sem yngri þar sem áfengi er hafnað — en margt gert til menningar og gamans. Um það verða áhugamenn að ræöa, standa vel saman og hefj- ast handa. H.Kr. Auglýsið í Tímanum #/R r$ T«& ^ Sa T«& A HÚ8GÖGM SÍÐUMÚLA 30 SIMI: 86822 Eigum mikið úrval af vönduðum húsgögnum OG SKOÐIÐ ÍSLENZKA fW FRAMLEIÐSLU íslenzk húsgögn fyrir íslenzk heimili

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.