Tíminn - 17.04.1977, Side 20
20
Sunnudagur 17. apríl 1977
Maöurinn, sem aö þessu sinni
var beðin að spjalla við lesendur
Timans, heitir Finnlaugur
Snorrason og er Eyfirðingur aö
uppruna. En hann hefur einnig
verið bóndi á Suðurlandi, þar sem
hann stundaði kartöflurækt i stór-
um stil. Hann mun hafa orðið til
þess fyrstur manna hér á landi að
nota vatnsúða til þess aö verja
kartöflugrös frosti, en eins og all-
ir vita, þá hafa frostnætur siöari
hluta sumars oft verið.einn skæð-
asti óvinur islenzkra garðyrkju-
bænda.
Á slóðum Bægisárklerks
Um garðrækt Finnlaugs
Snorrasonar fræðumst við nánar,
þegar fram kemur i þetta
greinarkorn, en fyrst skulum við
leita frétta af æskustöðvum hans
og uppvexti.
— Þú munt hafa fæðzt á hinum
fræga bæ, Bægisá, Finnlaugur?
— Jú, ég fæddist á Syðri-Bæg-
isá, en ekki þeirri ytri, sem nafn-
kunn hefur orðiö af alþekktri visu
eftir séra Jón borláksson, Bægis-
árklerk. Reyndar er aðeins ör-
stutt á milli bæjanna, um þaö bil
fimm hundruð metrar, þegar
miðaðer viðbeina linu, en að visu
er Bægisáin á milli, þótt hins veg-
ar væri hún ekki svo mikill farar-
tálmi eftir að ég fer að muna eftir
mér, að hún hindraði samgang og
kynni fólks á þessum tveim
bæjum. En áður en brúin kom,
hefur Bægisá verið óþægilegur
nágranni, þvi að hún getur veriö
bráðófær langtimum saman i
vorleysingum og illfær getur hún
orðiö i miklum haustrigningum.
— Foreldrar þinir hafa veriö
búendur á Syðri-Bægisá?
— Já. Þau voru Snorri Þórðar-
son frá Hnjúki i Skiðadal og Þór-
laug Þorfinnsdóttir, oftast kennd
viö Skeggstaði i Svarfaöardal, en
átti heima á fleiri bæjum þar i
dalnum.
Foreldrar minir byrjuðu bú-
skap sinn á Akureyri, en eftir að
hafa átt þar heima i tvö ár, flutt-
ust þau aö Syðri-Bægisá.
A meöan þau bjuggu á Akureyri
stundaði pabbi flutninga á hest-
um, sem hann átti sjálfur, þá var
talsvert um það á Akureyri að
menn ættu hesta og hefðu atvinnu
af þvi að nota þá til flutninga fyrir
bæjarbúa. Voru þá notaðir vagn-
ar á sumrin, en sleðar, þegar
sleðafæri var, og þau ökutæki áttu
eigendur hestanna einnig. Ekki
veit ég, hversu almennt þessi at-
vinna var stunduð, en um skeið
munu þó slikir ökumenn hafa orð-
iö allmargir, og til var að menn
fengju auknefni af þeirri atvinnu
sinni. Þá var oröinu „keyrari”
skeytt við eiginnafniö. Þetta var
fyrir bilaöldina, og hesta-
„keyrararnir” stéttarlegir for-
feður vöruflutningabilstjóra nú-
timans.
— Hvaö heldur þú aö þessir
menn hafi átt marga hesta, sem
þeir höföu I förum?
— Ég veit þaö ekki, en það hef-
ur áreiöanlega verið mjög mis-
jafnt. Faöir minn mun aldrei hafa
átt fleiri en tvo til þrjá, og yfirleitt
munu þeir sem þessa flutninga
stunduðu ekki hafa verið hest-
margir.
— En hvaö er aö segja um bú-
skap ykkar á slóðum séra Jóns
Bægisárklerks?
— Hann var með gamalkunnu
sniði, þegar ég var að alast upp.
Ég man meira að segja eftir frá-
færum, en aldrei var ég þó smali.
Búin voru misstór, þá eins og nú,
vafalaust þættu þau öll smá nú á
dögum. Þegar ég man fyrst eftir,
var átta til tiu kúa fjós heima hjá
okkur, en auðvitað voru mjólk-
andi kýr ekki svo margar. Ærnar
voru einhvers staðar ofarlega á
öðru hundraðinu, ltklega nærri
tvö hundruð.
En svo breyttist þetta meö tim-
anum. Ræktunin óx, og þá fóru
búin fljótt að stækka.
— Bændur hafa ekki veriö
farnir aö selja mjólk til Akureyr-
ar, þegar foreldrar þinir hófu
búskap á Bægisá?
— Nei, þaö varð ekki fyrr en
seinna. Mjólkursalan hófst ekki
fyrr en bilvegur var kominn um
sveitir, en fyrst i staö komst bill
ekki lengra en aö Vindheimum,
og þá var ég látinn flytja mjólk-
ina þangað á hestum. Svo þokaði
veginum áfram, smátt og smátt,
en ekki komu bilarnir þó heim i
hlað, heldur varð að flytja mjólk-
ina i veg fyrir þá.
Fluttist /,suður"
Ég var heimilisfastur á Bægisá
til ársins 1945, og nokkur seinustu
árin heima var ég mjólkurbil-
stjóri.
Þegar ég yfirgaf æskustöðvar
minar i Eyjafirði, fluttist ég
„suöur”, eins og það var kallað,
en þó ekki til Reykjavfkur, heldur
suður á Selfoss, þar sem ég byrj-
aði á þvi að byggja mér ibúðar-
hús, en vorið eftir að ég kom á
Selfoss, réðist ég til manns þar i
þorpinu, sem var að byggja sér
hús, og víð byggingu vann ég á
meöan húsiö var i smiöum.
Vatnsdreifari f kartöflugaröinum á Arnarstöðum f Fióa, þegar Finn-
laugur Snorrason bjó þar.
RIGNING
AF
MANNA-
VOLDIJM
Finnlaugur Snorrason. — Timamynd: Gunnar,
Rætt við Pinnlaug Snorrason, sem
fyrstur íslenzkra bænda notaði
vatnsúðun til þess að veria kartöflu-
grös frosti
— Ert þú útlærður húsa-
smiöur?
— Já, en á þessum árum hafði
ég enn ekki aflað mér þeirra rétt-
inda. Þegar lokið var smiði þessa
húss, réði ég mig til Kaupfélags
Arnesinga á Selfossi, þar sem ég
vann viö bilayfirbyggingar, og
sömuleiðis vann ég I trésmiðju fé-
lagsins. Þegar ég hafði unnið þar
I átta’ ár, fór ég loks „á samning”
og lauk námi sem húsasmiður.
Ég hafði mikið stundað bygg-
ingarvinnu fyrir norðan, ég vann i
tvo vetur viö yfirbyggingar bila á
Akureyri, og á unga aldri var ég i
smiðadeildinni á Laugum, undir
handleiðslu Þórhalls heitins
Björnssonar frá Ljósavatni, þess
ágæta smiðs og kennara.
Garðyrkjubóndi i Flóa
— En hvenær geröist þú garö-
yrkjubóndi á Suöurlandi?
— Arið 1953 fór ég að Arnar-
stööum i Flóa. Ég keypti þá jörð,
en fyrst i stað var búskapurinn
ekki stærri i sniðum en svo, að ég
gat unnið á Selfossi að vetrinum.
Ég byrjaði með kýr, en aldrei
urðu þær þó margar, ekki nema
tiu til fjórtán þegar flest var. Og
um tima var ég lika meö fáeinar
kindur.
— Er þaö ekki rétt, sem ég
þykist hafa heyrt, aö þú hafir ver-
iö mikill garöyrkjubóndi?
— Það fer nú eftir þvf hvað
menn kalla ihikið. Ég rækt-
aði eingöngu kartöflur. Garö-